Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 32

Símablaðið - 01.11.1933, Blaðsíða 32
48 SlMABLAÐIÐ Framtíí jarílífsins. Inngangur. Grein sú, er hér fer á eftir, og er út- dráttur úr lokaþætti bókar eftir James Jeans, er heitir „Alheimurinn“, gefur að vísu engar hendingar um eilífðar- málin er mörgum leikur lnigur á að he}rra rætt um af þektum fræðimönn- um á þessu sviði. I greininni er að eins, út frá stjörnu- fræðilegum athugunum, lýst þeim ó- tæmandi möguleikum til þroska og feg- urðar, sem lífið hér á jörðunni, á fyrir höndum. Einstaklingurinn cr skoðaður þar sem einn liður í óendanlegri keðju. Símablaðið birtir að eins þenna stutta útdrátt úr seinasta kafla bókarinnar, til þess að gefa lesendum sínum til kynna, að liér er um mjög merka bók að ræða er allir ættu að lesa, er gaman liafa af stjörnufræði og máske jafnframt áhuga í'yrir tilgátum ýmsra merkustu heim- spekinga og vísindamanna nútímans, sem sé þeim, að stjörnufræðin muni geta orðið lj'killinn að allra lielgasta liugsjónasviði mannsandans. Við lifum á tímum efasemda og at- hafna. Við byggjum upp í dag en ríf- nm niður á morgun. Við leitum og finnum, en samt aldrei nóg. í leitinni þroskumst við. Tækni nútímans og stór- feldar uppgötvanir bera þess Ijósastan vott. Einn er þó sá hlutur, sem erfið- astur er viðfangs, það er lausn liinnar miklu lífsgátu. Vísindi allra tíma liafa glímt við gát- una, en ráðningarnar allflestar borið að sama brunni, sannanaskortsins. Þráin eftir að fá gátuna leysta mun sennilega aldrei hafa verið eins rík hjá mönnunum og einmitt nú. Vísindaleg- ar rannsóknir gætinna og skarpviturra fræðimanna hafa vakið hjá okkur von- ir um að sá dagur sé að nálgast er við fáum að skygnast undir fortjaldið. Má þar til nefna og ekki hvað síst, rann- sóknir á sviði stjörnuvísindanna. Við finnum fastan grundvöll undir fótum og geisla sólarinnar baða höfuð okkar. Við vitum og sjáum að á jörð- unni er líf, en hversvegna og hvernig það er til orðið, vitum við ekki. Sjálf erum við brot af þessu lifi. Það er því ekki óeðlilegt, þó til stjörnufræðinnar sé leitað eftir útliti um framtíðarlíf hér á jörðunni. Frumskilyrði lífsins er ljós og liiti sólarinnar. Kyngi sólarinnar er þó ekki ævarandi. En þó er ekki sjáanlegt að ástand sólarinnar hafi breyst svo nolck- uru nemi frá því jörðin varð til. Aldur jarðarinnar er áætlaður 2000 miljónir ára. Það er að eins örsmæðar-tími af aldri sólarinnar og má ganga út frá því, að sólin hafi lítið eða ekkert breyst á liðnu jarðtímabili. Út frá því má örugt segja, er til mælikvarða stjörnufræðinn- ar tekur, að líf geti viðhaldist á jörð- unni langt um lcngri tíma en aldur jarð- arinnar er nú orðinn. Og ætla má, að hitinn á jörðunni taki ekki stórfeldum hreytingum, nema annarlegar ástæður valdi. En það eru margar orsakir er breyt- ingum geta valdið. Sólin er stöðugt að léttast og hefir ]>að þær afleiðingar í för með sér, að jörðin fjarlægist hana með hraða er nemur einum meter á öld hverri. Eftir biljón ár liefir því jörðin fjarlægst uppsprettu ljóss síns og lífs um 10 pro cent og verður þá meðalhiti jarðarinanr 15 stigum lægri en nu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.