Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Page 42
sk ?(m>c swfrvr>t<T oc ouri&no(vr>u(s. \ 42 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Eg var aðeins fimmtán ára þegar þessi misnotkun hófst og þráði aðeins ást og umhyggju en var samt upp með mér af þeirri athygli sem Gunnar Óli sýndi mér. Hann var 24 ára, starfsmaður unglingaheimilis og notfærði sér aðstöðu sína og ung- an aldur minn,“ segir Dóra Lowery , umdvölsínaáunglingaheimilinuÁr- bót í Aðaldal. Hún ber Gunnar Óla Hákonarson þungum sökum og sannar mál sitt með jámingu sem hún tók upp á band fyrir rúmu ári. DV hefur bandið undir höndum og þar biður Gunnar Óli Dóm um að fyrirgefa sér. Dóra Lowery var aðeins fimmtán ára þegar hún flutti á ung- lingaheimilið Árbót í Aðaldal. Hún var þá að ganga í gegnum erfið unglingsár og segist hafa verið misnotuð af Gunnari Óla Hákonarsyni. í fyrra tók hún upp játningu hans. Dóra þorði ekki að mótmæla þá en nú stígur hún fram og segir sína sögu. Sögu sem hún hafði reynt að segja svo mörgum hér á árum áður en þá trúði henni enginn. Dóra á erfitt með samlíf með karlmönnum, fær martraðir á næturnar og hefur liðið mjög illa. Hún kærði Gunnar Óla og lögreglan í heimabæ hans rann- sakaði málið og sendi til Ríkissaksóknara sem ekki taldi næg- ar líkur á sakfellingu til að ástæða væri til að ákæra. Mig dreymdi draum að ég væri ljóshærð stúlka, eins og hlutverk í kvikmynd. Ég labbaði inn kolsvartan ganginn, sem vísaði niður á neyðargang. Úr þessari hræðilegri martröð minni. Dóra hefur í mörg ár mátt lifa með þessu og þeim áhrifum sem þessi reynsla hefur haft á hana og allt hennar líf. Hún er þess fúllviss að líf hennar væri annað ef Gunnar Óli hefði ekki brugðist trausti hennar í stað þess að misnota hana. Nú leitar hún réttlætis. Sú ganga hófst þegar hún lagði inn kæru fyrir ári. í maí á þessu ári fékk hún síðan bréf frá Rík- Jssaksóknara, undirritað af Sigríði Friðjónsdóttur, þar sem henni er til- kynnt að það sem fram kom við rannsókn málsins sé ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis og sé málið því látið niður falla. Erfið unglingsár „Ég leyfi mér að efast um að rann- sókn máisins á Húsavík hafi verið nægilega vel unnin þar sem ég veit fyrir víst að ekki var rætt við stúlkum- ar sem voru samtíða mér á Árbót. Að minnsta kosti tvær stúlkur sem hafa verið þar hafa sagt mér berum orðum að hann hafi sýnt þeim kynferðislega áreitni, önnur þeirra heldur því fram að hann hafi gengið afla leið. Það má því undarlegt heita að maður- inn skuli sleppa við að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ segir hún og bætir við að í fleiri ár hafi hann unnið við heimilið. Dóra átti erfið S| unglingsár og var send í sveit norður í Aðaldal. Þar var hún hjá dásam- legu fólki sem var henni eins og foreldrar. „Mér leið mjög vel hjá þeim en ég kom til þeirra í sveit þeg- ar ég var þrettán ára. Þegar ég kom heim spurði mamma mig hvort ég vildi fara aftur til þeirra og vera um veturinn og það þurfti ekki að spyrja mig nema einu sinni," segir hún og útskýrir að hún hafi alist upp ein hjá móður sem flutti með hana frá Bandaríkjunum þegar hún var fjög- urra ára. Systkin hennar voru því sem næst uppkomin þegar Dóra fæddist en þær mæðgur áttu ekki skap saman og samband þeirra var aldrei gott. „Til að fyrirbyggja allan misskiln ing, þá var mamma mér afar góð en við höfum líklega verið of lfkar, áttum ekki skap saman. Ég held hreinlega að pólar okkar hafi verið andstæðir. Við bjuggum í Fellahverfinu og þar var ekki gott fyrir unglinga að alast upp því þar voru krakkar sem áttu mjög erfitt. Þeirra á meðal voru stúlk- umar sem lömdu stúlku í miðbæ Reykjavíkur fýrir nokkrum árum, þannig að hún hlaut varanlegan skaða af eins og menn muna. Þær stjómuðu með hnefunum og ef mað- ur fylgdi ekki því sem þær sögðu var maður dauðans matur. Ég hafði gott af því að komast úr þessu umhverfi." Vantaði föðurímynd í sveitinni fann Dóra að einhveiju leyti það sem hún saknaði. Hún hamaðist í íþróttum og hesta- mennsku og fékk útrás fyrir kraft- inn sem bjó í henni þannig. Föður sinn hafði hún ekki hitt frá bamsaldri og mundi ekki eftir honum. „Mig vantaði alltaf föð- urímynd en næst henni komst ég með því að tengjast manni sem mamma var með og var mér mjög góður. Hann var sjómaður en þegar hann var í landi sýndi hann mér mikla þolinmæði og umönnun og hjálpaði mér mikið við lær- dóminn. Ég átti svo erfitt með að einbeita mér, gat aldrei lesið nema nokkrar semingar í einu áður en ég fór að iða í sætinu. Það gerði sér enginn grein fyrir því þá að ég var með athyglisbrest en ég var greind með athyglisbrest með of- virkni eftir að ég varð fullorðin og sett á lyf. Þá fyrst fór mér að líða vel,“ seg- ir hún og bætir við að lyfin rói hana niður og geri hana hæfa til að taka eftir því sem gerist í kringum hana. Fósturforeldrar Dóm í sveitinni vom þolinmóð við hana og hún fékk aðstoð við námið. Allt gekk vel fyrir utan að fósturmóðir hennar var ekki nægð þegar hún komst að því að hún reykti. Dóra segir að hún hafi margrætt það við hana að láta af því en það var til einskis. „Ég var búin að reykja í einhver ár og mig langaði ekki að hætta því. Ég var líka skapstór og bráð þannig að rætt var um að ég yrði á unglinga- heimilinu Árbót sem var þama rétt hjá, þar til ég væri búin að ljúka námi. Ég hefði gott af því en ég hafði val um það sjálf hvort ég færi þangað. Ég féllst á það og þegar ég var fimmtán ára flutti ég þangað. Þar vom krakkar sem sumir höfðu átt mjög erfitt og vom þar hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Ég hins vegar hafði ákveðið frelsi sem hinir krakkamir höfðu ekki," segir Dóra og rifjar upp dvöl sína þar. Ekki hrifin af Gunnari Óla Hjónin sem ráku Árbót vom ynd- islegt fólk sem vom Dóm góð en son- ur þeirra, Gunnar Óli sem þá var 24 ára, var myndarlegur strákur sem hafði gaman af að hnykla vöðvana og sýna stelpunum. „Fljótlega fór hann að sýna mér athygli umfram aðrar stelpur. í byrj- un var það aðeins daður en ekki leið á löngu þar til það færðist í aukana og varð lrkamlegt. Ef við sámm og vor- um að horfa á sjónvarpið gerði hann í því að sitja við hlið mér og áður en ég vissi var hann farinn að koma við Oóra a jánjniiiragy Giuinuraiairs 2 b#airadii Gunnar Oii oad Ocru fyrirgetningar 1 iímtaff mm hún to/i upp fyrir rumu ari. „Fyrsta reynsla ungra stúlka er oft á annan veg en þær bjuggust við. Þannig varmeð mig enda var ég var alls ekki tilbúin til að stofna til náins sam- bands, hvorki við Gunnar Óla né neinn annan," mig undir teppi sem ég var oft með yfir hnjánum. Ég var bara fimmtán ára og þó að ég hafi kannski daðrað á móti var ég ekki viðbúin nánari sam- bandi. Ég fann að hann fylgdist með mér og ef hann náði í mig þar sem ég var ein, þá notfærði hann sér það," segir Dóra og leggur áherslu á að hún hafi ekki verið hrifin af Gunnari Óla. Hins vegar hafi hún verið að vissu marki upp með sér yfir athygli hans. Dóra segir að þegar hún kom að Árbót hafi kynlífsreynsla hennar ekki verið mikil. Hún var þó fyrir hendi en ekki sérlega ánægjuleg. „Fyrsta reynsla ungra stúlka er oft á annan veg en þær bjuggust við. Þannig var með mig enda var ég var alls ekki til- búin til að stofna til náins sambands, hvorki við Gunnar Óla né neinn ann- an,“ útskýrir Dóra. „Ég hafði hins vegar mikla þörf fyrir ást og um- hyggju en það var það sem ég var alltaf að leita að, einkum frá karl- mönnum." Hún tekur fram að það að sýna ást og umhyggju hafi heldur ekki verið ætlun Gunnars Óla, heldur hafi verið greinilegt að hann vildi aðeins hafa af henni not. „í hvert sinn sem einhver sá til lét hann sem ég skipti engu máli en hefði hann verið hrifinn af mér hefði hann ekki hegðað sér svona." Læddist inn á næturnar Að sögn Dóru var hún ekki búin að vera lengi á Árbót þegar Gunnar Óli læddist inn í herbergi hennar eina nóttina og gekk alla leið. Dóra segist hvorki hafa þorað að æmta né skræmta, bara legið hreyfingarlaus og beðið þess að hann lyki sér af. „Á eftir stóð hann einfaldlega upp, hysjaði upp um sig buxumar og fór. Eftir þetta var ég alltaf hrædd. Ég þorði aldrei að mótmæla en hugsaði mitt. Ég vissi að það yrði mikið uppi- stand ef ég gerði eitthvað og hafði ekki kjark til að mótmæla. í huganum var ég ákveðin í að gera eitthvað þeg- ar ég færi af heimilinu," segir Dóra og tekur fram að hún hafi engum þorað að segja þetta á meðan htin var á Ár- bót. Eins og fram kemur í frétt DV á síðu 6 í blaðinu í dag hefur Gunnar Óli beðið Dóm fyrirgefmngar og á bandi sem blaðið hefur undir hönd- um játar hann að hafa átt í kynferðis- legu sambandi við Dóm. í dag segir hann það misskilning. Enginn trúði henni Eftir að Dóra kvaddi Árbót og hélt til Akureyrar þar sem hún bjó um tíma hjá systur sinni, hafði hún áhyggjur af því að ein stúlknanna tæki við hennar hlutverki. „Ég hafði veitt því athygli að Gunnar Óli hafði áhuga og óttaðist mjög að hún yrði næst. Þessi stúlka átti mjög erfitt og æska hennar var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.