Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Side 24
n 24 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 Helgarblaö DV Við sóttum Jórunni Ósk Frímannsdóttur Jensen hjúkrunarfræðing heim en hún hefur nóg fyrir stafni og skýr markmið. Hún starfar sem varaborgarfulitrúi, ritstjóri og er eigandi vefsetursins doktor.is sem er einn vandaðasti og nytsamasti gagnagrunnur sem viðkemur heilsu á veraldarvefnum í dag. Þróttaramamma „ Við erum I gönguhóp og höf- um gengið víða. Ég er með þriggja ára gamlan hund (Perlui sem við förum gjarnan með í göngutúra umhverfið." „Mér líður alltaf best í eldhúsinu og ekki bara í mínu eldhúsi heldur yfirleitt þegar ég fer í heimsókn eitt- hvert finnst mér alltaf þægi- legast að vera í eldhúsinu og sitja og tala og tala og tala," segir hún og hlær smitandi hiátri. Gleði ríkir greinilega á heimih Jórunnar og gott er að fá að njóta návistar henn- ar þó stutt sé. „Ég eyði mikl- um tíma í eldhúsinu, reyni gjarnan að draga alla fjöi- skylduna þangað," útskýrir hún en bætir við „Ég geri það frekar en að hanga í stofunni fyrir framan sjón- varpið, það verða engin samskipti þegar sjónvarpið er í gangi." Eiginmaðurinn alger sérfræðingur „Við erum eiginlega svo- lftið mikið eldhúsfólk. Eld- um bæði, ég og maðurinn minn. Okkur finnst sérstak- lega gaman að elda saman, eða vera hvort öðru til skemmtunar á meðan hitt eldar þegar svo ber undir," segir þessi fallega móðir með glampa í augum þegar hún talar um samneyti hennar og betri helmings- ins. „Hann er alger sérfræð- ingur í að elda fisk og hefur það svolítið orðið hans sér- grein í eldhúsinu." Breytingar nauðsyn- legar „Ég hef verið varaborgar- fulltrúi allt þetta kjörtímabil og haft virkilega gaman af störfum mínum þar,“ segir Jórunn og áhugi hennar á stjórnmálum og að hafa áhrif eru auðsjáanleg. „Ég hef áhuga á að vinna enn frekar að því að gera góða borg betri og mér finnst þurfa að breyta áherslum hér í borginni á mörgum sviðum. Ég verð að segja að stefna R-listans í ýmsum málum hefur ekki verið honum til sóma og nægir þar að nefna málefni eins og samgöngur, málefni aldr- aðra og menntamál svo dæmi séu tekin. Við þurfum að skilgreina hvaða þjón- ustu við ætlum að veita hér í borginni og veita þá þjón- ustu með sóma," segir þessi kraftmikla eiginkona og móðir sem mun vafalaust hafa góð áhrif í framtíðinni í Reykjavík. Best að vera með fjöl- skyldunni „Fjölskyldan er samhent og við verj- um gjarnan tíma okkar saman, annars eru drengirnir að verða stór- ir og margt breytist ein- faldlega við það. „Hér er ein auðveld og góð sem er gott að gera þegar mikið er að gera eins og óhætt er að segja að ástandið sé hjá mér núna.“ unum sem búið er að hræra saman. Settl eldfast mót og í 200 'C heitan ofn 120 mín- útur. G ómsæt og holl uppskrift Jórunnar: „Þetta er alltaf alveg rosa- lega gott og börnin eru hrifin afþessu. Með þessu hefég gjarnan spfnatsalat og hrísgrjón (hýðishrís- grjón). Spinatsalatið er sett sam- an úrsplnati, furuhnetum, tómötum og rauðlauk. Dressingu á salatið geri ég úr 2 msk ólífuoliu, 1 msk balsamik edik, 1 msk ahorn sýrópi og 1 hvitlauksgeira smátt skor- inn. Stundum set ég rjóma í eldfasta mótið i lok eld- unar og læt það blandast við ostamaukið og nota sem sósu með." 4 kjúklingabringur 2 ostar með sólþurrkuðum tómötum (þessir mjúku l sexhyrnda pakkanum) 1 krukka sólþurrkað tómatapestó eða sólþurrk■ aðir tómatar (skornir i smátt eða hakkaðir) Kjúklingabringurnar steiktar i ólífuolíu og kryddaöar með svörtum pipar. Skornar eftir endi- löngu og fylltar meö ostin- um og sólþurrkuðu tómöt- „Við njótum þess bara að vera saman," segir Jón Grétar Þórsson, Hafnfirðingur og faðir Þórdísar Birtu sem er tveggja ára og gullmol- inn í lífi hans. „Ég er með hana aðra hverja helgi og rúmlega það. Ég veit ekki hvort það hljómi vel en þegar ég er með hana höngum við bara mikið saman. Hún er ekki komin á þann aldur að maður fari með hana í bíó eða keilu. Það er ótrúlegt hvað margir helgarpabbar fara í keilu á laugardegi.Ætli maður eigi það ekki bara eftir." Jón Grétar er nemi í Háskóla ís- lands og er harður FH-ingur. Hann hefur því lagt mikla áherslu á það í uppeldinu að Þórdís Birta læri að halda með réttu liði. „Jú, ég er bú- inn að kenna henni að FH-ingar eru bestir. í sumar keypti ég búning á hana og fór með hana á leiki. Hún var kannski ekki alveg að meta það að sitja og horfa á heiian leik. Fannst skemmtilegra að hlaupa um völlinn og leika sér.“ Nú er fyrsti snjórinn fallinn í höfuðborginni. Jón Grétar segir spennandi tíma framundan. „Fyrir henni er snjórinn ný uppgötvun. Maður þarf bara að pakka henni inn í kraftgaila og byrja að búa til snjóhús," segir Jón og hlær. Hann bætir við að fjölskyldan sé honum afar mikilvæg og taki virkan þátt í uppeldi Þórdísar. „Það er heilmikil skipulagning í kringum það að eiga lítið bam. Hvort sem þú ert helg- arpabbi eða ekki. En börnin eru til- gangur lífsins. Þau verða það sjálf- krafa. Maður gerir allt í þeirra nafni." | Jón Grétar Þórsson með Þórdísi Birtu Fermeð dóttursina á fótbolta■ leiki og ætlar að byggja með henni snjóhús í vetur. DVmyndirVilli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.