Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1935, Síða 37

Símablaðið - 01.11.1935, Síða 37
SÍMABLAÐIÐ 73 endurtekningum. Meðalhraði varð þannig að eins 35 orð á mínútunni, en textinn var að eins sendur út einu sinni. New York og Shanghai tóku á móti allri orðsendingunni algjörlega villu- laust. Tokio, Buenos Aires og' Rio de Janeiro báðu um nokkrar lítilfjörlegar endurtekningar. Hinsvegar heppnaðist Astralíu ekki að fá allan textann sakir „fading“, og var liið vantandi endur- tekið næsta dag með 120 orða hraða á mínútu. Þessi stórfelda tilraun færði heim sanninn um það, að stöðin „Radio Nat- ions“ fullnægði þeim lcröfum er upp- runalega voru gerðar. Og það verður að segja að slíkur árangur sé undra- verður. í maí 1931 lágu aftur fyrir „Radio Nations“ mjög viðtækar skeytasending- ar. En þær voru í tilefni af sendinefnd þeirri er um haustið 1933 hafði verið send út af örkinni til Suður-Ameríku, og ællað var það hlutverk, að jafna Gran Chaco deiluna milli Boliviu og Paraguay. Mestallar skeytasendingar til þessarar sendinefndar fóru yfir „Radio Nations“ sem áður er sagt. Var þá sent samtímis á tveim bylgjulengdum, ann- ari á ensku, hinni á spönsku. Hinn 12. mai að kveldi, hófust miklar skeytasendingar til Suður-Ameríku, og geta símafróðir menn gert scr grein fyrir skeyta-„glásinni“, þar eð skeyta- strimillinn tilbúinn til sendingar var alls 7 km. á lengd! Skeytasendingin hófst kl. 23.30 um kvöldið og stóð samfleytt til kl. 4 um morguninn. Én þá varð hlé á sendingunni til kl. 10 vegna óhag- stæðra loftskilyrða fyrir stuttbylgju- sendingar á þeim árstíma. Síðan hófst skeytasendingin aftur um hádegið og var lokið kl. 18 um kvöldið. En þá liafði Buenos Aires, sem var viðtöku- stöðin, fengið allan hinn mikla texta villulausan. Eru þessi dæmi vottur um ágæti og virkhæfni þessarar miklu stöðvar. A fyrstu starfsárum „Radio Nations“ komu fram raddir um það, að æskilegt væri, að stöðin yrði notuð til reglubund- innar útvarpsstarfsemi, er miðaði til þess, að kynna hinum ýmsu löndum starfsliætti og starf Þjóðabandalagsins. Er afvopnunarráðstefnan kom saman, var byrjað á því að útvarpa frá Genf reglulega fregnum um gang málanna. Var fenginn til þess hinn frægi Ame- ríkuþulur, William Hard. Þessum fréttaflutningi var síðan, með besta árangri, veitt móttaka í New York, og endurvarpað yfir þvera og endilanga Ameríku af félögunum „National Broadcasting Co.“ og „Columbia Broad- casting Co.“ Útvarpsstarfsemi þjóðahandalagsins, sem er eins og áður er sagt á hverju laugardagskveldi, var opnuð af Sir Eric Drummond hinn 25. sept. 1932. Þeir, sem venjulega tala frá Genf á laugar- dagskveldum eru fulltrúar frá frétta- stofu þjóðabandalagsins, er gefa yfirlit yfir gang málanna. Þó er það alloft, að heimskunnir stjórnmálamenn láta það- an til sín heyra, er þeir eru staddir þar á fundum þjóðal)andalagsins. Það er talið, að laugardags-útvarp „Radi-Nations“ eigi miklum vinsældum að fagna meðal fjölda lilustenda í öllum heimsálfunum. Og dæmi er um það, að sniðugur náungi í portúgölsku nvlend- unum, hugði til fjáröflunar sakir al- mennra vinsælda útvarpsins frá Genf. —■ Hann hafði sent út flugrit með eftirfarandi áletrun: „Friðar- vinir og aðrir er ryðja vilja al-

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.