Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005
Menning DV
Dróttkvætt
Á fimmtudaginn hefst málþing
um túlkun dróttkvæða í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafns fslands. Sal-
urinn er á jarðhæð, gengið inn
um aðalinngang safnsins. Mál-
þingið hefst klukkan 9.00 og
stendur til kl. 17.15.
Málþingið er haldið
í tengslum við
væntanlega alþjóð-
lega heildarútgáfu
á dróttkvæðum, en
fyrsta bindið mun
koma út á næsta
ári. Fyrirlesarar eru
allirþátttakendur
iþessu stóra verk-
efni, en um fjöru-
tíu fræöimenn
koma að útgáfunni sem verður í
nokkrum bindum.
Munu erlendir fræðimenn vera í
meirihluta á ráðstefnunni um hiö
forna form skáldskapar sem lengi
hefur verið vanrækt en er nú á síðari
árum að vekja forvitni fræöimanna á
ný. Það er Guðrún Nordal sem er I
forsvari fyrir þinghaldinu hér en hún
hefur einbeitt sér að dróttkvæðum í
langan aldur.
Nálgast má dagskrá málþingsins á
heimasíðu Háskóla Islands. Öll erindi
verða flutt á ensku. Einnig má fræð-
ast um útgáfuna á heimasíðu henn-
ar: http://skaldic.arts.usyd.edu.au/ en
hún er fyrsta heildstæða yfírlitið sem
komið hefur út um þessa fornu nor-
rænu listgrein.
Nýtt æði - Su
Doku
Edda útgáfa hefur tryggtsér útgáfu-
rétt á vinsælustu Su
Doku-bókum heims.
Su Doku-æðið fer nú
sem eldur í sinu um
heiminn. Það hófst f
nóvember á siðasta
ári þegar The Times I
London hófaö birta
þrautirsem Wayne nokkur Gould
hafði hannað, breskur lögfræðingur
sem bjó um árabil í Hong Kong.
Þar kynntist hann asískum talna-
þrautum sem eiga rætur að rekja til
Japan og hreifstsvo afþeim að hann
eyddi mörgum árum I að hanna for-
rit sem býr til óendanlegan fjölda Su
Doku-þrauta. Fyrirbærið var nær
óþekkt þegar hann gekk inn á rit-
stjórnarskrifstofur The Times og taldi
menn þar ábæáað birta þrautirnar,
endurgjaldslaust.
Fáeinum mánuðum siðar varð ekki
þverfótað fyrir Su Doku-unnendum i
London og nú breiðistæðið út um
allan heim. Allir prentmiðlar birta
daglega Su Doku-þrautir en mörgum
leiöist að biða næsta dags og vilja
því fá góðan skammt afSu Doku í
bókaformi.
Vinsælustu bækurþessa vors á Bret-
landseyjum hafa verið Su Doku-bæk-
urnar sem Wayne Gould gerir. Alls eru
þær nú orðnar þrjár og hafa allar
sótt hátt á metsölulista siðustu mán-
uði og vikur og fleiri eru á leiðinni.
Edda útgáfa hefurnú tryggtsér út-
gáfuréttinn á þessum bókum, von er
á þeirri fyrstu snemma ihaust. Á Is-
landi fereinnig örtstækkandi hópur
þeirra sem ánetjast hafa Su Doku og
er víst að útgáfunni hér á landi veröi
vel tekið.
16:4 2
T\ i 4: j 3 9 1
! |5 8 4 7
9! i 6 5
51 1 i 2 8
1 18 9 ' 3
8: 9 4 2
7 3 5 ! 9 1
4 I 6 7 9
Kammerhátíðin á Kirkjubæjarklaustri er árlegur viðburður i menningarlifi Suður-
lands. Hún tekur við þegar hátíðahaldi lýkur i Skálholti, en hefur skapað sér sér-
stöðu með persónulegri sýn stjórnandans á sögu staðarins og náttúruna allt um
kring.
Spilamennska á
Klaustri
«2K!W ’ -a- * ■
Edda Erlendsdóttir ásamt
sínu liði við æfingar í
gær. Um helgina spila þau
þrjár ólíkar dagskrár á
swæshmw
1 Klaustriþar sem blandað er
g ...j| saman léttu efni og þyngra.
Það var fríður hópur flytjenda
sem kom saman til æfinga í gær í
Félagsheimili FÍH. Flytjendur í ár
verða þau Auður Hafsteinsdóttir
fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir
selló, Edda Erlendsdóttir píanó og
listræn stjórnun, Egill Ólafsson
bariton , Olivier Manoury band-
óneon og Gítar Islancio með þeim
Birni Thoroddsen gítar, Gunnari
Þórðarsyni gítar og Jóni Rafnssyni
kontrabassa.
Munu þau flytja mjög fjöl-
breytta efnisskrá þar sem blandast
saman klassísk tónlist, íslensk
þjóðlög, tangó og djass. Mismun-
andi efnisskrá er á hverjum tón-
leikum og hefur verið ákveðið að
gefa hverjum tónleikum fyrirsögn
og tiltekið yfirbragð. Föstudaginn
þann 12. ágúst er seiðandi og
rammíslensk dagskrá, á laugardag
tangó og sving og lýkur hátíðinni á
sunnudag með rómantfk og rúsín-
um.
Tónlistarunnendur hafa komið
og dvalið á Kirkjubæjarklaustri
þessi helgi til þess að njóta tónlist-
arinnar í fögru umhverfi, sumir
hverjir ár eftir ár. Tónleikagestum
sem óska eftir að dvelja á svæðinu
þessa helgi er ráðlagt að panta gist-
ingu með góðum fyrirvara.
Hátíðin er styrkt af mennta-
málaráðuneyti, Hótel Kirkjubæjar-
klaustur, Hönnun, Rarik, Lands-
banka og íslandsbanka. Það er
menningarmálanefnd Skaftár-
hrepps og Edda Erlendsdóttir
pfanóleikari sem skipuleggja þessa
tónleika.
Dagskráin á föstudag er sett
saman af Ævintýri ( Pohadka Jfyrir
selló og píanó eftir Leos Janacek;
Dúó fyrir fiðlu og selló op. 7 eftir
Zoltan Kodaly, en síðan vali ís-
lenskra þjóðlaga og hefst gamanið
kl. 21.
Á laugardag verður spilað kl. 17.
Á dagskránni eru verk eftir Astor
Piazzolla, Horacio Salgan, Annibal
Troilo, Ariel Ramirez, Björn
Thoroddsen og Gunnar Þórðarson
meðal annarra.
Á sunnudaginn eru eftirmið-
dagstónleikar og hefjast kl.15. Þá
verða það verk eftir Schumann sem
verða í fyrri hluta: Sónata í a-moll
op. 105 nr. 1 fyrir fiðlu og píanó,
Fantasiestucke op. 88 fyrir fiðlu,
selló og píanó, Fimm Ijóð op. 35
eftir J. Kerner fyrir bariton-píano
og eftir hlé tónsmiðar eftir Olivier
Manoury, Joseph Kosma (Haust-
laufin), Django Reinhardt og
Jacques Brel, Egil Ólafsson og Emil
Thoroddsen.
Sænska mezzo-sópransöngkonan, Anne Sophie von Otter, sem hreif áhorfendur
hér á Listahátíð í vor, er búin að hljóðrita disk með Abbalögum. Hvað gerir
ekki fimmtug sópransöngkona sér til tilbreytingar...
Ég er engin súperstjarna
Frú von Otter býr í Stokkhólmi og
í viðtali við blaðamann The Guardi-
an á föstudag í dlefni af hljómleik-
um hennar í London um helgina tai-
ar hún opinskátt um feril sinn. Þar
greinir hún frá væntanlegri útgáfu á
saíni þeirra Abba-félaga Bjöms og
Bennys. Ilet the music speak kallast
safnið og er væntanlegt á útgáfu
Deutsche Grammophon.
Ann Sophie hefur um margt átt
sérstakan feril. Hún fór ekki að læra
söng fyrr en hún var sextán ára og
var send til London þar sem hún
stundaði nám hjá Vera Rozsa í
GuildhaJl þar sem nokkrir íslenskir
listamenn hafa sótt sér reynslu,
Diddú og Stefán Jónsson svo dæmi
séu nefnd. Kennarinn hennar sagði
henni strax hvaða hlutverk hún
skyldi takast á við og hvaða um-
boðsmaður hentaði henni best.
Þetta var í upphafi CD-væðingar
og útgáfur kappkostuðu fyrst í stað
að hljóðrita óperur sérstaklega fyrir
þennan nýja markað. Von Otter
söng nokkrar mllur á völdum stöð-
um en lagði sig um leið eftir sjálf-
stæðu vali á lögum í söngdagskrár
sem hún hefur hljóðritað sumar
hveijar. Þar var lagður grunnur að
frægð hennar um allan hinn vest-
ræna heim. Hún hefur líka lagt sig
eftir Strauss og sungið allar óperur
hans inn á diska.
Hún ræður bókunum sínum sjálf
og tekur sér góða hvíldir milli ferða
og verkefna. Hún hefur unnið með
Elvis Costello í einni af tilraunum
hans til að brjótast út úr popp-
formatinu, einnig hefur hún hljóð-
ritað jólasöngva. Hún hefur alltaf
búið í Svíþjóð með fjölskyldu sinni
og á tvo stráka á unglingsaldri.
Hún viðurkennir að rödd hennar
sé að breytast, Vibrato hægist og
röddin dýpkar. Hún er núna að
komast á þann aldur að hún hefur
tekist á við Wagner og hefur þegar
bókað sig til að syngja í Tristan og Is-
olde undir stjóm Esa-Peka Salonen
árið 2007 og Valþrúði í Niflunga-
hringnum með Simon Rattle 2009.
Þetta em hvort tveggja verkefni sem
menn í ópembransanum Ifkja við
ólympíuleika. Næsta ár syngur hún
Carmen í Santa Fe. Listamenn á
borð við von Otter ráða hvaða leik-
stjóra þeir taka með sér í verkefni.
Hún'söng Carmen í Glyndeboume
2002 og segir þá túlkun ekki hafa
verið nógu norræna. Má því gera því
skóna að í Santa Fe hyggist hún tóna
niður hina suðrænu þætti í túlkun
sinni.
Von Otter er á hátindinum þessi
Anne Sophie von Otter
misserin sem þeir geta vitnað um
sem heyrðu hljómleika hennar hér í
vor. Verður gaman að heyra hana
leika sér að lagavali úr stóm
söngvasafiú Abba-bræðra.