Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1935, Page 35

Símablaðið - 01.11.1935, Page 35
SlMABLAÐIÐ 71 Stofnkostnaður við alla verkfræði- lega innrétting stöðvarbyggingarinnar var alls ca. 4 miljónir svissneskra franka. Af þeirri upphæð greiddi Þjóða- bandalagið 2.4 milljónir en „Radio Swisse“ 1.5 milljónir. Starfrækslu stöðvarinnar annast að jafnaði „Radio Swisse“, en á ófriðar- tínium annast Þjóðabandalagið starf- ræksluna og getur,ef þurfa þykir,notað alþjóðastarfskrafta. Annars er starf- ræksla stöðvarinnar svo vélræn, að einungis fáir menn geta séð um af- greiðsluna. Komi það fyrir, að Þjóðabandalagið þurfi að taka stöðina til eiginumráða, er áskilinn réttur hinnar svissnesku ríkisstjórnar til að hafa þar umsjóna- mann. Það má segja, að stöðin sjálf sé í f jórum deildum. Fvrst er þá sendistöðin sejn liggur við Pranginz, eða ca. 25 km. frá Genf. Er þar komið fyrir tveim stuttbylgju og einum millibylgju sendum. Framh. Þá er viðtökustöðin, og er hún ca. 6 km. frá Genf. En aðalskrifstofan er í símahússbyggingunni i Genf og' einnig er þar eftirlitsherbergi um alla skeytasending stöðvarinnar, en þaðan er beint samband á fulltrúaráðsskrif- stofuna í Þjóðabandalagshöllinni. Og þannig er um búið, að þangað verði að- alskrifstofa stöðvarinnar flutt á óeirð- ar- eða ófriðartímum. A sendistöðinni er, eins og áður er getið, fyrirkomið tveim stuttbylgju og einum millibylgju sendurum. Eftir vild er hægt að firðrita og firðtala. Og feng- in reynsla befir fært sönnur á það, að án minstu vandkvæða getur stöðin haft samband við allar 5 heimsálfurnar. A móttökustöðinni er komið fyrir tveim firðritunar-viðtækjum er tekið geta niður 200 orð á mínútu hverri; þess utan sérstök mjög fullkomin við- tæki fyrir firðlal, auk fjölda smærri algengari viðtækja, þannig að hlustað verður á öllum öldulengdum frá 10 til 30000 metra. Og fengin er reynsla um ________ Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar Reykjavík. — Sími 1933— Símnefni: Kol. Hefir ætíð nægar birgðir af: Góðum og ódýrum kolum, bæði til skipa og húsnotkunar. — Ennfremur koks. — Kol og koks sent hvert á land sem er, gegn eftirkröfu. Sanngjarnt verð. Fljót afgreiðsla*

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.