Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 5

Símablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 5
Útgefandi: Félag íslenskra símamanna. XXIII. árg Reykjavík 1938 5. tbl. Landsfundurinn. Hugleiðingar. Þær vorn margar, og að mörgu leyti merkilegar, þær tillögur og samþvkktir sem gerðar voru á þessum fyrsta Lands- fundi F. í. S. í sumar. Fundartíminn sem menn höfðu yfir að ráða, var ekki langur, en hann var vel notaður. Bend- ir líka til þess sá árangur af fundinum sem þegar er kominn i ljós, — aukinn álmgi félaga utan Reykjavíkur á starf- semi félagsins, og trauslari samheldni meðal félagsmanna. En einmitt þetta, er grundvöllur þess, að auka þá möguleika, sem félagið hefir til jæss að ná góðum árangri i öllum áluigamálum sinum og þeim samþyktum sem jjað gerir, sé þeim fylgt eftir með fyrir- hyggju, en festu. Brevtingar þær, sem Landsfundurinn samþykti að gerðar yrðu á starfsaðferðum og lögum félags- ins, eiga vonandi eftir að sýna enn betri árangur í framtakssemi og eflingu fé- lagsins, til hagsmuna, bæði fyrir ein- staklingana og félagið í heild sinni. Launamálið var auðvitað eitt af þeim málum, sem mikið var rætt um á fundinum, enda fer ekki hjá því, að það verður aðalviðfangsefni launamála- nefndarinnar á komandi vetri að vinna að því, að bætt verði úr því ósamræmi sem á sér stað á launakjörum innan stofnunarinnar, og er liér átt við starfs- fólk Bæjarsímans í Reykjavík, og launakjör símritara úti á landi. Það er ekki hægt að ganga fram hjá því lengur, að launakjör símritaranna úti á landi eru orðin þeim með öllu ó- viðunandi, síðustu árin hefur dýrtiðin farið sívaxandi, enda hafa flestar iðn- aðarsléttir krafist launahækkunar og fengið þvi framgengt, þess vegna er það sanngirniskrafa sem á fullan rétt á sér, að revnt verði að finna leiðir til þess að koma launakjörum símritara úti á landi í viðunandi liorf. Eg vil í þessu sambandi vekja alhygli þeirra, sem vilja kynnast launakjörum þessara

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.