Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7 7. OKTÓBER 2005 Fréttir DV 80 áratjón- laus akstur Belginn Cyriel Delacauw, sem nú er orð- inn hundrað ára gamall, fékk á dögunum tilkynn- ingu frá tryggingafélaginu sínu að bflatryggingarnar hans hefðu lækkað til muna. Ástæðan var sú að Delacauw hafði ekki lent í einu einasta tjóni í heil áttatíu ár, eða síðan 1925. Delacauw notaði tækifærið og gagnrýndi aksturslag ungra ökumanna í fjölmiðl- um; sagði þá aka eins og þeir væru fæddir í frum- skóginum. Að lokum lýsti hann því yfir að hann ætl- aði að halda áfram að keyra þar til hann yrði 110 ára. Eins og New Orleans Enn eru borgir og sveifir víða um Mið-Ameríku illa farnar eftir fellibylinn Stan, sem gekk yfir í síðustu viku. Þessi mynd er tekin í Ala- mo-borg í Mexíkó. Henni svipar til New Orleans þegar flóð- garðarnir brustu en nú hef- ur rignt nær stanslaust í flmm daga í kjölfar bylsins. Hundruð hafa látist og hundruð þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Púðluhundur heiðraður Lögreglan í Japan heiðr- aði á dögunum púðluhund fyrir framlag hans til öryggis í umferðinni. Púðluhundur- inn, sem ber nafnið Plútó, gekk tuttugu metra á aftur- fótunum yfir gangbraut og dró á eftir sér borða sem á stóð: „Um- ferðaröryggi" meðan á her- ferð fýrir öryggi í umferð- inni stóð. Uppátækið vakti athygli vegfarenda sem til- nefndu Plútó til verðlaun- anna. Eigandi Plútós var þakklátur og sagði að hann og hundurinn vildu í fram- tíðinni hafda áfram að upp- lýsa almenning. Tveirfánóbel í hagfræði í gær var tilkynnt hverjir það væru sem fengju nóbelsverð- launin í hagfræði. Að þessu sinni hljóta tveir menn verðlaun- in, ísraelinn Robert Aumann og Banda- ríkjamaðurinn Thomas Schelling. Þeir fá verðlaunin fyr- ir svokallaða leikja- greiningu sem notuð hefur verið við úrlausnir á ágreiningsefnum í verslun og viðskiptum og einnig í stríði. Rannsóknir þeirra og kenningar hafa meðal annars verið notaðar í ör- yggis- og afvopnunarvið- ræðum. Verðlaunafénu, tæplega áttatíu milljónum, skipta þeir á milli sín. I Fastur Pakistanar reyna að bjarga félaga sínum sem liggur fast- ur undir húsarústum. Fórnarlamba leitað Leitarhundur og björgun■ arsveitarmaður leita að llfi i húsarústum. eftir skjálftann, og hafa fæstir nokkra læknisaðstoð fengið. Björgunarmenn leita nú í húsarústum í norðausturhluta Pakistans sem varð verst úti í jarðskjálftanum sem reið yfir Suður-Asíu á laugardagsmorg- un. Skjálftinn, sem mældist 7,6 á Richter, er sá sterkasti sem komið hefur á svæðinu síðustu hundrað ár. Enn hefur hjálp ekki borist til fjölda þorpa vegna þess að flestir vegir eyðilögðust í skjálftanum. Alþjóðlegar björgunarsveitir hafa flykkst til Pakistans og bæði Rauði hálfmáninn og Rauði krossinn hafa komið upp áætlun sem miðar að því að aðstoða fórnarlömb skjálftans og hafa sent teppi, tjaldefiii og önnur hjálpargögn á staðinn. Þúsundir fórnarlamba í afskekktustu héruð- um landsins hafa enga aðstoð feng- ið og kvarta undan seinagangi í björgunaraðgerðum. Óttast að deyja úr hungri Þúsundir manna hafa því hafist við undir bemm himni síðan á laug- ardagsmorgun, án vatns, rafmagns eða læknisaðstoðar. í þessum þorp- um hafa eftirlifendur sjálfir grafið í húsarústum með bemm höndum í örvæningarfullri leit að ættingjum og vinum. Öttinn við eftiskjálfta hefur verið mikill en eftir því sem lengra hefur liðið án þess að björgunar- menn komi er nú óttinn við að deyja úr kulda eða hungri sterkari. Óttast að 40 þúsund hafi látist Tala látinna hefur verið nokkuð á reiki, tölur allt frá tuttugu upp í þijá- tíu þúsund hafa heyrst. Staðfest tala mun vera sú lægri en stjórnvöld í Pakistan segjast óttast að talan muni hækka upp í fjörutíu þúsund áður en langt um líður. Þar að auki em um fjömtíu þúsund manns slösuð Hjálp berst Eftirlifend- ur skjálftans skýla sér fyrir ryki frá þyrlu sem flytur hjálpargögn. Jarðskjálftinn sem reið yfir Suður-Asíu er sá versti á svæðinu í heila öld. Pakist- anski hluti Kasmírhéraðs varð verst úti og kvarta fórnarlömb undan seinagangi i björgunaraðgerðum og grafa sjálfir í húsarústum með berum höndum. Óttast er að tala látinna fari upp í fjörutíu þúsund. Seinagangur í björgunaraðgerðum Angela Merkel nældi sér í gær í kanslarasætið eftir þriggja vikna hark Brýtur blað í þýskri sögu Á fundi kristilegra og sósíalískra demókrata í Þýskalandi í gær náðist loks samkomulag um myndun sam- steypustjórnar. Um þrjár vikur em frá kosningum og hafa flokkarnir bitist um kanslaraembættið síðan þá. í gær náðist aftur á móti sú nið- urstaða að Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, tekur við af Gerhard Schröder, leiðtoga sósíal- ískra demókrata. Hún brýtur þar með blað í þýskri stjórnmálasögu. Er fyrsti kvenkansl- arinn, auk þess að vera fyrsti kansl- arinn frá gamla Austur-Þýskalandi. í kjölfar fundarins var það einnig til- kynnt að Schröder myndi hætta af- skiptum af stjórnmálum. Flokkur hans fékk átta ráðherraembætti, þeirra á meðal utanrflds-, fjármála- og dómsmálaráðuneytið. Kristilegir demókratar fengu sex og frjálslyndir demókratar tvö. Merkel ætlar að mynda starfhæfa stjórn fyrir miðjan nóvember en henni er ekki spáð langlífi í kanslara- embættinu. Stjórnmálaskýrendur segja að lfldega verði kosið aftur eft- ir tvö ár. Schröder ekki sáttur Þessi mynd var tekm afGerhard Schröder við styttu affyrrverandi kanslaranum Willy Brandt á skrifstofu hans þegar afsaqnar hans var beðið I gær._______ Eins og Thatcher Merkeler einnig fyrsta konan til að stjórna evrópsku stórveldi i rétt rúman áratug. Henni er líkt við Margaret Thatcher, þó að margir segiþær að sama skapi geróllkar. Merkel hafði sigur Angela Merkel, hinn nýi kanslari Þýska- lands, var sigurreifþegar hún ræddi við fréttamenn I gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.