Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Page 20
20 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Bolli Thoroddsen er efnilegasti ungi sjálfstæöismaöurinn sem komið hefur fram á sjónarsviðið í langan tíma. Ástæðan er sú að hann er ekki eins og aðrir ungir sjálfstæðismenn. Hann er öðruvísi. Bolli er ekki pabbastrákur. Hann er ekki frjálshyggjumaður og hann fór ekki í Versló. Bolli er alinn upp af kommum, allaböllum og krötum. Mamma hans er náinn vinur erkióvinarins, Ingibjargar Sólrúnar, og pabbi hans leigði með Megasi. Þessi óvænta stjarna ætlar nú að komast í borgarstjórn. DV vill vita hvers vegna. Bestu vinir Bolli ásamt kosningastjóra sínum Ara Tómassyni. Flottur búningur Bolli í (saksskóla. Flottir feðgar Bolli ásamt föður sínum. inn af þeirri braut. Slagorð okkar sjálf- stæðismanna hefur um áratuga skeið verið „Stétt með stétt". Kjami Sjálf- stæðisflokksins er í þessum orðum. Og ég trúi á þau." „Siagorð okkarsjálf- stæðismanna hefur um áratugaskeið ver- ið „Stétt með stétt". Kjarni Sjálfstæðis- flokksins er í þessum orðum. Og ég trúi á þau." Ekki hræddur við að tapa Bolli er kominn á flug og hann rifj- ar upjr sín fyrstu kynni af félagsstörf- um. „Ég vil hafa jákvæð áhrif þar sem ég fer,“ segir hann. „Ég lærði það af foreldrum mínum að það er sjálfsagt og eðlilegt að leggja sitt af mörkum. Taka þátt. Þegar félagsstarfið byrjaði fyrir alvöru í Austurbæjarskóla, þar sem ég var nemandi, og farið var að kjósa í nemendaráð fannst mér sjálf- sagt að ég byði mig fram. Ég var ekk- ert hræddur við að tapa. Fannst sú til- hugsun ekkert skelflleg. Mottó mitt hefur alltaf verið að framgangur snú- ist ekki um hversu oft maður er sleg- inn niður heldur hversu oft maður stendur upp aftur. Þess vegna hef ég alltaf verið viðloðandi félagsstörf. Ég lærði fljótt að ef maður ætlar að vinna, þá þarf að hafa fyrir því. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Þegar ég var í 10. bekk ætlaði ég til dæmis að fara í Iðnskólann. Ég hafði eitthvað gælt við MR en mamma var skeptísk á að það væri fyrir mig. Hún hélt að það yrði of erfitt og mér myndi mistakast og líða illa. Ég er samt einhven veginn þannig að því meiri pressa sem er á mér því meira legg ég mig fram. Þess vegna sló ég til, fór í MR og á erfiðustu brautina í þokkabót. Ekki nóg með það, þá var ég bæði gjaldkeri skólafé- lagsins og inspector á meðan ég stundaði þetta erfiða nám.“ „Þetta á við fleira, þegar ég ákvað að fara út sem skiptinemi vildi mamma að ég færi til Þýskalands. Það væri auðvelt. Ekki of langt að fara og ekki of erfitt að læra tungumálið. Ég ákvað hins vegar að fara til Japans af öUum stöðum. Ég hef bara aldrei ver- ið hræddur við að fara erfiðustu leið- ina. Það er einhver þörf í mér að láta reyna á mig. Yfirstíga hindranir og hafa sigur. Þess vegna var ég alveg óhræddur við að fara í þessa baráttu sem ég stend í núna fyrir sæti í borg- arstjóm." Rífst meira við pabba en mömmu „Þó að ég og mamma séum á önd- verðum meiði í pólitík finnst mér gaman að ræða við hana um okkar hjartans málefni. Við emm oft ósam- mála en rífumst ekki. Það er mun al- gengara að ég og pabbi rífumst þegar við ræðum um stjórnmál enda er hann mun vinstrisinnaðri en mamma. Það er samt aUtaf í góðu. Ég á mjög auðvelt með að ræða við fóUc í öðmm flokkum og leiðist þegar fólk getur ekki komist að sanikomulagi um málamiðlanir eða niðurstöðu. Eg er ekki buUandi hugsjónamaður sem getur ekki náð málamiðlumum við fólk sem er mér ekki 100% sammála. Foreldrar mínir em miklu meira hug- sjónafólk en ég. Þau eru líka bara af þannig kynslóð. En þó að ég sé ósam- mála mörgu af því sem þau standa fyrir þá hefur þessi brennandi hug- sjón og baráttuandi skilað sér að því leyti að ég get ekki setið hjá og verið passífur þegn. Ég vil hafa áhrif á borg- ina mína, taka þátt, koma á breyting- um. Og ég vil að annað ungt fólk geri slíkt hið sama. Því mun ég beita mér fyrir af ég næ kjöri." Ekki búinn að skrá mömmu í flokkinn „Mamma þín er komin," segir Ari Tómasson, vinur Bolla og viðtalinu er lokið. Bolli stendur upp og tekur í hendina á blaðamanni, þakkar fyrir spjallið. „Hún hjálpar mér mikið hún mamma," segir hann. Ertu ekki búinn að skrá hana í flokkinn? Það kemur smáþögn á Bolla. Hann brosir. „Nei, ég er nú ekki búinn að gera það. Hugsjónir mömmu eru ekki þær sömu og mínar. Hún mun líklega aldrei kjósa mig á meðan ég er í Sjálf- stæðisflokknum. Ég lái henni það ekki. Hún styður mig bara á annan hátt í staðinn." andri@dv.is „Ég hef einhverja þörf fyrir að láta til mín taka, láta mig hlutina varða. Þannig voru lflca mínar fyrirmyndir - foreldramir," segir Bolli aðspurður hvers vegna hann sé pólitík. Við erum á kosningaskrifstofunni hans. Bolli talar hratt og hugsar fljótt. Hann not- ar hendurnar og horfir beint í augun á blaðamanni þegar hann segir frá stóm ástinni í lífi hans, pólitfldnni. Frammi er fjöldinn allur af vinum hans í símanum. Allir em í símanum að hringja, að minna á Bolla. Besti vinur hans og kosningastjóri, Ari Tómasson, kemur inn og sækir GSM- símakort sem hann lætur stuðnings- menn Bolla fá. Það er verið að smala á kjörstað. Og það á fullu. Þannig vom lflca fyrstu afskipti Bolla af Sjálfstæðisflokknum. Honum var smalað í flokkinn þegar hann var 16 ára gamall. Bolli var beðinn um að koma og kjósa Guðlaug Þór Þórðar- son og Kjartan Magnússon í ein- hverju prófkjörinu. Engum datt þó í hug að hann myndi endast í flokkn- um. Hvað þá að hann myndi láta eitt- vegna brá mér seinna þegar ég kynnt- ist fólki í Sjálfstæðisflokknum og slys- aðist inn á fundi. Ég sá að þetta var ekkert jafn svart og hvítt og talað hafði verið um á heimili mínu þegar ég var barn. Mamma mín Margrét Bjöms- dóttir vann mikið fyrir og með þeim Ólafi Ragnari og Guðrúnu Helgadótt- ur. Síðan fór hún í Alþýðuflokkinn, þar sem tóku við þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björg- vinsson en hún var aðstoðarmaður hans þegar hann var iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Nú er hún í Samfylk- ingunni og vann þar að kjöri Ingi- bjargar síðastliðinn vetur og vor. Pabbi minn heitir Skúli Thoroddsen, hann er lögfræðingur, mikill verka- lýsðssinni, vann hjá Dagsbrún eftir að hann lauk námi, og núna vinnur hann hjá Starfsgreinasambandi fs- lands." Trúir á samstöðu og samhjálp „Þrátt fyrir uppeldið áttu gildi hægrimennskunar við mig, ég fann það strax þegar ég fór á mína fyrstu „Ég er ekki bullandi hugsjónamaður sem getur ekkináð málamiðlumum við fólksem ermér ekki 100% sammála. Foreldrar mínir eru miklu meira hugsjónafólk en ég." hvað til sín taka. Miðað við hans bak- gmnn og fjölskyldu var hann alltaf lík- legri kandídat í Vinstri græna eða Samfylkinguna en helvítis íhaldið á hægri vængnum. Alinn upp á plottfundum „Foreldrar mínir em af ‘68-kyn- slóðinni. Vinstrimenn," segir Bolli. „Sumir mundu ganga svo langt að kalla þá komma. Þau vom aktíf í stjórnmálum á vinstri vængnum og ég ólst upp við að heima vom stöðug boð og samkomur af ýmsu tagi. Alltaf fólk að plotta eitthvað um pólitík og þjóðfélagsmál. Allt mikil gáfumenni og konur. Guðmundur Ólafsson hag- fræðingur var vikulegur gestur á heimilinu, sömuleiðis Ölafur Þ. Harð- arson prófessor. Svo sat ég við eld- húsborðið og hlustaði, fylgdist með. Ég man að andinn var sá að þau væm góða fólkið, vonda fólkið væri í Sjálf- stæðisflokknum. Þannig upplifði ég það lflca þá, þegar ég var bam. Þess fundi í Valhöll," segir Bolli. „Ég er samt svo heppinn að búa að því upp- eldi sem ég fékk því það var alltaf mik- il áhersla lögð á það heima hjá okkur að hjálpa þeim sem áttu erfitt. Þegar ég var lítill gáfum til dæmis alltaf í safnanir eða þegar einhverjir vom að selja eitthvað til styrktar hinum og þessum samtökum eða líknarfélög- um. Þessi hugmyndafræði samstöðu og samhjálpar á stóran þátt í minni pólitík. Svo mikinn að ég hef.stund- um verið kallaður sósíalisti af félög- um mínum í Sjálfstæðisflokknum. Það er samt ekki sanngjarnt því ég hef óbilandi trú á hæfileikum einstak- lingsins til að ná árangri og skara fram úr. Og ég vil berjast fyrir frelsi hans til að gera einmitt það. Ég vil samt að samfélagið skapi sér öryggisnet sem passar upp á þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka sjálfur alltaf verið á þeirri línu og ég er ekki sammála þeim hægrimönnum sem vilja leiða flokk- Nain mæðgin Bolli dsamt móður sinni Margréti Björnsdóttur. Ferill Bolla Thoroddsen er merkilegur. Hann hefur aldrei tapað. Hann kann það ekki. Þolir það ekki. Eitt sinn þurfti stjórn Heimdallar með afli að halda eitt þúsund stuðnings- mönnum Bolla fyrir utan félag- ið svo hann yrði ekki formaður. Andstæðingar hans héldu að þeir hefðu haft betur í það skiptið, en allir með eitthvert nef fyrir pólitík sáu hver hinn raunverulegi sigurvegari var. Það var líka undirstrikað ári seinna þegar hann vann með yfirburðum. Nú er Bolli á leið í enn eina orrustuna. Sína stærstu frá upphafi. Hann ætl- ar, aðeins 25 ára gamall, að verða borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Bolli trúir því að hann muni, enn einu sinni, standa uppi sem sigurvegari. Og miðað við hans feril er erfitt að lá hon- um bjartsýnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.