Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Side 28
28 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005
Helgarblaö DV
Fynchro and-
litskrem
„Þetta krem
er frá Gérnetic.
Gérnetic eru
franskar húð-
lækningavörur
sem franskur
læknir og líffræð
ingur hefur þróað síðustu 40 ár. Ég
fór einmitt og heimsótti hann í
kastala hans í Frakklandi og hlust-
aði á fyrirlestur um þessar vörur
sem hafa mikla sérstöðu."
Kanebo púður
„Vinkonur mínar nota þetta
mikið svo ég gat ekki
verið minni
manneskja og
keypti mér
svona. Þetta er 1
mjög fínt púð-
Kanebo maskari
„Þessi maskari er vatns-
heldur svo ég nota hann ekki
alltaf enda engin smá vinna
að ná honum af. Fiann er
meira notaður við hátíðlegri
| tilefni en minna svona hvers-
dags.“
Lancome sólarpúður
„Þetta púður nota ég stundum
því það gerir mann útitekinn. það
fer reyndar bara eftir hvaða stuði
maður er í og
hvert maður er
að fara.“
Svartur augn-
blýantur
„Þennan blýant fékk ég í Lyfjum
og heilsu í Kringlunni og hann er
svolítið sniðugur því þetta er
skrúfblýantur. Hann er með loki
og er þægilegur."
Svartur augnskuggi
„Þessi augnskuggi er eldgam-
ail frá Make up forever sem ég
nota á augabrúnirnar. Það
gerir mjög mikið fyrir mann
að dekkja aðeins
augabrúnirnar . _
og þessi ,
augnskuggi hef- '
ur verið drjúgur
og enst vel.“
Ingibjörg Reynisdóttir lærði leiklist í Kaupmannahöfn og hefur verið að leika og
leikstýra hérna heima síðan. Þessa dagana er hún að leikstýra krökkum í Folda-
skóla fyrir Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema, sem haldin verður i næsta
mánuði. Ingibjörg lék hlutverk í fslensku myndinni Strákarnir okkar og mun
koma við sögu f fslenskri sakamálaseríu sem sýnd verður á RÚV f janúar. Ingi-
björg segist prfsa sig sæla að vera einnig menntaður fótaaðgerðafræðingur og
nuddari því hún grípur f þau störf þegar lítið er að gera í leiklistinni og starfar
þá á snyrtistofunni Eygló.
Ingibjörg segist ekki mála sig daglega en stundum kemst hún f stuð og það fer
sérstaklega eftir tilefninu hvernig farða hún notar. „Það er gaman að sjá hvað
þessar græjur geta gert mikið kraftaverk," segir hún hlæjandi að lokum.
Athafnakonan
Fríða Thomas rekur verslun með sama
nafni við Bröttugötu í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur búið
erlendis meira og minna síðustu þrjátíu ár með eiginmanni
sínum og fimm börnum en kom heim í fyrra og stofnaði
skartgripabúð. Verslunin hefur gengið ágætlega og Fríða tek-
ur að sér ýmis hönnunarverkefni ásamt rekstrinum. DV
spjallaði við Fríðu um skarptgripi og fleira. —--------------------- ..
Fríða Thomas Við hlið
sköpunarverka sinna.
TPy
Fríða opnaði verslunina fyrst á
Óðinsgötu 1 árið 2004 og hún gekk
vel. „Stuttu síðar var skipt um eig-
endur svo ég varð að flytja út í janú-
ar. Þá sá ég húsnæði í Bröttugötu
auglýst og tók það á leigu," segir
Fríða.
Leynibúð
„Það hefur gengið upp og niður
hjá mér síðan þá. Það stóðu lengi
yfir framkvæmdir við Fógetann í
sumar sem er rétt við verslunina svo
gatan var lengi lokuð," segir Fríða og
bætir við að gatan er ekki skráð í
símaskránna svo það er erfitt að öllu
leyti að finna búðina. „Þetta er hálf-
gerð leynibúð," segir Fríða hlæjandi
en auk þessa alls var verslunin skilt-
islaus í sumar en það er löng saga.
Vinsælir skartgripir
„Ég er ekkert lærð en í gamla
daga áður en ég flutti út var ég með
leðurverkstæði á nokkrum stöðum á
íslandi, síðast í Vestmannaeyjum og
ég byrjaði að vinna með skart," segir
Fríða. Fyrir sex árum, þegar Fríða
bjó í Danmörku, fór hún svo að
hekla hatta og húfur. Einn viðskipta-
vina hennar var með skartgripa-
verslunina Beathouse og keypti
mikið af Fríðu og kynni þeirra end-
uðu á því að Fríðu bauðst starf í
versluninni. Þar voru seldir skart-
gripir og efni í þá og Fríða hóf að
gera skartgripi. Þeir urðu mjög vin-
sælir og voru birtar um þá greinar í
blöðum úti.
Steinar í uppáhaldi
Þeir skartgripir sem eru í boði
hjá Fríðu eru flestir eftir hana en
hún er líka með eitthvað eftir aðra.
Skartgripirnir eru úr öllu mögulegu
en steinarnir eru í uppáhaldi því
Fríðu finnst þeir alveg magnað efni.
„Steinar velja fólkið en ekki fólkið
steinana. segir Fríða. Hún hannar
ýmsar gerðir skartgripa og er alltaf
með nóg úrval í versluninni en fólk
getur líka sérpantað vörur. Hver
hlutur er einstakur og engir tveir
eru eins. Steinana flytur hún mest
inn frá Danmörku en fær einnig
mikið frá Bandaríkjunum. Hún hef-
ur lítið unnið með íslenska steina
en það er á stefnuskránni.
Hannaði kórónu fyrir Gay
pride
Fríða segir svolítið erfitt að koma
heim eftir svona langa fjarveru. Hún
ætíar að gefa þessu séns allavega til
áramóta. Hún kann vel við sig í
Bröttugötu og finnst vera góður
andi í húsinu. Það er margt
skemmtilegt framundan hjá Fríðu
Thomas. Bráðlega verður opnuð
verslunin Maður og kona á Lauga-
vegi 7 og Fríða var beðin um að
hanna skarptgripalínu fyrir bæði
kynin og það gengur mjög vel. Hún
er að leggja lokahönd á karlalínuna
og er að fara að tækla konulínuna.
Fríða er ekki ókunnug svona verk-
efnum því hún hannaði alla skrart-
gripina fyrir þáttinn Kalla kaffi,
skreytti Borgardætur fyrir síðustu
jólasýningu þeirra og gerði hina
frægu kórónu fyrir bæði kynin á
dragkeppninni sem haldin var í
sumar í tilefni Gay pride.
ragga@dv.is
SJÁLFSTRAUST 0G REISN KYNÞOKKAFYLLST
Konur eru oft helf eknar af útliti sínu og oftar en ekkí óánægðar með það sem blasir við þeim í speglinum.
Kannanir sýna að karlmenn hafa allt aðra sýn og finnst oft fallegt það sem konum finnst Qótt.
Samkvæmt því sem afgreiðslu-
stúlkur tískuverslana segja er
fyrsta spuming flestra kvenna
sem koma út úr mátunarklefun-
um: „Virka ég feit í þessu?"
Það er löngu lomn staðreynd
að konur hafa neikvæða sýn á lík-
ama sinn og eru eigin hörðustu
gagnrýnendur.
í könnun sem var gerð í
bandarísku glanstímariti
snemma á níunda áratugnum
kom fram að 75% kvenna sem
tóku þátt álitu sig allt of feitar
þrátt fyrir að aðeins tæplega 25%
þeirra væru yfir kjörþyngd. 45%
voru allt of léttar en fannst þær
samt feitar. í sambærilegri könn-
un sem var gerð nýlega í sama
tímariti kom ffam að 85% kvenna
voru óánægðar með þyngd sína
og útlit.
Annað fólk sér þó þessar konur
í allt öðru ljósi, ekld síst karlmenn.
Tímaritið fékk á dögunum pör
til að taka þátt í könnun þar sem
konumar töldu upp þrennt sem
þeim líkaði verst við eigin lfkarna
og þrennt sem þeim líkaði best.
Konumar gerðu langa lista yfir
það neikvæða en áttu í mesta
basli með að finna þrennt já-
kvætt. Það kom hinsvegar í
ljós að eiginmönnum og
mökurn datt yfirleitt ekkert
neikvætt í hug þegar þeir
áttu að lýsa eiginkonum
Kate Winslet Kate er dæmi um
konusem er ekki alltafeins og
stöngull en er sérstaklega að-
laðandi og flott leikkona.
sínum. Þeir vom hins
vegar fundvísir á það
fallega í fari þeirra og
þegar svörin vom
borin saman kom í ljós
að það sem konunum
þótti lýti fannst
mönnunum fal-
legt.
Lærdómurinn
sem hægt er að
draga af þessu?
„Jú, að konur séu
sjálfum sér verst-
ar," segir í niðurstöðum könnun-
arinnar. „Karlmönnum í lífi
þeirra er slétt sama hvort þær em
kílóinu léttari eða þyngri og
finnst þær ffnar eins og þær em.
Á hinn bóginn á það ekki að
skipta meginmáli hvað öðrum
finnst. Konur mættu hins vegar
taka „hintið" og hætta að gera
þær kröfur til sjálfra sín að þær
séu fullkomnar. Konur með
sjálfstraust og reisn em langkyn-
þokkafyllstar," staðhæfa þeir
sem stóðu að könnuninni.