Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005
Sportjxé
Phil Jackson og Kobe Bryant eru farnir aö vinna saman á ný og ætla sér aö búa til nýtt Lakers-lið í Los
Angeles. Jackson segir að Kobe Bryant hafi lagt mikið á sig í sumar og ætli í vetur að sanna yfirburði
sína á körfuboltavellinum á nýjan leik. Lakers-liðið er á leiðinni í tíu daga æfingaferð til Hawaii.
Nú reynir á polinmæðina
Phil Jackson bynjaðnr að iiálfa Lakara
Phil Jackson er einn sigursælasti þjálfari NBA-deildarinnar frá upphafi, hefur unnið 9 meist-
aratitla og 72,5% leikja sem hann hefur þjálfað í NBA-deildinni. En maðurinn sem gerði
Chicago Bulls sex sinnum að meisturum á árunum 1991 til 1998 og vann titilinn þrjú ár í röð
með Los Angeles Lakers frá 2000 til 2002 verður í allt öðru umhverfi í Englaborginni í vetur.
Jackson tók við Los Angeles-liðinu 14. júní síðastliðinn eftir eins árs frí en á þessu eina ári
hafði liðið sem hann hafði stjórnað til sigurs í 70% leikja á fimm árum hrunið til grunna.
Lakers-liðið vann aðeins 34 af 82 leikjum á tímabilinu og missti af úrslitakeppninni í fyrsta
sinn síðan 1994 og aðeins í annað sinn á síðustu 29 árum. Phil Jackson hitti fjölmiðlamenn
á dögunum og fór yfir vonir og væntingar hans til tímabilsins sem verður það fyrsta af mörg-
um sem hann tekur í að búa til nýtt frambærilegt lið hjá LA-lið sem verður allavega betra en
Clippers en litla liðið í Los Angeles vann þremur leikjum fleiri í fyrravetur.
Jackson er þegar byrjaður að
minnka pressuna á liðinu og
draga úr væntingum til liðsins.
Hann er með ungt og nýtt lið í
höndunum sem þarf að vinna sig
út úr skelfilegu tímabili þar sem
liðið vann aðeins 6 af síðustu 30
leikjum sínum. Liðið hefur um-
tumast á þessu eina ári sem hann
var í burtu og flestir sáu það ekki í
spilunum að Phil Jackson kæmi
aftur til Lakers. Tvennt hafði þar
mest að segja. Annars vegar varð
hann hæstlaunaði þjálfari í sögu
NBA með rúma tvo milljarða í
vasann fyrir þriggja ára samning
og hins vegar er kærasta hans,
Jeannie Buss, dóttir eiganda
Lakers Jerry Buss. Það vom eink-
um þau tengsl sem orsökuðu það
að hann valdi Lakers frekar en að
taka við liði New York Knicks þar
sem hann spiiaði í tíu tímabil á ár-
unum 1967-1978.
Hef mínar vonir
„Ég hef mínar vonir um hvern-
ig við getum vaxið sem körfu-
boltalið. Þetta er eins og að baka
köku, fyrst er að finna hráefnin,
svo er að hræra þetta allt saman
og bíða eftir útkomunni. Við ætl-
um okkur að komast í úrslita-
keppnina og það er okkar stóra
markmið. Við vitum það ekki
nærri því strax hversu langt við
getum komist í úrslitakeppninni.
Þetta er ferli sem tekur sinn tíma
og við eigum ekki eftir að sjá út-
komuna nærri því strax," sagði
Jackson sem er þekktur íyrir
heimspeki síná og hef-
ur verið kallaður
Zen-masterinn af
þeim sem til
hennar þekkja.
Hann sagðist í
einnig vera sjálf- j
ur f góðu líkam-
legu ásig- f
komulagi
tilbúinn að takast á við þetta stóra
verkefni. Spurður um möguleik-
ana á því að Lakers missi af úr-
slitakeppninni annað árið í röð
sem yrði þá í fyrsta sinn sfðan
1976 sem það gerðist svaraði Jakc-
son: „Eins og mamma myndi
segja: Eyðum slíkum hugsunum.
Við erum búin að gera miklar
breytingar á þessu liði og þetta er
ungt lið þar sem meðalaldurinn er
um 25 ár. Þetta tímabil mun því
reyna á þolinmæði mína sem
þjálfara."
Samskiptin við Kobe
Mesta eftirvæntingin er samt í
kringum samskipti Jackson við
Kobe Bryant og það reynir strax á
í næstu viku þegar liðið fer í sína
árlegu tíu daga æfingaferð til
Honolulu á Hawaii. Því er þó spáð
að Kobe hafi séð ljósið, ekki síst
eftir að Lakers-liðið tapaði 19 af
síðasta 21 leik sínum og að án
Shaquille O’Neal og Phil Jackson
stóð Kobe Bryant uppi með eitt lé-
legasta lið í sögu Lakers á herðun-
um. Samband þeirra hafði verið
stirt og ekki hjálpaði það heldur
að Kobe fékk að heyra það í ævi-
sögu Jacksons sem kom út sumar-
ið 2004 eða rétt eftir að hann hætti
að þjálfa Lakers. Jackson sagði að
þeir höfðu hist mörgum sinnum
síðan að hann tók við þjálfara-
starfinu en hafa aðeins átt einn
fund.
„Þetta hefur allt gengið mjög
vel og við munum vinna saman.
Við gerum það sem við getum á
þessu tímabili og hann hefur lagt
mikið á sig í sumar. Kobe verður
fyrirliði liðsins .
Hann er
ákveðinn,
einbeittur,
agaður og
tilbúinn
að spila. Kobe ætlar að ná aftur yf-
irburðum sfnum inni á körfu-
boltavellinum," sagði Jackson
sem er ósammála að Kobe Bryant
eigi mesta sök á því að meistaralið
Lakers leystist upp. Kobe hafði
verið valinn í úrvalslið NBA þrjú
ár í röð en datt niður í þriðja besta
liðið sfðasta vetur og það finnst
Jackson út í hött.
Ekki ásættanlegt
„Fyrir mig þá er það ekki
ásættanlegt," sagði Jackson sem
ætlar ekki að tala um samband sitt
og Kobe við fjölmiðlamenn í lang-
an tíma og ráðleggur blaðamönn-
um að spyrja hann út í aðra hluti.
Jackson bindur í vetur miklar von-
ir við Kwame Brown sem liðið
fékk frá Washington Wizards
og Lamar Odom sem
hann ætlar svipað
hlutverki
Scottie
Pippen
hafði á
sínum
tíma hjá
Chicago
Bulls.
Pippen
mun
mæta sjálfur í æfingabúðir
Lakers-liðsins og hjálpa til að
skóla Odom. „Odom er enn að ná
sér af aðgerðinni sem hann fór í á
vinstri öxl. Ég ætla að biðja hann
um að taka meiri ábyrgð inni á
vellinum," segir Jackson en Odom
hefur leikið í sex ár í deildinni.
Brown er 23 ára gamall og var val-
inn fyrstur af Michael Jordan í ný-
liðavalinu 2001 en náði sér engan
veginn á strik á sínum fjórum
árum hjá Wizards.
„Ég sagði honum að hann get-
ur skipt öllu máli um hvort Iiðið
verði gott lið eða mjög gott lið.
Hann og Chris Mihm þurfa að
taka höndum saman og vera öfl-
ugir inni í teig," segir Jackson sem
hefúr einnig fengið reynslubolt-
ann Aaron McKie til þess að
stjóma leik Iiðsins. Fyrsti leikur
Lakers á tímabilinu er gegn
Denver Nuggets 2. nóvember
en fram að
því mun
liðið
leika
átta æf-
inga-
leiki.
Það
bíða
lega margir eftir því hvort Jackson
geti sannað sig enn frekar sem
einn besta þjálfara allra tíma -
ekki bara sem besta „stjörnu"-
þjálfara allra tíma.
//
Kobe verður fyr-
irliði liðsins. Hann
er ákveðinn, ein-
beittur, agaðurog
tilbúinn aðspila."
Þegar vel gekk PhilJackson og Kobe
Bryant unnu saman þrjá meistaratitla á
árunum 2000 til 2002. DV-mynd
Gettylmages
or-
ugg
meira
að
segja