Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Blaðsíða 24
-1
24 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005
Sálin J3V
m
Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru
sérfræðingar DV í málefnum sálarinnar. Þú getur sent
þeim bréfá kaerisaii@dv.is
Ég trúi á allt!
„Ég trúi á allt uns það er afsannað.
Þess vegna trúi ég á álfa og dreka. Það
er allt til, þó svo það sé bara íhugan-
um. Hver getur sagt að draumar og
martraðir séu ekki eins raunverulegir
ognúið?"
John Lennon
Það breytist
ýmislegt á einni öld
1. Um aldamótin 1900 vaz
meðalaldur Bandaríkjamanna
47 ár.
2. Baðkör var
að finna á 14%
heimila og
símar voru á
8% heimila.
3. Hæsta
byggingin í
heimi var Eif-
fel-turninn.
4. 95% allra
fæðinga í
Bandarikjunum áttu sér stað í
heimahúsi.
5. Flestar konur þvoðu á sér
hárið mánaðarlega og
eggjarauða var vinsæl hár-
sápa.
6. Algengustu dauðaorsakir í
Bandaríkjunum voru lungna-
bólga og flensa.
Hrein og falleg rúmföt Gera það að
verkum aö rúmið er girnilegra.
Eins og allir vita er svefninn okkur
afar nauðsynlegur.Æ algengara er
að fólk eigi við svefntruflanir að
strlða og eru þær af ýmsum toga.
Hér eru nokkur ráð sem mætti prófa:
1. Farðu alltaf á fætur á svipuöum
tlma og einnig í háttinn á kvöldin.
2. Ekki leggja þig á daginn.
3. Ef þú ert andvaka, farðu þá á fæt-
ur og gerðu eitthvað eins og að lesa,
farðu aftur (rúmið þegar syfjan segir
til s(n.
4. Hreyfðu þig daglega, það leiðir til
dýpri svefns.
5. Ekki drekka kaffi nema (hófi og
aldrei eftir kvöldmat.
6. Ekki taka vandamálin með þér (
rúmið. Reyndu frekar að hreinsa
hugann eða hugsa um eitthvað fal-
legt.
7. Flóuð mjólk fyrir svefninn hjálpar
mörgum.
8. Heitt bað fýrir svefn getur gert
kraftaverk.
9. Hafðu hitastigið (herberginu
hæfilega svalt.
10. Sofðu við opinn glugga.
11. Passaðu uppá að rúmið þitt sé
þægilegt.
12. Reyndu að forðast að komast (
uppnám rétt fyrir svefninn.
13. Skiptu reglulega um rúmföt og
hafðu þau falleg og þægileg svo
rúmið sé girnilegt.
14. Hafðu það (huga að t(ð áfengis-
neysla ýtir undir kvlða og svefnrask-
anir.
15. Prófaðu að grípa (góða bók (
rúminu (stað þess að p(na þig til að
sofna.
16. Bókalestur (rúminu getur reynd-
ar verið tvfeggjað sverð þv( stund-
um getur fólk ekki lagt frá sér bók-
ina.
17. Ekki borða mikið rétt fýrir svefn,
það getur leitt af sér óþægindi (
svefni.
18. Ef svefnherbergið er óaðlaðandi,
skltugt eða allt (drasli þá getur verið
óspennandi að fara að sofa.
SællBjörn
Mig langaði
að heyra aðeins um tengsl
þunglyndislyfja við sjálfsvíg.
Er það eitthvað til að hafa
áhyggjur af?
Sæl vertu!
Rannsóknir hafa
verið gerðar undan-
farin misseri sem
gefa til kynna
aukna hættu á
sjálfsvígum og
sj álfsvígstilraunum
hjá þeim sem nota ákveðin þung-
lyndislyf (serótónin-lyf). Nokkrar
rannsóknir hafa komið fram sem
styðja þessar niðurstöður hjá ung-
lingum en sömu tengsl virðast ekki
vera hjá fullorðnum. Ein nýleg
rannsókn frá Noregi sýnir þó meiri
hættu á sjálfsvígum og sjálfsvígstil-
raunum meðal fullorðinna sem
hafa þegið meðferð með ákveðnu
lyfi við þunglyndi.
Hætta á sjálfsvígum mest í
byrjun lyfjatöku
Ekki ætla ég mér að fullyrða
hvað það er sem veldur þessari
auknu hættu, en það eru ákveðnir
þættir sem vert er að hafa í huga.
Þrátt fyrir að rannsóknirnar séu
frekar nýlegar þá hefur það lengi
verið mat ýmissa fagaðila að það sé
meiri hætta á sjálfsvígum þegar
lyfin eru að byrja að virka. Ákveðin
rök fyrir því hafa verið að oft hefur
alvarlega þunglynt fólk ekki orku til
að skaða sig. Þegar fer að bera á
virkni lyfsins, eykst hins vegar
„þorið" eða orkan til að skaða sig á
meðan fólkinu er ekki enn farið að
líða nægjanlega vel til að vera
komið úr sjálfsvígshættu. Annað
atriði sem mér finnst mikilvægt að
komi fram í umræðunni er að það
geta verið margar ástæður eða or-
sakir fyrir því að fólk þrói með sér
þunglyndi. Þessar ástæður geta
verið t.d. samskipti, minningar,
ástarmál, neysla og einelti svo ein-
hverjar séu nefndar. Þunglyndi á
sér í þessum tilfellum rætur í
atburðum, aðstæðum og upplifun-
um sem fólk á erfitt með að lifa
með og vinna úr. Mín reynsla segir
mér að það sé mjög mikilvægt að
fólk fái stuðning, ráðgjöf og/eða
meðferð til að vinna úr þessum at-
riðum og ekki eingöngu lyf. Auð-
vitað geta verið skiptar skoðanir á
þessu og sérstaklega í ljósi þess að
rannsóknir sem bera saman lyfja-
meðferð og sálfræðilega meðferð
gefa nokkuð svipaðar niðurstöður.
Hins vegar vitum við það að með-
ferð sem tvinnar saman lyfjameð-
ferð og t.d hugræna meðferð við
þunglyndi skilar betri árangri til
lengri tíma litið heldur en ein-
göngu lyfjameðferðin.
Áföll oft erfiðari fyrir börn og
unglinga
Ef við skoðum svo böm og ung-
linga sérstaklega og reynum að átta
okkur á þáttum sem geta haft áhrif
að þau séu í meiri hættu á að skaða
sig eftir lyfjameðferð þá em um-
hverfisþættir mjög mikilvægir að
mínu mati. Börn og unglingar hafa
eðlilega minni reynslu af lífinu
heldur en við fullorðna fólkið og
þar af leiðandi færri verkfæri til að
takast á við áföll og erfiðleika. Erfið-
leikar og ástarsorgir virka, þar af
leiðandi, oft sem óyfirstíganlegt
ástand fyrir unglinginn og em
honum því erfiðari tilfinningalega.
Böm og unglingar f meðferð þurfa
nefnilega miklu meiri aðstoð við að
skilja tilfinningar sínar, leiðbein-
ingu með hvernig hægt sé að vinna
sig úr vanlíðan og aðstoð við að átta
sig á því að það kemur betri líðan á
eftir vanlíðan. Þar af leiðandi held
ég að við ættum að hafa það að
leiðarljósi þegar við emm að ráð-
leggja fólki að taka lyf (sérstaklega
börnum og unglingum) að reyna að
bjóða líka upp á aðstoð í formi sam-
tals við einstaklinga eða fagaðila
samhliða lyfameðferðinni. Ég held
því miður að alltof margir einstak-
lingar sem gætu nýtt sér samtals-
meðferð fái eingöngu lyfjameðferð
án nokkurs annars stuðnings. Ég
held að við öll; almenningur, lækn-
ar og þeir sem móta áherslur í heil-
brigðiskerfinu mættum hafa þetta í
huga, auknir möguleikar á samtals-
meðferð geta dregið úr lyfjanotkun,
leitt til sparnaðar þegar til lengri
tíma er litið og skilað heilbrigð-
araog ánægðara fólki út í lífið.
Gangiþérvell
Bjöm Harðarson
sálfræöingur
15 skrytnar fóbíur
1. Melophobia
Hræösla við, eða haturá tónlist.
2. Alliumphobia
Hræðsla við hvítlauk.
3. Bufonophobia
Hræösla viö froska.
4. Coprastasophobia
Hræðsia viðharðlíG.
5. Anglophobia
Hræðsia við England, enska menn-
ingu ogþarfram eftirgötunum.
6. Chaetophobia
Hræðsla við hár.
Hvítlaukur Sumir
eru hræddir við hann.
Skuggaleg Þessi
kona myndi svo sann
ariega hræða þá sem
eru með fóbíur fyrir
7. Epistaxiophobia
Hræðsla við blóðnasir.
8. Hobophobia
Hræösla við róna ogbetlara.
9. Genuphobia
Hræðsla við hné.
10. Melanophobia
Hræðsla við svartan iit.
11. Ambulophobia
Hræðsla við að ganga.
12. Ommetaphobia
Hræðsla við augu.
13. Oneirophobia
Hræðsla við drauma.
14. Scolionophobia
Hræðsla við skóla.
15. Phobophobia
Hræðsla við fóbíur.