Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Side 43
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 43
ömurleg. Hún var viðkvæm eins og
lauf í vincii og ég var viss um að hún
hefði ekki kjark frekar en ég til að vísa
honum á bug. Því ákvað ég skömmu
eftir að ég fór að segja frá því hvernig
hann var.
Ég hringdi fyrst í Gunnar Óla og
sagði honum að ég ætlaði ekki að
þegja yfir þessu lengur en hann
reyndi að telja mig af þvr'. Ég lét ekki
segjast og hringdi í foreldra hans sem
vildu ekki trúa mér. Systir mín trúði
mér ekki heldur og spurði hvort ég
gerði mér grein fyrir hve alvarlegar
ásakanir ég væri að bera upp á
manninn og auðheyrt var að hún
taldi mig vera að dikta þetta allt upp.
Sálfræðingur heimilisins kom og
ræddi við mig og á honum mátti
finna að hann trúði mér ekki. Hann
vildi ekkert gera í málinu. Sem er í
meira lagi óábyrgt þar sem honum
bar sem starfsmanni að tilkynna
þetta og kanna málið. Gunnar Óli
hélt hins vegar áffam að vinna á Ár-
bót," segir Dóra.
Afleiðingarnar komu í Ijós
Dóru famaðist vel að flestu leyti.
Hún var dugleg að vinna en sam-
skipti hennar við stráka voru erfið.
Hún segist hafa átt í erfiðleikum með
samlíf við karlmenn og það hafi á
vissan hátt bitnað á sambandi henn-
ar við hitt kynið.
„Ég trúlofaðist átján ára en upp úr
því slitnaði. Ári síðar kynntist ég
bamsföður mínum vestur á fjörðum
og við eignuðumst tvö böm sem nú
em fjögurra og sjö ára. Við bjuggum í
Bolungarvík og þar var gott að vera
en þegar slitnaði upp úr sambandi
okkar flutti ég suður en síðan til Vest-
mannaeyja þar sem ég bý nú ein með
börnunum mínum.“
Dóra segir að allan þennan tíma
hafi hún lokað gjörsamlega á það
sem gerðist. Það var ekki fyrr en hún
fyrir tilviljun kynntist stúlku sem var
á heimilinu á eftir henni að opnaðist
fyrir sársaukann sem hún hafði lokað
svo lengi á.
„Það er líklega um það bil ár síðan
en þessi stúlka sagðist hafa svipaða
reynslu og ég og leið illa með hana,"
rifjar hún upp og heldur áfram: „Þá
fann ég að eitthvað yrði ég að gera í
málinu og hafði samband við Stíga-
mót og sagði mömmu einnig frá því
sem hafði gerst. Mamma varð mjög
reið og studdi mig í að fara með mál-
ið lengra. Ég vissi að ég gat ekkert gert
því ég hafði ekkert í höndunum. Mér
yrði ekki trúað frekar en í fyrra skipt-
ið þegar ég reyndi að opna á þetta,"
segir hún og nær í símann ofan í tösk-
una sína. Hún lyftir honum upp og
segir: „Hér er ég með sönnun þess að
mig var ekki að dreyma," segir Dóra
og ýtir á takka. „Samtal mitt við
Gunnar Óla er á þessu bandi sem er
innbyggt í símann. Símafyrirtækið
hefur staðfest að ég hafi hringt í
símanúmer hans ákveðinn dag og
nokkrum tímum seinna, sama dag,
hafi verið hringt í mig úr sama núm-
eri. Það er engin leið að falsa slíkt og
það er ekki véfengt að maðurinn
hinum megin á línunni er Gunnar
Óli,“ segir hún og ýtir á takka.
Samtalið er birt á síðu 6 í blaðinu í
dag.
Vildi bara bjarga eigin skinni
Dóra gefur h'tið fyrir bænir Gunn-
ars Óla um fyrirgefningu. Hún segir
að ekki hafi vakað annað fyrir honum
í þessu samtali sem hún tók upp en
„Á eftirstóð hann ein-
faldlega upp, hysjaði
upp um sig buxurnar
og fór. Eftirþetta var
ég alltaf hrædd. Ég
þorði aldrei að mót-
mæla en hugsaði mitt.
Ég vissi að það yrði
mikið uppistand efég
gerði eitthvað og
hafði ekki kjark til að
mótmæla.
„Þá spurði ég hvort það væri kona
eða karlmaður sem væri þar nætur-
vörður. Þegar mér var sagt að það
væri karlmaður missti ég mig alveg
og grét og grét. Læknirinn horfði fof-*
viða á mig. Ég gat ekkert gert við
þessu, óttinn læstist um mig og
svona ótta finn ég oft fyrir.
Gefst ekki upp
Sjálf hefur Dóra fengið lyf við at-
hyglisbresti. Hún segir það allt annað
líf. Nú loksins geti hún slakað á og
lesið. Það hafi hún aldrei getað áður
nema með mikilli fyrirhöfii þar sem
hún las sömu línumar aftur og aftur
áður en hún áttaði sig á inntaki text-
ans. „Það kemur berlega í ljós, ef ein-
kunnir mínar frá því ég var á Árbót
em skoðaðar, hvað ég hrapaði niðilr
eftir að þetta gerðist," segir hún og
bætir við að hún hafi ekki átt erfitt
með að læra ef hún gat einbeitt sér.
Líðan hennar hafi haft mikið um það
að segja.
Dóra segist ekki ætla að gefast
upp með þetta mál. Hún er ekki sátt
við að Gunnar Óli skuli ekki vera sótt-
ur til saka og á enn þann kost að fara
í einkamál en er ekki viss um hvert
hún eigi að leita til þess. Henni hefur
verið sagt frá góðum lögmönnum
sem hugsanlega gætu tekið að sér
mál hennar.
„Ég á eftir að tala við þá, og þah
léttir mér framhaldið eftir að ég hef
sagt frá þessu hér. Þetta átti sér stað
frá því í desember 1993 fram í júm'
árið eftir og ég vona að það sé ekki of
seint," segir Dóra og vill leggja
áherslu á að hana þyrsti alls ekki í
hefnd. Þetta snúist ekki um að ein-
hver verði hengdur, aðeins að Gunn-
ar Óli axli sína ábyrgð og saga henn^.
verði til þess að aðrar stúlkur £
svipuðum sporum hiki ekki við að
opna sig.
„Þegar ég næ fram rétti mínum og
verði mér dæmdar skaðabætur er ég
ákveðin í að þær renni til Stí'gamóta,"
segir hún.
Dóra hefur þessa daga sem hún
hefiir verið f bænum talað við aðrar
konur sem lent hafa í svipaðri stöðu
og hún. Hvarvetna fær hún hvatn-
ingu um að liggja ekki á þessu. „Ég er
staðráðin í að vinna mig út úr þess-
um minningum og ætla ekki að láta
þessa slæmu reynslu stjórna lífi
mínu. Alltof lengi hefur þetta bagað
mig. Þetta viðtal er liður í því að ná
mér frá þessu," segir Dóra. Hún er
aðeins 26 ára gömul, glæsileg stúficá
sem á framtíðina fyrir sér.
bergljot@dv.is
að blíðka hana til að bjarga eigin
skinni.
„Hann var 24 ára og átti að vita
hvað hann var að gera. Hann brást
trausti mínu og þeirra sem réðu hann
í vinnu á unglingaheimilið Árbót. Það
er ég sem geld fyrir þetta með því að
geta ekki notið kynh'fs eins og aðrar
konur. Ég get ekld slakað á og er stíf
og hrædd og spenni alla vöðva sam-
an. Ég treysti ekki karlmönnum en
þessi reynsla hefur markerað mig
meira en ég hefði trúað að hún gæti
gert," segir hún alvarleg á svip.
Dóra segir að eftir að hún opnaði
fyrir tilfinningar sína og fór að geta
rætt meðferðina sem hún fékk á Ár-
bót hafi hún margsinnis vaknað með
martraðir. Oft dreymi hana sama
drauminn trekk í trekk en þá sé hún
föst og komist ekki út. Annar draum-
ur sem nýlega hefur ásótt hana varð-
ar bömin hennar.
„Það er alltaf sami draumurinn,
þar sem ég bið að þeirra sé gætt á
meðan ég fer eitthvert. Þegar ég ætla
að ná í þau eru þau horfin. Þegar ég
spyr er mér sagt að karlmaður hafi
farið með þau. Þetta er hryllileg líðan
í drauminum og ég er viss um að það
er verið að misnota þau. í draum-
inum líða dagar áður en þau koma
rifin og tætt heim. Þau þurfa ekkert
að segja mér, ég veit hvað hefur kom-
ið fyrir þau,“ útskýrir hún og segir að
ljúft sé að vakna af svona draumum.
Þessa dagana er Dóra í bænum
með drenginn sinn, sem einnig er of-
virkur, í viðtalsmeðferð á Barna- og
unglingageðdeildinni. Hún segir að
það hafi komið til tals að hann yrði í
nokkrar nætur í rannsókn á deildinni.
Dóra fær martraðir
á næturnar Hún
vaknar upp meö
skelfingu eftir að
hafa dreymt sama
drauminn aftur og
aftur.