Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDACUR 11. OKTÓBER 2005 Menning DV Arni Samúelsson Blókóngur I Norð- ur-Atlantshafi. Sjón á dönsku ÞEGAR ENN EINNI kvikmyndahátlð er lokið I Reykjavík heyrast raddir sem furða sig á því hverníg fslensk- ur bíómarkaður hefur verið leikinn á liðnum áratugum. Allar götur síðan þeir Árni Samúelsson og synir tóku yfir reksturinn á Háskólablói hafa iðnaðarkvikmyndir tekið allt pláss á hvftum tjöldum Reykjavfkur. Flugur UM LANGAN ALDUR hefur innflutn- ingur kvikmynda verið á fárra hönd- um, Myndforms- bræður, Samfilm og það sem áður var Skífan en heitir nú Sena, ráða markaðnum, jafnvel þó þessir aðilar reki kvikmyndahús sem eru f eigu menningarsjóða eins og Sáttmála- sjóðs eða sjálfseignarstofnunar eins og DAS. Þessir aðilar eiga rétt frá a-ö um nokkurra ára skeið: bfó, dvd, sjónvarp. Þeir versla (magni við fáa aðila og slægist með titlar utan hins almenna unglingafóðurs er þeim hent út á leigumarkað eða eru bara seldir f sjónvarp. BÍÓINNFLYTJENDUR eru f raun bara sjoppukarlar. Hagnað sinn af reglu- legum rekstri hafa þeiraf svfvirði- legri álagningu á sælgæti eins og allir kannast við. Þeir ganga svo langt að banna að gestir beri opin- skátt veitingar með sér (húsin til að útiloka samkeppni í sælgætisokrinu. Rekstur á kvikmyndahúsum hefur gengið alla vega, en greiða þarf háa tryggingu fyrir samning um myndir og í mörgum tilvikum tekur það ár og dag að ná tryggingunni inn. OFSAHÁAR tryggingar eru afleiðing fákeppni sem leiddi til yfirboða. Ameríkuþjónkun bíóeigenda er þeim algerlega eðlislæg, enda sjást þess sjaldan merki að dreifingar- keðjurnar hér leggi peninga f kvik- myndir innlendra manna. Það er oftast gustuk ef þeir sýna þær. Framboð á einhæfu iðnaðarrusli frá Amerfku í kvlkmyndahúsum íslensk- um er afleiðing af menningarpólitík sem hér hefur verið rekin í hálfa öld. HVAÐ ERTIL RÁÐA? Endurmenntun áhorfenda mun ganga hægt en þó má Ijóst vera að sú mikla endurnýj- un sem hlaupin er í kvikmynda- hátfðir með öðru efni en ameríska poppinu gæti einhverju breytt. En fýrst er að vænta breytinga þegar stjórn Sáttmálasjóðs hugsar sitt ráð og ákveður aðra stefnu fýrir rekstur Háskólabíós. Eins og útlendingur hugsaði eitt sinn upphátt: Háskóla- bíó - það hlýtur að sýna betri kvik- myndir! Háskólabfó Hvenær | ræðst stjórnin I end- urskoðaöa stefnu I rekstri? Skugga-Baldur kom út i danskri þýdingu á fímmtudag undir titlinum Skygge-Bald- ur. Útgefandi er Athene, en það er hluti af útgáfufyrirtækinu virta Aschehoug Dansk Forlag og leggur áherslu á samtimahöfunda. Þetta er önnur skáldsaga Sjóns sem kemur uti danskri þýðingu. Kim Lembek þýddi Skugga-Baldur úr islensku. Skugga-Baldur hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurtandaráðs í ár en i umfjöllun dómnefndar segir: „Skugga-Baldur vegur salt á milli Ijóðs og skáldsögu og flettir saman islenskum þjóðsögum og frá- sagnarstíl í anda róman tisku skáldanna. Útkoman er heillandi saga með áleitnum siðferðisspurningum fyrir samtimann."Sjón tekurvið verðlaununum íBorgarleik- húsinu á þingi Norðurlandaráðs i Reykja vik rétthálfum mánuði siðar.Þann 26.október verður minnkandi tungl og stutt í messu þeirra Simonar og Júdasar. Um það leyti kemur út ný saga hans, Argóarflisin. Sjón leggur sitt fram í dönsku innrásina. ,Sessunauti mínum, sem var á sínum fyrstu sinfóníutónleikum, fannst mikið til um nýlegt verk, Act, eftir Rolf Wall- en. Hann jafnaði því við flottasta þunga- rokk. Og nóg voru andskotans lætin.“ Verði lios! Havard Gimse lék á tónleikun- um sem voru helgaðir sjálf- stæði Noregs. Eitt getur tónfari DV ekki skilið. Það er hvað myrkrið er svart í áheyrendasalnum meðan tónleik- arnir fara fram, sérstaklega aftar í salnum. Framan til er með herkj- um hægt að lesa í efnisskránni en á efri bekkjum er það alveg ómögu- legt. Hvenær eiga menn þá að lesa efnisskrána? Flestir koma á tón- leika rétt áður en þeir hefjast. Þeir verða því að lesa hana í hléinu þeg- ar helmingur tónleikanna er bú- inn. Þegar sungið er á tónleikum og texti er í efnisskránni er von- laust að fylgjast með textanum meðan sungið er. Til hvers er þá verið að prenta efnisskrána? Nótnalestur í myrkri Þeir, sem dytti í hug að koma með nótur á tónleika en það getur verið fróðlegt á stundum, færu al- gjöra fýluferð. Það er auðvitað mikilvægt að geta áttað sig sem best á tónlistinni meðan hún er flutt en til þess verða menn að geta lesið efnisskrána. Og það var líka hægt áður fyrr. Þá var alltaf lesljós í Háskólabíói. Þetta myrkur hefur skollið á nýlega. Hvers konar vit- leysa er þetta eiginlega? Hún kem- ur áheyrendum, sem eitthvað vilja vita um það sem flutt er, bara í vont skap. Ekki síst tónfara DV sem þó er með skapbestu mönnum. Þungarokk Sessunauti mínum, sem var á sínum fyrstu sinfóníutónleikum, fannst mikið til um nýlegt verk, Act, eftir RoIfWallen. Hannjafnaði því við flottasta þungarokk. Og nóg voru andskotans lætin. En hrifning sessunautar míns var samt rétt- mæt. Þetta er magnað tónverk og mikið að gerast í því og að starfa fyrir hljóðfæraleikarana sem stóðu sig prýðilega. Píanókonsert Griegs, sem alltaf er jafn góður þrátt fyrir þrotlausar ofsóknir gegn honum fýrir meinta væmni og væl sem er mjög órétt- mætt, var einmitt fluttur þannig að ferskleiki og hugmyndaauðgi kon- sertsins naut sín frábærlega vel og þá ekki síður samspil einleik- arans við hljóm- sveitina, ekki síst flautunnar, hvers hlutverk er með þvi áhrifamesta í rómantískum pí- anókonsertum. Sinforuutonleikar. Efnisskra: Rolf Wallin: Act; Crieg: Píanó- konsert; Beethoven; Sinfónía nr. 7. Einleikari: Havard Cimse Stjórnandi: Eivind Aadlund. Háskólabíói 6. október. ★★★ lokakafli Tækni pían- istans er stór- kostíeg og hann kann að endur- skapa gamlar lummur sem kom eftirminnilega fram í aukalagi hans, norskum dansi eftir Grieg, sem var hreint stórkostíegur í leik Gimse. Inngangur sjöundu sinfóní- unnar fór næstum því í handaskol- um. En eftir þann byrjunarhroll gekk flest vel fyrir sig. Sá ljómi sem Beethoven gæðir hljómsveitína í þessu verki, ólíkt fimmtu sinfóní- unni, var með meira móti og þriðji kaflinn var. einstaklega æsandi, með mögnuðum og lyftandi há- tindum og lokakaflinn var jafn snargeggjaður og hann á að vera og er þar með nóg sagt. SigurðurÞór Guðjónsson Tónlist Kór kominn í heimildarmynd - hundrað og tuttugu kvenmenn í syngjandi kös Kökur og klósettpappírssala Kórinn Þær stöllur á suðrænum ströndum. Kunnugir segja að starf í kór móti menn til lífstíðar - aðrir likja því við lífstíðarfangelsi. Hinn sameinaði kraftur raddanna er sagður lyfta sál- unum í hæsta veldi og oft verður til félagsskapur úr kórstarfi sem annars kæmi ekki til. í dag verður frumsýnd heimildarmynd íslensk um kór. Frumsýningin verður í Háskólabíói en þar munu kórkonur mæta í gala- klæðnaði - stórt hundrað eða 120 konur sem mynda kórinn sem er efni myndarinnar. Það er Spark sem framleiðir en Bjöm Brynjólfur Bjömsson var í for- svari, en þetta er hans svanasöngur hjá fýrirtækinu sem hann stofnaði ásamt fleirum fyrir fáeinum árum. Leikstjóri er Silja Hauksdóttir en tökumaður var Jón Karl Helgason og myndina klippti Sævar Guðmunds- son. Myndin verður síðan til sýninga í Háskólabíói næstu daga. Kórinn sem Silja hefur skráð í heimild er Léttsveit Reykjavíkur sem er 120 kvenna kór. Skyggnst er bak við tjöldin hjá þeim stöllum undir stjóm Jóhönnu Þórhallsdóttur. Skoðað hvað dregur saman gjörólíka einstaklinga til sameiginlegra átaka og þeirrar upplifunar sem söngur- inn veitir. Áhorfandi fær innsýn í gleði og sorgir kórfélaga og beint er sjónum að þeirri samstöðu, vináttu og miklu skemmtun sem kórfélagar fá út úr starfinu. Hann kynnist fáum kórfélögum, persónulegum högum þeirra og bakgrunni. Fylgst er með kórstarfinu, æfingum og tónleikum en líka klassískari atriðum starfsins: Sölu á klósettpappír og kökum í Kolaportinu, för tíl Verónu og Fen- eyja og í Galtalæk þar sem sungið er í íslenskri sumamótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.