Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2005, Qupperneq 52
I
52 LAUGARDAGUR 29. OKTÚBER 2005 " Helgarbla6lCfl?~ '~ ‘
íslensk dægurlagamenning hefur verið blómleg hingað til. Konur hafa átt sinn þátt í því.
DV hefur tekið saman þær söngkonur sem hafa sett hvað mestan svip á íslenskt tónlist-
arlíf í gegnum tíðina. Af nógu er að taka og eflaust skiptar skoðanir um hvaða söngkonur
eiga heima á þessum lista. Það deila þó fáir um ágæti þeirra söngkvenna sem teknar eru fyrir hér.
Undraverð Ellý
Ellý Vilhjálms fæddist þann 16. nóvember árið 1935 í
Höfnum, vestan við Keflavíkurflugvöll. Hún var raunar
skírð Eldey en kölluð Eliý. Eftir að hún hafði klárað nám
í Héraðsskólanum að Laugarvatni fór hún að syngja
með hljómsveitum í Reykjavík. Fyrst sló hún í gegn með
hljómsveit Bjama Böðvarssonar en eftir að hafa sannað
sig hjá Bjarna gekk hún til liðs við KK-sextettinn sem var
einhver virtasta hljómsveit landsins á þeim tíma. Þá
vom hjólin farin að snúast hjá Ellý
og þau hættu ekki að snúast fyrr
en hún lést árið 1995. Hún söng
inn á íjölda platna, ýmist ein
eða með karlsöngvumm á borð
við Ragnar Bjamason, Vilhjáim
Vilhjálmsson og Einar Júlíus-
son.
Ellý var einstaklega mús-
íkölsk og gat hún til að mynda
lesið nótur og sungið lög
sem hún hafði aldrei
heyrt áður, þrátt fyrir að
hafa aldrei lært nótna-
Ellýar er minnst
sem einnar glæsilegustu
söngkonu íslands-
sögtmnar.
Meðal
hennar
frægustu
laga em lög á borð við Heyr
mína bæn, Lítill fugl, Ég veit
þú kemur og Hugsaðu
heim. Einnig ber að nefna
lagið Sveitin miili sanda
sem er textalaust lag sem
rödd hennar ber uppi.
Hvítu
mávar
Helenu
ódauðlegir
Helena Eyjólfs-
dóttir fæddist 23. jan-
úar 1942. Hún var ekki
nema tólf ára þegar
hún söng inn á sína
fyrstu plötu árið 1954.
Upp frá því fór hún að
syngja inn á fleiri
plötu og streymdi efni
frá henni inn á tónlist-
armarkaðinn. Það
vom hljóðfæraleikar-
ar víðs vegar að sem
spiluðu inn á plötur
Helenu sem seinna
gekk til liðs við hijóm-
sveit Svavars Gests.
Síðar starfaði hún
með hljómsveit Ingi-
mars Eydal en rak
einnig hljómsveit
ásamt eiginmanni
sínum Finni Eydal f
ijölda ára.
í fyrra gaf Helena
út safitdisk með sín-
um bestu lögum og
var þeirri útgáfu vel
tekið. Hennar fræg-
asta lag er tvímæla-
laust Hvítu mávar
sem hún hefur gert
ódauðlegt. Einnig
þótti mörgum gaman
að heyra hve vel hún
skemmti sér á skíðum
í laginu Hopsa bomm.
Shady Owens
Patricia Gale Owens er fædd í lllinois þann 16. júlí
árið 1949. Hún er bandarísk í aðra ættina en móðir
hennar er íslensk. Patricia, sem er þekkt undir nafn-
inu Shady Owens, ætlaði sér ung að verða söngkona.
Hún fékk að syngja á skólaskemmtun í St. Louis þeg-
ar hún var sextán ára og söng þar þjóðlög. Árið eftir
flutti hún til íslands og fann sér fljótt hljómsveit til að
syngja með. Sveitin sem varð fyrir valinu var Óð-
menn. Ári seinna gekk hún til liðs við hljómsveitina
Hljóma og varð þá ein vinsælasta söngkona landsins.
Seinna varð hún aðalsöngvari hljómsveitarinnar
Trúbrots.
Shady söng íslensk lög með bandarískum hreim
og hefur engum tekist að leika stíl hennar eftir enda
einstakur. í dag býr Shady í Lundúnum ásamt eigin-
manni sínum Geoff Calver. Hún er ekki með öllu
hætt í tónlist og hefúr meðal annars sungið með
Sting á hljómleikaferð hans um Bandaríkin. Meðal
hennar frægustu laga eru Án þín, Ég veit þú kemur
og Sail on.
uu
Hirschmann©
Viltu sjá fullt af fríum sjónvarpsrásum
beínt um gervihnött?
Þá höfum VÍð búnaðinn.
1
• HDOG
Auðbrekka 3 - Kópavogur
sími: 564 1660
rrm
(TWfltmotors
P P
HORROB
Verð frá 16.900,- stgr.
• Smart Rapido FTA móttakari,
• 65 cm stáldiskur
• 0,3dB stafrænn nemi.
QQB
©
uus
ONE
nna
TWO
□ OjawORLD QBH t.EWS 24
Leiðandi í
loftnetskerfum
mögnurum
tenglum
loftnetum
gervihnattadiskum
móttökurum
örbylgjunemum
loftnetsköplum
www.oreind.is
<