Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 20
36
SÍMABLAÐIÐ
andi meira gagn. — Hingað til hefir
kenslustyrkurinn eingöngu verið not-
aður í Reykjavík, en starfsfólk á öðr-
um stöðum orðið afskift. Hér eftir verð-
ur öllum starfsmönnum á ritsímastöðv-
um landssímans að sjálfsögðu gefinn
kostur á að sækja um hann, og hon-
um þá úthlutað hlutfallslega til ailra
þeirra stöðva.
En kenslustyrkur sá, sem veittur er
á fjárlögum, er hvergi nærri fullnægj-
andi. Mun þar mega um kenna tómlæti
símamanna og símastjórnar. Það væri
livoru tveggja þeim aðilum í hag, að
styrkurinn væri svo ríflegur, að af hon-
um mætti veita fé til utanferða. Síma-
stjórnir annara Norðurlanda telja sjálf-
sagt og nauðsynlegt, að styrkja starfs-
menn sína til dvalar meðal stærri þjóða,
til að kynnast nýjungum, starfsaðferð-
um og jafnvel til að nema tungumál
(frönsku). Hvað myndi þá mega segja
um þörf þess hér, í einangrunini. Ætti
þetta að vera kappsmál yfirmanna
landssímans, en F. I. S. mun fylgja því
eftir, i fullri vissu um nauðsyn þess
fyrir símastofnunina.
'i
Dýrtlðaruppbótin
og launamál.
í síðasta blaði var getið um fundar-
samþ. F. I. S. út af þessum málum, og
um bréf stjórnarinnar til fjármálaráðh.
Sem framhald þess var það, að for-
menn 5 stéttafélaga skrifuðu Alþingi
svoliljóðandi bréf:
Við undirritaðir leyfum oss hér með
fyrir liönd þeirra stéttarfélaga, sem vér
erum formenn fyrir, að beina þeirri
eindregnu ósk og áskorun til hins háa
Alþingis, að dýrtíðaruppbót verði greidd
til starfsmanna ríkisins árið 1934 með
sama hætti sem er þetta yfirstandandi
ár. Til stuðnings því, að sú málaleitun
vor sé réttmæt og sjálfsögð, nægir að
henda á það, að burtfall dýrtiðarupp-
bótar væri brot gegn anda núgildandi
launalaga, og laun starfsmanna rikisins
eru svo lág, að þeim er þegar mörgum
ókleyft að lifa á þeim einum saman,
þótt ekki sé þau lækkuð.
Vér viljum þvi. ennfremur leyfa oss
að fara þess á leit, að Alþingi lilutist til
um það, að fvrir næsta fjárlagaþing
verði lagt frumvarp að nýjum launalög-
um, og að oss gefist áður kostur á að
láta í ljósi álit vort á því frumvarpi og
gera tillögur vorar þar að lútandi.
Virðingarfylst
Reykjavík, nóv. 1933.
F. h. Prestafélags Islands,
Sig. P. Sívertsen.
F. h. Fél. ísl. símamanna,
Andrés G. Þormar.
F. h. Samb. ísl. barnakennara,
Guðjón Ó. Guðjónsson.
F. h. Póstmannafél. Islands,
Jón H. Leós.
F. h. Safna- og skólamanna,
Hallgr. Hallgrímsson.
Til
Alþingis.
Árangur þessa hefir nú orðið sá, hð
Alþingi samþ. þingsályktunartil'ög11
þess efnis, að greiða starfsm. ríkisms