Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Blaðsíða 25
DV Heilsan MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST2005 25 Grátið í fylgjunm Ófædd börn virðast gráta ímóðurkviði frá 28. viku. Þessu greindu vísinda- menn frá fyrir skömmu en þeir hafa uppgötvað eftirað hafa spiiað 90 desibila hljóðupptöku sem þeir tóku upp við maga ófrískrar konu með mæmu upptökutæki. Prófessorinn sem fór fyrir rannsókninni segir að mjög greinilegt hafi verið að þetta hljóð hafi verið barnsgrátur. Rannsóknirnar vekja upp margar spurningar um fóstureyð- ingar en í Bretiandi eru þær leyfðar á konum sem eru mun lengra gengnar með börn en hér á landi. Fjöldi annarra tilrauna hafa einnig sýnt fram á að börn á fósturstigi geta sýnt sársauka- merki og ótta. Annar prófessor sagði ' £Z Geispað og hlegið Rannóknir sýna að ófædd börn gráta og finna sárs- auka fyrr en áður hefur verið talið. \að þetta sanni lendanlega þær \kenningar að i nauðsynlegt sé að gefa ófædd- um einstakling- um deyfilyfáður en á þeim eru gerðar aðgerðir. Geng upp á fimmtu hæð „Aðalhreyfinguna fæ ég við að labba í íbúð- ina mína en ég á heima á fimmtu hæð í lyftulausu húsi og fer upp og niður nokkrum sinnum á dag,“segir Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður glaðlega en lafmóð enda að ganga upp stigann að Ibúðinni. „Svo dansa ég á klúbbunum, borða frekarhollan mat, hef aldrei reykt og fer stundum í laxveiði þar sem maður fær nóga hreyfingu og göngu." Fyrir meðaljón með nokkur aukakíló Sævar segir að það helsta sem hinum almenna borgara, sem lengi hefur verið á leiðinni í ræktina þó enn hafi hann ekki lagt af stað, standi til boða séu svokallaðir startpakkar. Þeir séu þannig útbúnir að hlúð sé að öll- um þáttum líkamsræktar þannig enginn hafi afsökun fyrir því að hætta þar sem hann viti ekki hvað hann eigi að gera. „Startpakkinn er þannig hugsaður að fóik fái einn mánuð í iíkamsrækt á stöðvunum okkar, tvo tíma hjá einkaþjáifara, sem getur þá kennt því á tækin og leiðbeint því með æfingar, auk þess sem það fær 12 bréf af nær- ingardrykkjum og Sportþrennu frá Lýsi," segir Sævar sem er full- viss að þetta sé það sem venjuleg meðalmanneskja, sem svo iðu- lega þarf að losa sig við 5-10 kíló, þarf á að halda til að koma sér af stað. „Þarna fær fólk vftamín, leiðsögn og tíma í tækjum. Því hefur enginn afsökun fyrir að hrista ekki af sér slenið á næst- unni. „Þegar fólk þarf að losa sig við mjög mikla þyngd er besta ráðið að setja sig í samband við líkamsræktar- stöð og biðja um aðstoð," segir Ágústa Johnson fram- kvæmdastjóri Hreyfingar. Hún telur að það hafi margoft sýnt sig að til að ná góðum árangri verði fólk að fá leiðsögn og stuðning. „Ég bendi samt á að nú rétt í þessu er að koma út bók sem heitir Lögmálin 9 um megrun en það er besta bók sem ég hef séð um þessi mál. Ástæðan fyrir því er sú að hún fjallar ekki bara um æfingar heldur er einnig mjög vel tekið á andlega þættinum sem mörg- um reynist svo erfiður. Það er mjög mikið mál að ætla að létta sig mikið og það er eitt að segjast vilja hætta að borða óhollan mat og annað að standa við það," segir Ágústa upprifin. Hún segir bókina hafa yflrskriftina Blekkinga- og blaðurslaus aðferð til að ná stjórn á líkamsþyngdinni til æviloka. Það sé alveg hárrétt, innihald hennar sé ails ekkert blaður eins og svo margar bækur af þessari tegund eru oft svo uppfullar af heldur sé fjallað um málin eins og þau eru í raun. „Við munum nota þessa bók í kennslu í aðhalds- námskeiðunum okkar í vetur þannig að fólk sem þarf að létta sig getur farið í gegnum hana með okkur lið fyrir lið. Það þarf hellings vinnu og átak í þetta verk- efni og tU þess að aUt gangi vel fyrir sig þarf fóUc oft á gríðarlega miklum stuðning vina, ættingja og annarra aðstandanda að halda. Fyrst og fremst þarf fólk þó að taka ákvörðun um að stíga þetta skref," segirÁgústa af sinni alkunnu röggsemi. Hún telur vert að benda enn einu sinni á að tU þess að ná varanlegum árangri dugi ekki að leita í skyndi- lausnir og reyna að standast freistingarnar einn og óstuddur. Fólk eigi að vera óhrætt við að leita sér upp- lýsinga og aðstoðar við verkefnið. „Þetta liggur ekki i neinu öðru en ákvörðununni um að vilja léttast, breyttum neysluvenjum og auk- inni hreyfingu." „Nú er engin afsökun tU fyrir að fara ekki í ræktina," segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri Iceland Spa & Fitness en undir þeim merkjum starfa líkamsræktar- stöðvamar Bað-, Betmnar-, Sport- og Þrekhúsið. Stöðvamar hafa í áraraðir aðstoðað fólk við að komast í betra form enda hefur mikUl metnaður verið lagður í að brydda upp á nýjungar sem lagaðar em að þörfum hvers og eins. Ekki lengur til afsokun fyrir iö krista ekki ef eér aukakílóin Daqdraumarog Alzheimer Sá hluti heUans sem við not- um í dagdrauma þegar við erum ung er sami hluti og við festumst í þegar við fáum Alzheimersjúk- dóminn. Þeir sem mest hafa rannsakað þetta telja jahivel að það séu tengls milli þess hvernig við notum þennan hluta heUsans og þess hvort við eigum á hættu að fá Alzheimer þegar við verðum eldri. Það er því líklegt að þeir sem em hvað mest skapandi og dreymandi eigi meiri hættu á að fá sjúkdóminn illvíga þegar þeir taka að eldast. Mánudagsmæða og sjálfsmorð Fleiri fremja sjálfsmorð á mánudegi en nokkmm öðrum vikudegi. Þetta kemur fram í töl- fræði úr rannsóknum sem gerðar vom yfir 10 ára tímabil í Bret- landi. Talsmenn rannóknanna telja aðalástæðuna fyrir þessari háu tíðni vera svokallaða mánu- dagsmæðu sem margir finna fyrir þegar ný vinnuvika tekur við eftir helgarfríið. Það sem einkum styð- ur þessa kenningu er að mun færri taka líf sitt fyrir hátíðisdaga en á öðmm dögum. Þetta jafnast þó fljótlega út aftur þar sem mun fleiri sjálfsvíg em framin eftir að þeim lýkur en venjulega. Lang- fæst sjálfmorðstUfeUi em skráð á sunnudögum. Læknir kærður fyrir að benda sjúklingi á leiðir til að léttast Særandi læknisráð kærð Kona nokkur í Bandaríkjunum hefur kært lækni sinn fyrir móðg- andi og særandi ummæli, eftir því sem fram kemur í Chicago Tribune. TUdrög málsins em þau að læknir- inn lagði tU að hún reyndi að létta sig þar sem offita væri lUdeg tU að skaða heUsu hennar og ástalíf. Hann segist svo hafa bent henni á að hitta fleira fólk sem væri í sömu spomm og hún og reyna að vinna úr vandamálum sínum. Því annars væri lfklegt að þau myndu ganga af henni dauðri. Þegar læknirinn komst að þvf að konan hafði móðg- ast skrifaði hann henni samstundis afsökunarbréf. Þessu ætlar sjúk- lingurinn þó ekki að una og hefur málið verið tekið tU opinberrar rannsóknar. Læknirinn neitar því að hafa gert mistök í starfi og vUl Særandi og niður- lægjandi Læknirinn benti konu á að hún þyrfti að grenna sig þarsem offitan skað- aði heilsu hennarog ástarllf. ekki hlýta tilmælum um að hann leiti sér endurmenntunar. Annar sjúklingur sama læknis hefur þó komið honum til vamar og sagst einnig hafa reiðst lækninum gríðar- lega. Ástæða reið- innar hafi þó ein faldlega verið sú að hann sagði henni sannleikann. Ekki megi skjóta sendiboða válegra tíðinda heldur eigi að taka á vandanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.