Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 7 7 Guðmundur Kjærnested jarðsunginn Guðmundur Kjæme- sted, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var jarðsunginn í gær frá Hall- grímskirkju. Gamlir sam- starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vél- stjórar og loftskeytamenn báru kistu hans út úr kirkj- unni. Sjö starfsmenn Land- helgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina. Guðmundur varð þjóðhetja vegna vaskrar framgöngu sinnar í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára. Veiðiþjófar eða dyravinir Lögreglan á Höfn í Hornafirði rannsakar nú meintar ólöglegar hrein- dýraveiðar á Fiatey á Mýr- um síðastliðinn laugardag. Tveir veiðimenn em sakaðir um að hafa skotið einn tarf og tvo kálfa. Þeir halda því hins vegar fram að dýrin hafi verið helsærð fýrir og því hafi þeir talið það skyldu sfna að lóga þeim. Að sögn lögreglunnar á Höfn stendur yfir rannsókn á málinu og er beðið eftir skýrslu frá dýralækni. Þá fýrst kemur í ljós hvort mennimir tveir séu veiði- þjófar eða dýravinir. Innbrot á Selfossi og í Hvera- gerði Brotist var inn í íbúðar- hús á Selfossi og í Hvera- gerði í gærdag og höfðu innbrotsþjófarnir á brott með sér sicartgripi, mynda- vélar og tölvutæki. Lög- reglan á Selfossi segir að ummerki á báðum stöðum bendi til að sömu menn hafi verið að verki og að þeir hafi valið hús sem væm umlukin miklum gróðri og ekki sýnileg frá götu. Þá var brotist inn í íbúðarhús í Hveragerði í nótt og þaðan stolið far- tölvu. Lögregla á svæðinu biður fólk um að hafa aug- un hjá sér og tilkynna grunsamlegar mannaferðir til lögreglu. Bíræfnir innbrotsþjófar tóku traktorsgröfu traustataki i gærmorgun og keyrðu henni inn í tölvuverslun í Kópavogi. Þjófarnir mættu ungum manni rétt áður en þeir létu til skarar skriða og buðu honum góðan dag. Buðu góðun daninn og bökkuðu gröíu i búð f gærmorgun var framið innbrot í eina víggirtustu tölvuverslun í landinu. Þjófarnir notuðu traktorsgröfu til að brjóta sér leið inn í verslunina og stálu þaðan þremur fartölvum. Þetta er þriðja innbrotið í verslunina á tveimur árum auk þess sem innbrotstil- raun var gerð í síðustu viku. Ungur maður mætti þjófunum stuttu áður en þeir létu til skarar skriða. „Ég var á leið tii vfrmu eldsnemma í morgun og geng þá fram á traktors- gröfu nálægt tölvuversluninni. Þá kemur maður milli þrítugs og fertugs, bíður mér góðan dag og fer svo upp í gröfuna. Ég pældi svo ekkert meira í því og hélt áfram til mirrnar vinnu, segrr ungur mað- ur sem varð á vegi innbrots- þjófa í tölvu- verslunina Start, snemma í gær- morgun. „Svo þegar ég kem í vinnuna heyri ég fólk taia um að þjófar hafi brotið sér leið með Vigfús Svein- björnsson, eigandi Start Þriðja innbrotið á tveimur árum. „Þetta segir ýmislegt um hvertþetta þjóð- félag er að stefna ef ítrustu þjófavarnir duga ekki til." gröfu inn í tölvuverslunina og stolið þaðan þremur fartölvum," segir ungi maðurinn. Miklar þjófavarnir duqðu ekki til „Þeir bökkuðu sér leið inn í versl- unina, brutu niður framhliðina og notuðu stórar klippur til að klippa sundur rafmagnssnúrur sem tengdar eru við tölvumar," segir Vigfús Svein- bjömsson, eigandi tölvuverslunar- innar Start. „Við emm líklega best víg- girta tölvuverslunin með sérsmíðaða stálrimla fyrir öllum gluggum og sumir hafa talað um að þjófavamir hjá okkur séu helst til of ýktar," segir Vigfús og bætir við að víggirðingin hafi greinilega ekki dugað til en auk þess er verslunin með vöktun sem hafi heldur ekki skilað sér. „Þeir bökkuðu sér leið inn í verslunina og brutu niður framhlið- .• _ // ma. Þriðja innbrotið á tveimur árum Vigfús segir þetta þriðja innbrotið í tveggja ára sögu verslunarinnar en auk þess hafi ein misheppnuð inn- brotstilraun verið gerð í síðustu viku. „Þetta segir ýmislegt um hvert þetta þjóðfélag er að stefria ef ýtrustu þjófa- Innbrot Svona varumhorfs eftir gröfuna. vamir duga ekki til,“ segir Vigfús sem átti alls ekki von á innbroti. „Við höf- um leyft okkur að vera með flottar sýningarvélar í gluggunum en það gerir þjófana kannski æstari í að kom- ast inn“, segir Vigfús og veltir upp þeirri spumingu hvort verslunin sé betur sett í Kringlunni eftir það sem á undan hefur gengið. svavar@dv.is öflug græja Þjófarnir nældu sér í svona gröfu og dúndruðu á stálrimlana. Snarfari sakar björgunarsveitir um seinvirkar aðgerðir Voru of seinir á staðinn Félagsmenn í smábátafélaginu Snarfara saka lögreglu og björgunar- sveitir um seinvirkar björgunarað- gerðir. Stjómarmaður í félaginu, Öm Ottesen, segir að ekki hafi verið beðið um aðstoð félagsins eftir að ljóst varð að áhöfn Hörpu væri í vanda. Lögregla hefði getað verið komin hálftíma fyrr á vettvang. „Við erum með mann á vakt niðri við höfn allar nætur. Hann gat verið til reiðu með bát sem hefði getað verið kominn í viðbragðsstöðu þegar lögreglan kom niður á höfri. Það hefði sparað um hálftíma," segir Öm. Maðurinn sem var á vakt fyrir Snarfara þessa nótt heitir Hákon Gissurarson. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar DV leitaði eftir því. öm segir félagið ætla að halda fund og ræða málin. Þeir hafi þegar flautað af afmælisveislu sem átti að vera um helgina og breytt í minning- arathöfn. Örn segist jafnframt kann- ast við þær sögur að hringt hafi verið oft en einu sinni úr bátnum á hjálp. „Þetta er auðvitað háalvarlegt mál," segir hann. Gagnrýnisraddir innan Snarfara em háværar enda er Jónas Garðars- son meðlimur í Snarfara. DV hafði fyrir slysið fjallað ítar- lega um mál Snarfara; meðal annars að ekki sé greiddur tollur af mörgum skemmtibátanna, þeir skráðir er- lendis og uppfylli sumir ekki örygg- isskilyrði. simon@dv.is Móðirin hringdi á hjálp Fyrstu fr éttir af sjóslysinu við Viðey gáfu til kynna að ungur drengur um borð í skemmtibátn- um Hörpu hefði hringt á hjálp eftir að báturinn strandaði. Lög- fræðingurinn FriðrikÁ. Her- mannsson hefur enn ekki fundist eftir slysið en sambýliskona hans Matthildur Harðardóttir fannst látin. Jónas Garðarsson, formað- ur Sjómannafélags Reykjavfkur og eiginkona hans liggja bæði á spítala. Samkvæmt heimildum DV var það eiginkona Jónasar sem hringdi á hjálp úr síma stráksins. Aðeins var hringt eitt símtal og fóm björgunaraðgerðir umsvifalaust í gang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.