Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 18
S I M A B L A Ð I Ð
34
er best borgið innan vébanda félagsins,
án þess, að um nokkra þvingun sé að
ræða.
Með hinum nýju lögum eru meiri
kröfur gerðar til félaganna, en áður, —
en þeim veitast líka meiri hlunnindi og
öruggari styrkur.
En nú á tímum, þegar alt logar í
stjórnmála-erjum og liatri, og reynt er
að troða þeim inn i öll möguleg félög,
þá má ef til vill telja það eitt af merki-
legustu ákvæðum hinna nýju laga
F. í. S., og sem vænta má öryggis af,
að félagið skuli vera hlutlaust í stjórn-
málum.
Nýir félagar.
Þó það, í fljótu bragði, megi þykja
undarlegt, þá liefir það þó verið svo,
að stór hópur símamanna liefir jafnan
staðið utan við félagsskapinn, en notið
þeirra hlunninda, sem félagið liefir
fengið framgengt, símamönnum til
handa. Tvö síðustu árin hefir þetta
færst í annað horf. Fólk hefir streymt
i félagið meira en dæmi eru til áður,
svo félögum hefir fjölgað mjög, þrátt
fvrir þá fækkun, sem varð, er bæjar-
símamiðstöðin var lögð niður. Árið
1932 gengu 18 nýir meðlimir í félagið,
og á hinu liðna ári 34. Og er þá svo
komið, að flest alt starfsfólk símans
telst meðlimir félagsins.
Af hverju stafar þessi fjölgun: Fyrst
og fremst af þvi, að félagið hefir með
starfi sínu og framkvæmdum skapað
meðlimum sínum þá aðstöðu, er trygg-
ir afkomu þeirra að miklum mun. I
annan stað hefir þeim skilist, að mál-
um þeirra er best borgið í höndum fé-
lagsins. — Svo er líka málum stéttar-
innar best borgið, að hún vinni sam-
taka og einhuga að liagsmunamálum
sínum, en einstaklingarnir rói ekki
hver á sínum báti, sundraðir, og tor-
trygnir liver í annars garð.
En þess er þá að vænta, að hinir nýju
félagar, sem margir eru á æskuskeiði,
leggi fram krafta sína í þágu félagsins,
og lijálpi til að hleypa nýju lífi í það.
Starfsmannareglurnar
og samvinna.
Eitt af því, sem mun gera líðandi ár
minnisstætt í sögu símamannastéttar-
innar, verða starfsmannareglurnar. Þó
þær séu ekki nema að nokkru levti á-
vöxtur af starfi F. í. S., eru þær þó að
minsta kosti talandi vottur þess, hver
starfsaðferð er happadrýgst fyrir félag-
ið, til að koma fram málum sínum. -
Þær réttarbætur og hlunnindi, sem
starfsmannareglurnar veita starfs-fólki
simans, eru svo víðtækar, að slíku verð-
ur aðeins náð í einu stökki fyrir þá
samúð, sem félagið liefir unnið sér hjá
yfirstjórn símans. — Með sanngirni í
starfi og án alls ofstopa, mun félagið
jafnan fá mestu ágengt um mál sín, og
eiga mestum skilningi að mæta. Það
hefir reynslan sýnt og mun halda áfrani
að sýna. Þess ber því að óska við þessi
áramót, að félagið beri gæfu til að vinna
áfram á þeim grundvelli, en engum
annarlegum öflum takist að leiða það
lit af honum, félaginu og stéttinni til
tjóns. —
A. G. Þ.
Símstjórinn á Stapa á Snæfellsnesi keypti
Ijósavél þá, er notuð hafði verið af vísinda-
mönnum þeim, er dvöldu á Snæfellsjökli síS-
astl. ár. Hefir hann nú raflýst íveruhús sitt
og útihús og reynist stöðin hið besta.