Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2005, Blaðsíða 17
DV Sport
Ásthildur Helgadóttir Fyrirliði íslenska liðsins, Ásthildur Helgadóttir, átti frábæran leik en hún þekkir vel til ieikmanna sænska liðsins þar sem
hún leikur með Malmö FF íSvíþjóð. Ásthildur bætti við bæði landsliðsmet sín ígær, lék sinn 60. landsleik og skoraði sitt 20. landsliðsmark. Hér
fagnar hún með Islensku stelpunum Iheimasigrinum gegn Hvit-Rússum á dögunum. DV-mynd E.ÓI.
íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna sýndi hvers það er
megnugt þegar það gerði 2-2 jafntefli við Svíþjóð, sem er eitt
allra besta landslið í heiminum í knattspyrnu kvenna. ísland
á nú ágæta möguleika á því að komast í úrslitakeppni HM.
Stórkostleg urslit
íslenska liðslns
Það má með sanni segja að íslenska landsliðið í knattspyrnu
kvenna hafi verið íslensku þjóðinni til sóma á Nobelstadion í
Svíþjóð í gær þegar það gerði 2-2 jafntefli gegn einu sterkasta
landsliði í knattspyrnu kvenna í heiminum. Islenska liðið var síst
lakari aðilinn í leiknum og hefði með smá heppni getað unnið
leikinn.
Hanna Ljungberg kom sænska
liðinu yfir á 34. mínútu með ágætu
marki en fyrirliði íslenska liðsins,
Ásthildur Helgadóttir jafnaði fyrir
ísland á 49. mínútu með ágætum
skalla. Lotta Schelin kom sænska
liðinu síðan aftur yfir á 73. mínútu
en hin magnaða Margrét Lára Við-
arsdóttir jafiiaði leikinn tveimur
mínútum síðar, og þar við sat. Frá-
bært 2-2 jafntefli hjá íslenska liðinu
því staðreynd.
Það hefði verið ósanngjarnt að
gera kröfu um það fyrir leikinn að ís-
land myndi ná jafntefli í leiknum
gegn Svíþjóð, þar sem sænska liðið
hefur verið eitt það sterkasta í heimi
um árabil. í liðinu leika margar af
fremstu knattspyrnukonum Evrópu
og því var ljóst fyrir leikinn að allt
þurfti að ganga upp hjá íslandi til
þess að koma í veg fyrir tap. En ís-
lenska liðið sýndi í þessum leik að
það er til alls líklegt í undankeppni
heimsmeistaramótsins. Jafntefli
gegn sænska landsliðinu á heima-
velli eru frábær úrslit sem sýnir vel
hversu sterkt íslenska liðið er orðið.
Mögnuð úrslit íslands
Jörundur Áki Sveinsson var að
vonum ánægður með úrslitin eftir
leikinn. „Ég held að ég geti fullyrt að
þetta er með glæsilegri úrslitum sem
íslenskt landslið í knattspyrnu
kvenna hefur náð. Svíþjóð er með
eitt allra besta lið í heiminum og
hefur spilað til úrslita á stórmótum á
undanfömum ámm. Leikmenn ís-
lenska liðisins eiga hrós skilið fyrir
dugnað og samheldni."
Jömndur sagði ekki hægt hrósa
einum leikmanni meira en öðrum.
„Þetta var frábær frammistaða hjá
öllum leikmönnum íslenska
liðsins. Ásthildur Helgadóttir
sýndi og sannaði hversu frá-
bær leikmaður hún er. Hún
er leiðtogi sem fær aðra
leikmenn til þess að spila
betur og berst eins og ljón
til enda. Hún er einfaldlega
magnaður knattspyrnumað-
Að komast niður á
jörðina
Fyrirliði íslenska liðsins, Ást-
hildur Helgadóttir, var besti leik
maður fslenska liðsins ásamt
systur sinni, Þóm Helgadóttur
markverði. Ásthildur segir
rennan leik sýna hversu mik-
ið býr í íslenska liðinu. „Þessi úrslit
sýna hvar við erum staddar núna.
Við emm að ná góðum úrslitum
gegn bestu landsliðum í heiminum
og það er ljóst að það er mikill hæfi-
leiki í fslenska liðinu. Núna þurfum
við bara að taka höndum saman og
halda áfram á þessum nótum í
næstu leikjum í undankeppninni.
Við þurfum að komast sem fyrsta
niður á jörðina fýrir næstu leiki í
undankeppninni og eigum alveg að
verið í toppbaráttunni í riðlinum."
magnush@dv.is
Jörundur Áki Sveinsson Þjálfariís-
lenska liðsins segir íslenska liðið hafa
burði til þess að komast I fremstu röð.
SKJALASKÁPAR
SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR
-crtycdltá/
Vl AA /i k AAA /
ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF
Sundaborg 3 • sími 568 4800
www.olafurgislason.is
Postkassar,
©engín málningavinna
hvorki fúi né ryð
frábær hita og hljóðeinangrun
fallegt útlit
margir opnunarmöguleikar
örugg vind og vatnsþétting
GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR
ÞÚ VILT FALLEGA VIÐHALDSFRÍA GLUGGA
PGV í Hafnarfirði
framleiðir hágæða
viðhaidsfn'a PVC-u glugga
á sambærílegu verðl og glugga
sem þarfnast stöðugs viðhalds
PLASTGLUGGAVERKSMIÐJAN
plastgluggaverksmiðjan ehf. i bæjarhrauni 6 i 220 hafnafjörður i sími: 564 6080 i fax: 564 6081 i www.pgv.is
rynta