Símablaðið - 01.11.1935, Page 31
SlMABLAÐIÐ
67
Ný réttindi.
Nýlega hefir starfsmönnum á skrif-
stofum, sem heyra undir Norska
dómsmálaráðuneytið, verið veittur
réttur til að kjósa sér fulltrúa í ráð
það, er fjallar um embættaveitingar.
Er þessa getið í Norska símamanna-
blaðinu, og réttindi þessi talin mikils
virði. Væntir blaðið þess, að síma-
mannastéttin norska hljóti þau einnig
innan skamms, úr því fyrsta sporið
er stigið.
f sambandi við þetta mætti minna
á aðstöðuna bér, hvað okkur síma-
menn snertir.
f starfsinannareglum Landssímans,
25. gr., er svo ákveðið, að til aðstoð-
ar landssímastjóra skuli vera 7 manna
ráð, og meðal þeirra, sem sæti eiga
í því, eru form. F. í. S. og einn annar
fastur starfsmaður landssímaiis, sem
er til þess kjörinn af félaginu, til
þriggja ára i senn. Ennfremur stend-
ur í sömu grein, að „þegar landssíma-
stjóra þvkir ástæða til, ber hann und-
ir ráð þetta málefni, er varða starfs-
hætti og fyrirkomulag starfsrækslu
landssímans, svo og önnur mál, er
varða hagsmuni landssímans annars
vegar og starfsfólksins hins vegar“.
Það væri mjög sanngjarnt, að þegar
um veitingu embætta innan landssim-
ans væri að ræða, þá væri það borið
undir ráð þetta, og fara þannig að
dæmi hinna norsku frænda vorra, og
gæti það komið í veg fvrir ýmsa galla,
sem stundum hafa átt sér stað við veit-
ingu á stöðum innan landssímans.
S.
'L&ihjoMjLsix
um uibq&hbix d stöbimvujun.
Tvö s.l. sumur hefir landssíminn sent
mann víðs vegar um land, til að gera
við bilanir á stöðvunum og til að leið-
l>eina stöðvarstjórunum. Þetta var hin
þarfasta ráðstöfun, því víða mun hafa
verið pottur brotinn, sem við er að
húast. Því það er langt frá, að síma-
stjórum á hinum smærri stöðvum hafi
verið leiðbeint eins og þörf hefði ver-
ið á.
Hér í blaðinu liefir oft verið minst
á það, og ýmsir símastjóranna liafa
oft getið þess í bréfum til Símablaðs-
ins, hve nauðsynlegt væri, að gefa út
leiðarvisi um viðgerð á smærri stöðv-
um og áhöldum.
Fvrir nokkrum árum var í raun og
veru gerður samningur um það milli
Símablaðsins og þáverandi lands-
símastjóra, að í hlaðinu skyldi að
jafnaði birtast greinar, til leiðbein-
ingar í þessum efnum, eftir verkfræð-
inga og fagmenn símans, en landssím-
inn hefir lítið gert að því, að nota
sér það.
En framvegis væntir blaðið að geta
notað sér reynslu Elíasar Kristjáns-
sonar, sem verið hefir á viðgerða-
ferðalagi fyrir landssímann, og veit
hest, á hvaða sviðum helst er leiðbein-
ingar þörf, og fengið hann til að skrifa
smám saman eins konar leiðarvísi
fvrir símastjóra.