Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2005, Blaðsíða 23
DV Sport MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 23 Juventus óstöðvandi ítölsku meistararnir í Juventus ætla ekkert að gefa eftir í úrvalsdeildinni því liðið vann á laugardag sjö- unda leik sinn í röð og eru því með 100% ár- angur það sem af er móti. Al- essandro Del Piero gerði mark Juve á 24. mínútu. A.C. Milan sigraði Caliari 2-0 á útivelli í gær og eru fimm stigum á eftir meistur- unum í öðru sæti. Gilardino og Schevchenko gerðu mörk Milan. Guðjón Valur með þrettán Guðjón Valur Sigurðsson er besti handboltamaðurinn í þýska handboltanum um þessar mundir. Á laugardag gerði hann þrettán mörk fyr- ir Gummers- bach sem sigr- aði Concordia. Félagi hans Róbert Gunn- arsson gerði tvö mörk fyrir liðið sem er í öðru sæti á eftir Mag- deburg. Alex- ander Peter- son gerði 11 mörk fyrir Grosswallstadt sem sigraði Hambourg og Einar Hólm- geirsson fimm. Snorri Steinn Guðjónsson gerði tíu mörk fyrir Minden sem tapaði fyrir Lemgo í gær. Logi Geirsson og Ásgeir Öm Hallgrímsson léku ekki með Lemgo vegna meiðsla. Jaliesky Garcia skor- aði 4 mörk fyrir Göppingen sem gerði jafntefli við Dússeldorf á heimavelli sín- um. Markús Máni Michaels- son skoraði 3 mörk fyrir Dusseldorf. Ciudad tapaði Magdeburg vann tíu marka sigur á Bregenz í Þýskalandi, 37-27, í Meist- aradeild Evrópu í handbolta. Arnór Atlason gerði þrjú mörk fyrir Magdeburg og Sigfús Sigurðsson tvö. Dagur Sigurðsson sem er spilandi þjálfari skoraði 5 mörk fyrir Bregenz. Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk fyrir Ciudad Real sem tapaði fyrir Fotex Vezsprem á útivelli, 31-29. Ciudad er af flestum álitið besta lið Evrópu um þessar mundir. Válerenga á toppinn Válerenga, lið Árna Gauts Arasonar, er komið eitt á toppinn í norsku úr- valdsdeildinni í knattspyrnu eftir marka- laust jafntefli gegn Viking á útivelli. Start, lið Jóhannes- ar Harðarson- ar, sem er í öðru sæti stigi á eftir topp- liðinu, tapaði fyrir Haraldi Frey Guðmundssyni og fé- lögum í Álasundi 5-4 á laugardag. Válerenga eru með pálmann í höndunum þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Önnur umferö Iceland Express deildar karla í gær Fjögur lið enn taplaus Njarðvík, Grindavík, Keflavík og Hamar/Selfoss eru enn með fullt hús stiga að loknum tveimur um- ferðum í Iceland Express deild karla í gær. íslandsmeistararnir í Keflavík unnu 9 stiga sigur á Borgnesingum á heimavelli, 105-96, og var Jón Norð- dal Hafsteinsson stigahæstur sinna manna með 24 stig. í KR-heimilinu áttust við heima- menn og bikarmeistarar Njarðvíkur og var Einar Árni Jóhannsson, þjálf- ari Njarðvíkur, síður en svo ánægður með leikinn þó svo að hans menn höfðu sigur. „Þetta var ekki góður leikur, heilt yfir,“ sagði Einar Árni. „Varnarleikurinn var í sjálfu sér fínn en við vorum ekki að gera góða liluti í sókninni." Jafnræði var með liðunum fram- an af en á síðustu sex mínútum leiksins sigu gestirnir fram úr og var Jeb Ivey þeirra besti og stigahæsti maður, með 21 stig. „Við megum vera mjög sáttir við að hafa náð að landa sigri hérna í kvöld enda töp- uðum við hér illa síðastliðinn vetur. Það er ekki hægt að kvarta undan því að vinna í Frostaskjólinu." eirikurst@dv.is Jeb Ivey Hefur farið mikinn í fyrstu tveimur leikjum Njarðvíkur í haust. KÖRFUBOLTI KARLA , Urslit leikja í lceland Express deild karla í gærkvöldi: KR-Njarðvlk 59-69 Stig KR: Ashley Champión 19, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Skarphéðinn Ingason 11. Stig NJarövíkur: Jeb Ivey 21, Guðm. Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 14, Brenton Birmingham 12. Flaukar-Fjölnir 78-86 Þór Ak.-Grindavlk 90-94 Hamar/Selfoss-Höttur 90-76 ÍR-Snæfell 106-94 Keflavlk-Skallagrlmur 105-96 Stig Keflavíkur: Jón Norðdal Hafsteinsson 24, AJ Moye 22, GunnarStefánsson 11. Stig Skallagrlms: Jovan Zdravevski 26, Christopher Manker 23, Dimitar Karadzovski 15, Pétur Sigurðss. 11. TRlBAN0 VEKJARI MYNDAVEI DAGB0K MYNDSKILAB0Ð Q vodafone mm m MA\Á'ú\:/D AGA AF0NE 8. - 23. 0K1ÓBER hcii sem kaupa Nokia símteki á tiniabilinu skrá nafn sitt s pott og eiga mögoieika á að vinna ferð fyrir tvo til Evrópu. SKIPT UM ÚTLIT B0KGARFERÐ OðVoððfone www. öövoóáifíwwJs 1414 tuv NQKIA LASER SKEL FYLGSR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.