Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Qupperneq 17
DV Sport
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 17
íslenska handboltalandsliðið mætti Dönum
*■ " V
.
I Guðjón Valur Sigurðsson
j Var markahæsturlslending-
I anna en varð fyrir þvióláni
LáM að misnota viti sem hefði
\getað tryggtsigurinn.
Grindvíkingar skipta um kana
Helgi Jónas ekki með ívetur
Damon Bailey, bandarískum leik-
manni Grindavíkur, var í gær tilkynnt
að hann myndi ekki leika meira með
liðinu í vetur. Það var þó ekki þar
sem hann hafí staðið sig illa heldur m&f!
kalla aðstæður á að liðið þarf I «, ^
fremur á leikstjómanda að
halda.
Helgi Jónas Guðfínns-
son tók fullan þátt í und-
irbúningi liðsins fyrir
veturinn en nú hefur
komið í ljós að hann get-
ur ekld verið með liðinu í
vetur vegna persónulegra
aðstæðna. Þá meiddist ný-
lega bakvörðurinn Jóhann
Ólafsson og ekki víst hvað
hann verður lengi frá. í því
skyni hafa forráðamenn ^
liðsins tekið þá ákvörðun að ' |
fá frekar bandarískan leik-
stjómanda til liðsins heldur en að
halda Bailey.
Grindavík hefur þó gengið vel í
vetur og er með fuUt hús stiga að
| loknum þremur umferðum. En eins
og bent er á í pistli á heimasíðu fé-
lagsins á Grindavík enn eftir að
mæta þeim liðum sem spáð var
einu af átta efstu sætum deUdar-
innar. Á morgun mætir Grindavík
liði ÍR á heimaveUi en leilcur-
inn er sýndur í beirrni
útsendingu í Rílds-
sjónvarpinu.
Jeremiah Johnson
verður með Grindvík-
ingum á morgun en
hann er til reynslu
hjá félaginu.
eirikurst@idv.is
Helgi Jónas Guð
finsson Verður
ekki með Grindvik•
ingum í vetur.
Misnotuðu víti á ðgurstundu
íslenska handboltalandsliðið lék
sinn annan leik á fjögurra liða æf-
ingamóti í Póllandi en íslenska liðið
vann heimamenn í fyrradag með
einu marki. í gær mættu íslendingar
svo Dönum og var niðurstaðan
32-32 jafntefli. Danir gerðu einnig
jafntefli í sínum fyrsta leik, gegn
Norðmönnum, sem ísland mætir
snemma í dag, klukkan níu.
Úrslit leiks Norðmanna og Pól-
verja voru ekki ljós þegar blaðið fór í
prentun en það er ljóst að ef ísland
vinnur í dag standa þeir uppi sem
sigurvegarar á mótinu. Liðið hefur
hvað sem öðru líður náð frábærum
árangri í þessum fyrstu tveimur leikj-
um enda bæði Pólverjar og Danir
með mjög sterk lið.
ísland hefði þó getað staðið uppi
sem sigurvegari í gær ef Guðjón Val-
ur Sigurðsson hefði ekki misnotað
víti þegar um tíu sekúndur voru til
leiksloka. ísland fékk reyndar einnig
víti í stöðunni 28-26, íslandi í vil, en
misnotaði það einnig. í kjölfarið
skoruðu Danir og Island missti
mann af velli. Leikmenn Danmerkur
skoruðu tvívegis í Viðbót og breyttu
stöðunni í 29-28 sér í vil en ísland
jafnaði áður en að kom að áður-
nefridu víti og við það stóð. Staðan í
hálfleik var 18-17, íslandi í vil.
„Við megum alveg vera sáttir við
þetta," sagði Bergsveinn Bergsveins-
son, annar þjálfara íslenska liðsins,
eftir leikinn. „Við komumst í 10-7
eftir 20 mínútur en þá kemur slæm-
ur kafli og þeir skora tíu mörk á tíu
mínútum. Við lendum svo undir í
síðari hálfleik en náðum svo að
koma til baka. Heilt yfir myndi ég
segja að leikur íslenska liðsins hafi
verið mjög góður."
Mörk Islands: Guðjón Valur Sig-
urðsson 8, Ólafur Stefánsson 4/1,
Róbert Gunnarsson 5, Alexander
Petterson 6, Jaliesky Garcia 3, Einar
Hólmgeirsson 3, Markús Máni
Michaelsson 3.
Varin: Birkir ívar Guðmundsson
13, Hreiðar Guðmundsson 1.
eirikurst@dv.is
OLI VGR
BAR CAFÉ GRILL
óskar eftir
glaðlyndu starfsfólki
í fulla vinnu og hlutastarf.
Dag-, kvöld og helgarvinna.
Mikil vinna í boði
fyrir rétta fólkið.
Umsóknir berist á
amar@cafeo!iver: is
eða í síma 821 8500 (Arnar)
[?P>tu«Sa
ÍP^
ob,
Bókaveisla Fjölva
Skútuvogi 6
Síðasta söluhelgi!
Á Bókaveislu Fjölva, er
aragrúi bóka á hreint
ótrúlegum kjörum.
Mesta úrval landsins af
teiknimyndasögum sem
sumar eru að seljast upp.
Einnig mikið úrval af alls
kyns öðrum bókum:
Skáldsögur,
listaverkabækur,
ævisögur, ferðabækur,
sjálfhjálparbækur,
barnabækur,
matreiðslubækur,
tölvubækur og fleira.
Einstakt tækifæri til að
gera góð kaup.
Margir kaupa allar
jólagjafirnar á einu
bretti fyrir ótrúlega lítinn
pening, barnafólk birgir
sig upp af
afmælisgjöfum.
Landsbyggðin getur nú
líka tekið þátt í þessu
ævintýri og pantað bækur
á netinu, á slóðinni
www.fjolvi.is
Missið ekki af einstöku
tækifæri. Allir fá bók og
Tinnabol í kaupbæti.
Sími
568 2454
Opið í dag og á
morgun frá 12 - 18
Teiknimyndagöáur
t