Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Lífsótti slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunn- ar, TF-Líf, var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld til að sækja sextuga konu sem fallið hafði niður stiga á sveitabæ á Mýrum. Læknir í Borgamesi hafði samband við stjómstöð Landhelgis- gæslunnar og eftir að hafa fengið upplýsingar um h'ðan konunnar taldi læknir í áhöfn þyrlunnar Lffar nauð- synlegt að sækja hana. Kon- an hafði hlotið höfuðáverka og var meðvitundarh'úl. Sjúkrabíll ók konunni á móti þyrlunni en hún var komin á Landspítala - háskólasjúkra- hús klukkan m'u. Færriafbrotí Firðinum Innbrotum, þjófttuð- um og eignaspjöllum hef- ur fækkað umtalsvert í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði frá árinu 2002 þrátt fýrir að íbúafjöldi í umdæminu hafi aukist um hátt í tvö þúsund manns. í byrjun árs 2003 setti lögreglan sér steihu og markmið í þessum málaflokkum auk þess sem samstarf á milU bamavemdaryfirvalda í umdæminu varð meira og markvissara. Líkamsárás- um fækkaði einnig um- talsvert á fyrstu níu mán- uðum ársins miðað við sama tíma og í fyrra, eða Úr66niðurí41. Kaust þú um sameiningu sveitarfélaga? Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum. „Já, ég tók þátt. Var samt mjög tvístígandi yfir þessu. Er sam- einingarsinni en fannstþetta mjög óljóst fyrir sveitarfélögin hér fyrir sunnan. Sérstaklega minni sveitarfélögin. Fólk vill hafa beinni áhrifá gang mála í sinni heimabyggö. Sums staðarhefur sameiningin líka gengiö illa. Eins og I Höfnum þarsem er ekki drekkandi vatn, engin tölvutenging og atvinna í lágmarki." Hann segir / Hún segir „Jú, ég kaus utan kjörstaðar þvl ég var i Dyflinni um helg- ina. Vissi það samt fyrirfram hvernig myndi fara. Það var alltoflítil kynning í stóru sveit- arfélögunum.Alltmiöað við smábæina. Svo var umræðan á þann veg aö stóru sveitarfé- lögin myndu gina yfir öllu og gleypa allt. Svo fannst mörg- um að Akureyri ætti að taka yfír skuldir annarra minni sveitarfélaga. Lára Stefánsdóttir, Samfylkingunni á Akureyri. Klúður lögreglu er ástæða þess að ofbeldismaðurinn og fanginn Rúnar Þór Gunnarson gengur enn laus, mánuði eftir að hann strauk úr afplánun á Vernd. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að handtökubeiðni sem send var til lögreglunar fyrir mánuði síðan hafi týnst. Þess vegna hafi hans ekki verið leitað. Fyrrverandi sambýliskona strokufangans segir hann hafa gengið í skrokk á sér fyrir nokkrum dögum og að Rúnar gangi um bæinn og lúskri á fólki. Hans er nú loks leitað. Leituðu ekki aö stór- hættulegum strokufanga i heilan manuö •i) ■ fl ? m m Afangaheimilið Vernd Lausagæsluúrræði fyrir fanga sem eru að Ijúka afplánun. Rúnar lét sig hverfa þegarhann átti að fara i þvagprufu. - STRAUK ÚR LAUSAGÆSLU 9. SEPTEMBER - LÖGREGLA TÝNDIHANDTÖKUBEIÐNI - RÚNAR ER ÞEKKTUR OFBELDISMAÐUR „Þetta er klúður hjá lögreglunni," segir Erlendur Baldurs- son, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, en hand- tökubeiðni sem stofnunin sendi lögreglunni í Reykjavík fyr- ir mánuði síðan vegna strokufangans Rúnars Þórs Gunnars- sonar týndist. Rúnar Þór gengur enn laus en hann strauk úr afplánun fyrir meira en mánuði síðan. Rúnar Þór strauk úr afplánun föstudaginn 9. september af áfangaheimilinu Vernd, sem er lausagæsluúrræði fyrir fanga sem eru að ljúka afplánun. Mánudag- inn 12. september fór Fangelsis- málastofnun fram að það við lög- regluna í Reykjavík að Rúnar Þór yrði handtekinn. Mistök ollu því hins vegar að handtökubeiðnin týndist og komst því aldrei í réttar hendur hjá lögregiunni. Rúnar Þór Gunnarsson, sem er marg- dæmdur ofbeldismaður, gengur því enn frjáls um götur Reykjavík- ur. Lögreglan ekkert að leita I gær hafði DV samband við Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón vegna máls Rúnars Þórs. Hann var spurður hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar til að hafa uppi á strokufanganum. Geir Jón sagðist kannast við málið en aðeins vegna frétta DV af því. Hann sagði málið alfarið í höndum Fangelsis- málastofnunar og ekki á borði lögreglunnar því það sé Fangelsis- málastofnunar að lýsa eftir mönnum og óska eftir handtöku- beiðnum. Það hefði ekki verið gert og því væri lögreglan ekki að leita að Rúnari Þór. Klúður lögreglunnar „Þetta eru tíðindi,1' sagði Er- lendur Baldursson, afbrotafræð- ingur og yfirmaður hjá Fangelsis- málastofnun í gær þegar þessi svör Geirs Jóns voru borin undir hann. Að hans sögn hefur ekki ein heldur tvær beiðnir verið sendar iögreglunni. Sú fyrri um leið og Rúnar Þór mætti ekki í hús og sú seinni þann 6. október þegar DV hafði flutt fréttir af því að ekkert væri að gerast í málum Rúnars. Þar á bæ furða menn sig á því hvers vegna lögreglan sé ekki enn búin að handtaka strokufangann, mánuði eftir að hann lét sig hverfa af Vernd. „Þetta er bara eitthvert klúður hjá lögreglunni. Tómt rugl," sagði Erlendur Baldursson. Handtökubeiðnin týndist Geir Jón Þórisson staðfesti síð- ar um daginn fullyrðingar fang- elsismáiastofnunar um að tvær handtökubeiðnir hefðu borist lögreglunni. Hann gaf þá þær skýringar að mistök hefðu valdið því að sú fyrri hefði ekki komið inn borð til lögreglunar. Faxið sem barst 12. september hefði lík- lega týnst. Það síðara, sem sent var 6. október ásamt kvittun fyrir móttöku fyrra faxins, hefði hins vegar komist í réttar hendur. Geir Jón sagði þó ekkert um það hvers vegna ekkert sé til í tölvukerfi lög- reglunar um það að Rúnar Þór sé eftirlýstur þrátt fyrir að síðara fax- ið hafi komist í réttar hendur. önnur beiðni send Þegar Rúnar Þór hafði gengið laus í meira en tvær vikur sagði DV frá málinu. Heimildarmaður blaðsins á áfangaheimilinu Vernd greindi frá því að ekkert hefði spurst til Rúnars síðan hann átti 0^ að mæta í reglubundna þvagprufu. Liðnar væru tvær vikur ffá hvarfi hans. Félagar Rúnars á Vernd voru einnig famir að undrast seinaganginn í málinu. DV hafði í kjölfarið samband við lögregl- una vegna Rúnars en fékk þau svör frá að- alvarðstjóra að hann hefði ekki fengið boð inn á borð til sín um að Rúnar Þór Gunnarsson væri strokinn. Hann sagð- ist hins vegar ætla skoða hvar málið væri statt. „Hringdu aftur á morgun, voru lokaorð að- alvarðstjórans sem blaðið ræddivið. Þann 6. „Þetta er klúður hjá lögreglunni." október fóm menn að ókyrrast hjá Fangelsismálastofnun enda ekk- ert spurst til strokufangans. Önn- ur handtökubeiðrú var því send til lögreglu þar sem sú ósk er ítrekuð að gcrð sé leit að Rúnari Þór og hann handtekinn. Strokufangi lúskrar á fólki Daginn eftir sagði fyrrverandi sambýliskona Rúnars Þórs í sam- tali við DV að Rúnar væri stór- hættulegur. Hún sagðist hafa hitt Rúnar nýlega og hann hafi gengið í skrokk á sér. Hún sagði ennfremur að Rúnar Þór hefði slasað fólk út um allan bæ þann tíma sem hann hafi gengið laus. Sambýliskonan fyrrverandi furð- aði sig á því að dæmdir afbrota- menn gætu gengið úr afplánun löngu áður en henni sé lokið, og lúskrað á fólki út um allan bæ án þess að lögreglan geri nokkuð í að hafa uppi á viðkomandi. Fyrrverandi sambýlis- kona Rún- ars getur vonandi farið að anda rólegar því Geir Jón Þórisson lofar því að nú sé alit komið á fullt í málinu. Leit lögreglunnar að strokufanganum er loks hafin. Eftir eins mánaðar bið. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.