Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Blaðsíða 4
Fréttir DV 4 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 Geirformaður í stað Davíðs Geir H. Haarde er nýr formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Þetta varð endanlega Ijóst í gær, á lokadegi landsfundar Sjálfstæðis- flokksins. Geir þurfti ekki að hafa mikið fyrir for- mannssætinu því þessi fyrrverandi varaformaður flokksins og núverandi ut- anríkisráðherra var einn í framboði. Haún hlaut 94,3 prósent atkvæða. Auðir seðlar voru 40 en 23 aðrir hlutu 65 atkvæði, þrátt fyrir að enginn þeirra hafi verið í framboði. Slósttvisvar Lögreglan í Keflavík var kölluð út aðfaranótt sunnu- dags vegna manns sem veittist að öðr- um inni á skemmtistað í bænum. Þá hafði hann sleg- ið manninn svo að hann slasað- ist lítillega og var sá fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. Þegar lögreglan kom á vettvang var árásar- maðurinn hins vegar hvergi sjáanlegur. Síðar sömu nótt var hann handtekinn, þar sem hann veittist að öðrum manni. Hann var þá fluttur í fangageymslur og látinn sofa úr Sér. Ráðstafanir vegna fuglaflensu Sóttvarnarlæknir mælir ekki með ferðatakmörkun- um eða bólusetningu vegna fuglaflensunnar. Ferðamönnum til landa þar sem fuglaflensan hefur greinst er hins vegar bent á varúðarráðstafanir eins og að snerta ekki lifandi hænsnfugla og villta fugla, heimsækja ekki fuglabú og markaði með lifandi fugl- um, snerta ekki fuglaskít eða dauða fugla, borða ekki ósoðið eða illa soðið fugla- kjöt og egg, huga að hrein- læti og handþvotti og flytja ekki heim með sér fuglaaf- urðir til landsins. Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda Landsbankans, standa í ströngu við að skipta um rúðu í bankanum. Jóhannes Ásbjörnsson, Idol-kynnir með meiru, fylgdist með og sagði Björgólf hafa staðið sig vel í hlutverki viðgerðarmanns. „Ég verð bara að gera þetta sjálfur því það fæst enginn í þetta lengur maður forvitinn. „Ég veit það nú ekki,“ sagði Jóhannes léttur í bragði. í lakkskónum í viðhaldsvinnu Hafi Björgólfur ætlað sér það mun það hafa staðið tæpt. Tökum lauk ekki fyrr en á slaginu þrjú en þá átti kosning til varaformanns einmitt að fara fram. Björgólfur dreif sig þá niður úr skæralyftunni, fór úr bláa vinnugallanum, og beint upp í bíl. Engin þörf, né tími, var fyrir það að skipta um föt því þegar Björgólfur var kominn úr vinnugallanum blöstu við þessi fi'nu jakkaföt. Og svörtu lakkskómir? Þeim hafði hann verið í allan tímann. johann@idv.is „Hann er frábær í þessu," H sagði Jóhannes um frammi- fe.™ stöðu Björgóifs. Og þar var engu logið. Björgólfur bar sig fag- mannlega að við rúðuskiptin. Frammistaða hans fékk fimm stjörnur frá blaðamanni. Á hraðferð á landsfund „Þetta er það eina sem hann dytt- ar að í dag,“ sagði Jóhannes um hvort Björgólfur hygðist standa í frekari stórræðum við viðhald þenn- an daginn. „Við erum á fullu að klára þetta og svo er hann að drífa sig á landsfundinn," bætti Jóhannes við og átti þá við landsfund Sjálfstæðis- flokksins sem lauk einmitt í gær. „Ætlar Björgólfur að ná kosningunni um varaformann?" spurði blaða- Fólk sem gekk niður Austurstræti um miðjan dag í gær hægði heldur betur á sér og sneri höfðinu þegar það gekk framhjá Landsbankanum. Hvers vegna? Jú, því þar mátti sjá sjálfan Björgólf Guðmundsson, formann bankaráðs og einn aðaleig- anda Landsbankans, í skæralyftu klæddan vinnugalla í óða önn að skipta um rúðu í Landsbankanum. Björgólfur var þó ekki einn síns liðs því hann var umkringdur kvikmyndatökufólki. „Ég verð bara að gera þetta sjálf- ur því það fæst enginn í þetta leng- ur,“ sagði Björgólfur um hvernig stæði á því að aðáleigandi bankans væri í rúðuskiptum. Blaðamaður tók þessu þó mátulega trúanlega þar sem það mun ekki vera venja að rúðuskipti séu tekin upp af margra manna kvikmyndaliði. Sannleikur- inn hlaut að vera annar. Frábær viðgerðarmaður „Honum þykir bara svona vænt um Landsbankahúsið" sagði Jó- hannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Jói Idol-kynnir, um þetta uppá- tæki, sem samkvæmt upplýsingum DV er hluti af nýrri auglýsingu. Jó- hannes var viðstaddur rúðuskiptin vegna tengsla hans við Landsbank- ann, en hann vinnur í markaðsdeild bankans. Bjorgolfur skiptir um brotna rúðu ragmaður Björgólfur Guð- mundsson tók sig vel út I bláum samfesting og barsig fagmann■ lega að við rúðuskiptin. 83588 Einbeittur Þrátt fyrir að standa í viðhaldsvinnu fór Björgólfur ekki úr svörtu lakkskónum. Piparsveinn eða jólasveinn Svarthöfði er afskaplega hrifinn af raunveruleikaþáttum og hefur fylgst með þeim öllum síðan þeir hófu göngu sína í íslensku sjónvarpi. Á meðal þessara þátta var hinn mjög svo bandaríski Bachelor sem Svart- höfði fylgdi gaumgæfulega úr hlaði fyrstu árin. Það var því ekki laust við að blóðið rynni hraðar í líkama Svarthöfða þegar hann komst að því að Skjár einn ætlaði að búa til ís- lenska útgáfu af þættinum. Svart- höfði ákvað þar og þá að hann myndi ekki missa af einum þætti og reyndi meira að segja að koma dótt- ur sinni í þáttinn. Skemmst er frá því Svarthöfði að segja að það tókst ekki enda dóttirinn ekki með sama áhuga og Svarthöfði á raunveruleikaþáttum. Það verður þó að segjast eins og er að það þyrmdi yfir Svarthöfða þegar hinn íslenski bachelor birtist á skjánum. Eftir alla þessa leit dúkkaði upp smiður og dyravörður að norð- an og þótti Svarthöfða lítill glæsi- bragur vera á honum. Hann kemst ekki með tæmar þar sem bandaríska glæsimennið Andrew Firestone Hvernig hefur þú það' „Ég hef það mjög gott. Ég er að labba meðeiginkonu minni á Laugavegi og við erum á leiðinni að versla fyrir afmælisveislu hennar sem verður á heimil- inu mínu alla helgina,"segir Benedikt Hermannsson tónlistarmaöur.„Svo eru bara stffar æfingar fyrir Airwaves og andlegur undirbúningur fyrir opnun Grasrótar á laugardaginn." hafði hælana og er í raun óttalega sveitalegur gaur. Það kristallaðist þegar flottasta stúlkan hafnaði rós frá piparsveininum í fyrsta þættinum. Þvílík uppákoma og ljóst að slíkt hefði aldrei kömið fyrir Andrew Firestone Svarthöfði vill fá almennileg- an piparsveinn, aðalsmann sem kann á dömumar. Þessi piparsveinn er óttalegur jólasveinn. Svart- höföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.