Símablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 39
S í M A B L A Ð 1 Ð
75
Kjörfundur F. í. S.
verður liaidinn miðvikudaginn 8.
janúar n. k.
Reykjavík 18 des. 1935.
Stjórnin.
fara með sín áhugamál á fulltrúafund-
um. Tel eg þetta sérstaklega heppi-
leg't, því með þessu gætu óskir hverr-
ar starfsdeildar fyrir sig komið sem
skýrast fram í öllum atriðum, og með
þessu væri slcapað það jafnrétti, sem
nauðsynlegt er að sé milli liinna ein-
stöku starfsdeilda. Mælti fá fyrirmynd-
ina frá dönsku símastéttinni, þvi liún
mun hafa skipulagt félagsskap sinn
eittlivað í þá átt.
Til þess að sem flestir félagar gætu
látið álit sitt í Ijósi á fyrirkomulagi
þessu, mætti láta atkvæðagreiðslu fara
fram á meðal allra félagsmanna, t. d.
um leið og stjórnarkosning fer fram.
en æskilegt væri, að þetta yrði rætt
frekar hér í hlaðinu, og gæti þá ýmis-
legt fleira komið i ljós, sem verða
mætti til úrlausnar á þvi skipulagi,
sem fullkomnað gæti félagsþroskann.
Mikið umról hefir verið i landssímahúsinu
nýja, vegna sameiningar pósts og sima. Feila
menn sig misjafnlega við þær breytingar, sem
gerðar hafa verið í herbergjaskipun, og sem
sumar minna sveitamanninn á „krubbnrnar“
i fjárhúsum.
—o—
A Vatnsenda var nokkuð af melnum fyrir
ofan hiisið rifinn sundur sl. vor, og mönn-
um leyft að sá þar kartöflum. Er ætlunin
að rífa hann þannig allan sundur og sá kart-
öflum i hann í nokkur ár, ef símafólkið vill
sinna því, en síðan sá i hann grasfræi.
Símastjórinn í Reykjavík, Ólafur Kvaran,
hefir flutt úr íbúð sinni í símahúsinu og býr
suður við Skerjafjörð.
—o—■
Frú GuÖrún Richter hefir veri'Ö rá'Öin á-
fram sem ráðskona við Símamannabústað-
inn að Vatnsenda, næsta ár. Er það gleði-
efni, að svo mikill er áhugi símafólksins
í Reykjavík, fyrir því, að hafa full not af
þessari dýrmætu eign sinni, að það hefir
bundist samtökum um mánaðarl. framlag,
til að standast kostnað af því, að hita húsið