Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST2005
Sport DV
Mikil pressa á
enska liðinu
David Beckliam, fyrirliði enska
iandsliðsins og Ieikmaður Beal
Madrid, segir leikmenn enska
landsliðsins staðráðna íað ná
góðum árangri og vonast til þess
að aödáendumir styðji þá í bar-
áttunni sem framundan er. „Við
töpuðum iila fyrir Dön-
f um í sfðasta leik og að-
■íCÁ. dáendur okkar voru
WJ vitanlega ósáttir við
það. £n þeir hafa
samt s,lJtt ot:^ur í
MVlWl Be8nu,n súrt og
sætt og það er gott
3 að vita til þess
,lvcrsu rnagnaöa
stuðningsmenn
f cns,ca landsliðið
0 ■■ ** á.“ Mikii pressa er
iP ' flH á enska landsliö-
n ' :|jUða inu fyrir leikina
gegn Wales og
, ,.-a Norður-írlandi í
t 4 næstu viku og
|H| wH segir Beckham
h ekkert annað en
M - sigur koma ttl
PF |r greina. „Þetta
verða miklir
baráttuleikir en ég er viss um við
getum unnið leikina báða efvið
spilum af fullum krafti.“
Souness tll
varnar Freddy
Graeme Souness, knattspyntu-
stjóri Newcastle United, hefur að
undanförnu varið stjórnarhætti
Ireddys Shepherd, stjómar-
íormanns Newcastie, en hann er
ekki vinsæll meðal stuönings-
manna félagsins. „JÉg skil ekki
hvers vegna er verið að gagnrýna
Shepherd svona mikið því hann
hefur unnið gott starf hér hjá
Newcastle. Það eina sem hægt er
að gagnrýna er það að leikmenn
skiluðu sér ekki á réttum tíma fyr-
ir undirbúningstímabilið og eru
því ennþá að komast í gott Ííkam-
logt forrn." Souness er einnig
ánægður með það hvernig
Shepherd hefur haidið utan um
leikmannamál. „Hann hefur verið
lljótur að opna veskið þegar ég
bið um nýja leikmenn og þeir
leikmenn sem hann hefur keypt
oru búnir að standa sig vel. Ég
legg áherslu á að leikmenn og allir
þeir sem vinna hjá Newcastle
United, standi saman f erfiðleik-
um og það er það sem við þurfum
að gera núna."
Cissé ætiar
að standa sig
Pranski landsliðsmaðurinn
Djibril C.issé er staðráðiim í því að
standa sig vel á leiktíöinni, en
hann hel'ur að undanfömu verið
orðaður við för frá félaginu. „Ég er
ekkert að fela það að ég ætla mér
að standa mig vel á þessari Ieik-
tíö. Þrammistaða mín í leiknum
um Ofurbikarinn hlýtur að hafa
sannaö það. Auðvitaö er það pirr-
andi að vera alltaf orðaöur við för
frá Liverpool þegar ekki gengur
nógu vel. Ég vildi ólmur sýna
þeim sem hafa gagtuýnt mighvað
ég get og vonandi hafa mörkin
mín tvö og stoðsendingin, sýnt
livað ég raunverulega get. En ég
er viss um að Liverpool á eftir að
ná góöum árangri á ieiktíðinni
sem nú er nýhafin og ég vii taka
þáttíþvíaðná
* ' þessum ár-
angri."
C-r -------
Fátt hefur verið um fína drætti í þungavigtinni í hnefaleikum síðan Lennox Lewis
lagði hanskana á hilluna, en nú er kominn fram á sjónarsviðið maður sem segist
geta komið þungavigtinni aftur á kortið. Hann er kallaður „Nígeríska Martröðin“
og er líkt við Mike Tyson.
„Ég er besti þungavigtarlioxari allra tíma"
„Mér er alveg sama
hver verður næsti
andstæðingur minn,
ég mun éta hann lif-
andi. Ég er sá besti,
bíðið bara og sjáið."
Hann hefur keppt 24 bardaga, unnið þá alla og aðeins þrír and-
stæðingar hans stóðu í lappirnar eftir að lokabjallan glumdi.
Vinstri krðkur hans hefur verið kallaður sá eitraðasti í þunga-
vigtinni í dag og vegna þess að hann er samanrekinn og frekar
lágvaxinn miðað við þungavigtarmann, hefur honum óumflýj-
anlega verið líkt við Mike Tyson. Þetta er „Nígeríska martröðin",
Samuel Peter.
„Ég mun berjast
við hvem þann sem
þorir inn í hringinn
með mér og ég er ekki
hræddur við neina
meistara. Mér er alveg
sama hvort andstæð-
ingar mínir eru bresk-
ir eða bandarískir, ég
mun rota þá alla,“
sagði Peter í nýlegu
viðtali við breska
fjölmiðla. Hraður
uppgangur Níger-
íumannsins fram í
sviðsljósið og sú
staðreynd að hann
er frekar lágvaxinn,
hefur orðið til þess
að menn eru farnir að
kcdla hann hinn nýja
Mike Tyson. Peter er rétt um
180 cm á hæð og 108 kíló, en er
lítið gefinn fyrir að vera borinn
saman við Tyson. „Menn segja að ég
líkist Tyson, en ég hafna því. Ég er
betri og titillinn verður minn.
Þungavigtin hefur verið í lægð lengi
og þarf nýja stjörnu. Ég er þessi
stjarna og ég er besti þungavigtar-
hnefaleikari í sögunni."
Hann er tilbúinn
Umboðsmaður Peters er alveg
jafn bjartsýnn og í hans augum er
enginn vafi á að strákurinn eigi eftir
að verða einn af þeim bestu. „Áður
en hann keppti við Taurus Sykes í
sumar, hafði ég hugsað mér að vera
þolinmóður og fara varlega með að
velja handa honum andstæðinga.
En eftir að hafa séð hann í þeim bar-
daga, veit ég að það styttist í að ég
þurfi að fara að koma honum í al-
vöruna. Hann er tilbú- ______
inn og ég held að hann
geti barist við hvaða
áskoranda, hvaða
meistara sem er. Það er
ekki lengur spuming
um hvern hann berst við, þetta er
spurning um það hver þorir inn í
hringinn gegn honum," sagði um-
boðsmaðurinn Dino Duva. Hnefa-
leikar hafa alltaf verið vettvangur
stórra yfirlýsinga, en oft verður
minna úr því að fylgja þeim eftir.
Samuel Peter hefur fram að þessu
sýnt að hann er meira en bara kjaft-
urinn og það er mál manna að stutt
sé í það að hann fái fyrsta stóra bar-
dagann sinn í hringnum. Sjálfur ef-
ast hann heldur ekki um eigið ágæti
og hefur mjög ákveðnar skoð-
anir á stöðu mála í þungavigt-
inni í dag.
Klitschko auðveldur
Þegar Peter var spurður að því
hveijir væm hans helstu kostir sem
hnefaleikara, stóð ekki á svömnum
frekar en venjulega. „Ég er einfald-
lega sá besti í augnablikinu.
Ég sé að það er enginn
betri en ég í þungavigt-
inni í dag. Eg veit þetta af
því að ég er sérstakur.
Það má vel vera að aðrir
boxarar séu að koma
upp
styrkleikalistum sambandanna. Það
væri auðvelt fyrir mig að taka þá alla
og þá helst Vitali Klitschko. Hann er
boxari sem hefur sýnt að hann þolir
ekki að vera undir pressu. Hann
myndi kannski standast pressu frá
mér í þrjár eða fjórar lotur, en aldrei
í heilan bardaga. Þá myndi hann
brotna saman, alveg eins og bróðir
hans gerði og það verð ég sem geri
þetta við hann,“ sagði Peter.
Framtíðin í þungavigtinni
Umboðsmaður hans tekur í sama
streng. „Það styttist í það að
Klitschko þurfi að mæta Samuel og
ég held að hann eigi ekki möguleika
lengur en í sjöttu eða sjöundu lotu.
Það er kraftaverk ef hann þolir
höggin frá Samuel fram í
áttundu lotu, en þá væri
hann líka búinn á því.
Það er þægilegt fyrir
Klitschko að
hanga þarna í efsta sætinu á styrk-
leikalistunum í augnablikinu og
honum er hollara að njóta þess á
meðan hann hefur færi á því. Hann
verður brátt gersigraður af Samuel
og það er bara tímaspursmál
hvenær það verður. Við höfum
næga þolinmæði og því lengri tími
sem líður fram
að þessum
bardaga, því
meiri pening-
ar verða fyrir
Samuel.
Hann er fram-
tíðin í þungavigt-
inni og fólkið
mun kreíjast þess
að Klitschko
mæti honum
áður en langt rnn
líður," sagði um-
boðsmaðurinn,
en Samuel Peter á
alltaf lokaorðið.
„Mér er alveg sama
hver verður næsti and-
stæðingur minn, ég mun
éta hann lifandi. Ég er sá
besti, bíðið bara og sjáið."
baldur@dv.is
um
þessar
mundir,
en ég ber
af þeim,“
sagði hann
og ekki eru
svörin síður
merkileg þeg-
ar hann var
spurður hverjir
væru hans
óskamótherj-
ar í framtíð-
inni. „Tví-
mælalaust
þeir sem
eru á topp
tíu á
**•*«.• ,
Nígeríska martröðln Samuel Peter segist
munu rota Vitali Klitschko aaðveW/ega^
„Menn segja að ég lík-
ist Tyson, en ég hafna
því. Ég er betri og titill-
inn verður minn.
Þungavigtin hefur verið í lægð
lengi og þarfnýja stjörnu. Ég er
þessi stjarna og ég er besti
þungavigtarhnefaleikari í sög-
unni."
Nordic Photos/Getty