Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 3 Ekkert gæludýr „Nei, ég á ekkert gæludýr." Kristján Kristjánsson verslunarstjóri. „Nei, \ frekar vil ég hund." Tamara La- terashvili veitinga- kona. y Vegna umfjöllunar um slæma meðferð á köttum vildi DV vita hvort kattaeign væri almenn meðal fólksins á götunni. „Nei, ég þoli ekki ketti." Hafdís Ingvars- dóttir kennari. 0TGísli^ W . M?rteinn mætti <,Jr* rssuri 1 síðustu vikukomþað átakan ekkAilh,?5 að-hann e3 1 sla3im Hann virkaði ein- \ hvernveginn núm- \ erioflítillí \ djobbið.“ \ Það var tímanna tákn að Gísli Marteinn Baldursson og Stefán Jón Hafstein skyldu koma og kveðast á um pólitík í sjónvarpinu um daginn: tvær af skærustu stjörn- um ljósvakans komnar á bólakaf í pólitík. Sjónvarps- stöðvarnar eru uppeldisstöðvar ráðamanna framtíðar- innar. Nú þurfa menn fyrst og fremst að kunna að brosa. f ailt sumar stóð yflr vel hönnuð áróðursherferð sem átti að sannfæra okkur Reykvíkinga um að Gísli Mart- einn sé hinn ákjósanlegi borgarstjóri. Rökin? Það vantar bros í Reykjavík, hljómaði ein fyrirsögnin. Gísli Marteinn er sérlega viðkunnanlegur ungur maður. Með faliegt bros og hlýlega framkomu. Hann hefur að vísu sagt í viðtali (á Stöð 2) að hann hafi engin málefni - nú snúist þetta um persónur. Gísh Marteinn á allt gott skilið en hann mun aldrei leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík til valda. Til þess er hann helsti reynslulítiU á vettvangi borg- armála og aUtof hægrisinnaður, bænheitur frjáls- hyggjumaður og uppeldissonur hins ágæta dr. Hannesar H. Gissurarsonar. Samanburður fylgismanna Gísla Marteins við Davíð Oddsson er út i hött. Jú, Davíð varð borgar stjóri 34 ára, en þá hafði hann verið borgarfuUtrúi í heil 8 ár, bæði í meirihiluta og minniMuta. Gísli Marteinn hefur verið varaborgarfulltrúi í 3 ár, og hafði sáralítið tU hans sést á þeim vett vangi fyrr en á forsíðum glanspressunnar í sumar. Ég kaus Davíð Oddsson í hinu sögu- lega prófkjöri 1981, þegar hann lagði Al- bert heitinn Guðmundsson (og Markús örn!) og tryggði sér leiðtogasætið. Síst langar mig að vera meinyrtur í garð Gísla Marteins, en ósjálfrátt koma upp í hugann hin fleygu orð sem kempan Lloyd Bentsen notaði á hinn seinheppna Dan Quayle, sem hafði vogað sér að líkja sjálfum sér við John F. Kennedy: Senator, þú ert enginn Jack Kennedy. Nei, Gísli Marteinn er enginn Davíð. Ekki enn þá. Kannski einhvern tímann: þegar hann hefur puð- að í pólitfldnni í nokkur ár, komið sér upp mál- efnum og stefnu, sett sig inn í málaflokkana, öðlast innsýn í það flókna gangvirki sem Reykjavíkurborg óneitanlega er. Þegar Gísli Marteinn mætti dr. Össuri í síðustu viku kom það átakanlega í ljós að hann er ekki tilbúinn í slaginn. Hann virk- aði einhvem veginn númeri of lítill í djobbið. En kannski seinna. a.lla.r i Hrafn Jökulsson Spunapólitík dagsim Fljótlega kom í ljós til hvers ref- arnir voru skorn- ir. Það verður æ algeng- ara að sjáist merki um spuna í íslenskri pólitík, það er að segja hannaða atburðarás sem leiðir til fyrirframgefinnar niðurstöðu, en þvi samt haldið fram að atburð- irnir séu innbyrðis ótengdir og að niðurstaðan sé alger tilviljun. Til þessa ráðs er gripið af þeim aug- ljóslegu ástæðum að menn vilja ekki segja berum orðum hvað til stendur og telja nauðsynlegt að villa um fyrir almenn- ingi. Ráðning ótvarps- stjóra fyrr í sumar fell- ur að minu mati undir spuna. Birt var auglýsing um starfið, sem var satt að segja furðuleg, einkum vegna skorts á kröfum um menntun í starfið. Það vakti grunsemdir um að lýsingin væri sniðin utan um fyrirframákveðinn umsækj- anda. Meðal umsækj- enda voru vel mennt- aðir og reyndir nenn. Þa má nefna Sig- rúnu Stefánsdóttur, Tryggva Gíslason, Birgi Guðmundsson og Elínu Hirst. Gengið var framhjá þeim og skýringar eru afar fá- tæklegar. Það er óút- skýrt hvers vegna Páll Magnús- son var val- inn umfram aðra. Annað dæmi um spuna er yfirlýsing Áma Þórs Sigurðssonar, borgarfull- trúa þess efnis að hann sæktist ekki eftir 1. sæti á lista Vinstri grænna fyrir næstu borgarstjórn- arkosningar heldur öðru sæti. Svandís Svavars- dóttir, sem áður hafði lýst því yfir að hún ætlaði ekki að fara i framboð, sneri við blaðinu og ákvað að sækjast eftir efsta sætinu. Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi ákvað í framhaldinu að gefa ekki kost á sér. Leikflétt- an gekk upp. Síðasta dæmið um spuna er brottför Davíðs Oddsson- ar úr landsmálunum. Birgir ísleifur, seðla- bankastjóri, sem um nokkurn tíma hefur getað hætt og farið á eftirlaun, kemst að þeirri niðurstöðu af algerri tilviljun að nú sé heppilegur timi til þess að hætta og kaupið er hækkað af annarri tilviljun og af algerri tilviljun er það allra mál að Geir Haarde verði næsti for- maður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín næsti varafor- maður. Og örugglega var það einskær tilviljun að Davíð tilkynnti ákvörðun sína daginn eftir að for- sætisráðherra hafði kynnt tillögur ríkisstjórn- arinnar um ráðstöfun Símapening- anna. HALLÓ REYKJAVÍK! FOREX hefur opnað útibú á íslandi! Við erum stærsta fyrirtækið í almennum gjaldeyrisviðskiptum á Norðurlöndum, með 72 vel staðsett útibú í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi. Við höfum stundað gjaldeyrisviðskipti í yfir 40 ár - við kunnum á gjaldeyrinn! • 70 gjaldeyristegundir á lager • Samkeppnishæft gengi og góður opnunartími • Það kostar ekkert aukalega að kaupa af okkur erlendan gjaldeyri og ef þú geymir FOREX-kvittunina þína geturðu skipt aftur til baka ókeypis • Sendu peninga um víða veröld á aðeins 10 mínútum! Við sjáum um peningasendingar með MoneyGram og FOREX Transfer Verið hjartanlega velkomin til FOREX í Bankastræti 2, Reykjavík Opnunartímar: mán-fös 10-18, lau 10-16 og sun 10-14 Þú getur líka hringt í okkur í síma 551 7755 og lagt inn pöntun og við höfum gjaldeyrinn tilbúinn fyrir þig þegar þér hentar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.