Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 7

Símablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 7
SÍMABLAÐIÐ 39 hinn siðferðisleg-a rétt notendanna og ör- yggi um fylstu leynd í öllum notum þeirra af símakerfinu.“ III. „Landsfundur símamanna, haldinn dagana 16.—18. júní 1938, ályktar eftirfar- andi: 1) Þar eð mjög hefir tíðkast, að lausum stöSum innan Landssímans hefir veriö ráöstafaS án þess að starfsfólki stofnun- arinnar væri gefinn kostur á aö sækja um þær, skorar landsfundurinn á póst- og símamálastjórnina aö auglýsa und- antekningarlaust allar stööur jafnskjótt og þær losna, svo og allar nýjar stöð- ur, sem kunna að verða stofnaðar hjá landssímanum. 2) Þá skorar landsfundurinn á póst- og símamálastjórnina, að velja nýtt starfs- fólk eingöngu með það fyrir augum, að stofnuninni sé nauðsynlegt að auka starfskrafta sína, enda sé þess þá jafn- framt vandlega gætt, að það hafi til að bera þá hæfileika og mentun, sem starf- ið útheimtir, en eldra starfsfólk verði þó ávalt látið sitja fyrir við val í slíkar stöður, ef það óskar þess og uppfyllir þær kröfur, sem landssíminn gerir. 3) Með því að mál, er snerta hagsmuni starfsfólks landssímarís eru orðin mjög margvísleg, beinir landsfundurinn þeirri ósk til póst- og símamálastjórnarinnar, að þau verði öll án undantekningar rædd í símaráðinu og tillögur gerðar um þau þar. 4) Þar sem hækkunarstöður innan sima- stofnunarinnar eru mjög fáar, saman- borið við fjölda starfsmanna, og flestir þeirra hafa því ekki að hærra marki að stefna, og þar sem þróun stofnunar- innar tvímælalaust réttlætir og beinlín- is skapar nauðsyn á að stofna ýmsar slíkar stöður, þá óskar landsfundurinn að póst- og símamálastjórnin taki það til rækilegrar yfirvegunar, og vill í því sambandi nefna, hvort ekki er tími til kominn, að breyta — með það fyrir augum — starfsrækslufyrirkomulagi ýmsra 1. flokks (B-stöðva. 5) Ennfremur skorar landsfundurinn á póst- og símamálastjórnina að breyta því fyrirkomulagi, sem nú hefir verið á um nokkur ár, að sami maður gegni bæði skrifstofustjórastarfi og sé jafn- framt forstjóri loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík, þar sem hvort þetta starf fyrir sig verður að teljast nægilegt fyrir • einn mann. 6) Landsfundurinn skorar einnig á póst- og símamálastjórnina, að leggja ekki niður stöðvarstjórastarfið í Hafnarfirði, svo sem virðist stefnt að, heldur verði sú staða gerð lífvænleg.“ IV. „Landsfundur F.Í.S. 1938 skorar á alla starfsmenn símans að vanda sem allra mest framkomu sína og viðmót við not- endur símans, og gera þannig sitt ýtrasta til þess að stofnunin og starfsfólkið geti orðið fyrirmynd um lipra og góða af- greiðslu og opinbera framkomu.“ V. „Landsfundurinn skorar á póst- og símamálastjórnina, að láta sem fyrst fara fram nákvæma rannsókn á smithættu á hinum ýmsu stöðvum, og einkum telur hann í þvi sambandi, að húsnæði símans á Ak- ureyri sé óviðunandi.“ VI. „Fundurinn skorar á símastjórnina, Eggert Kristjánsson & (Þ Reykjavík Umboðs- Og heildverslun Sími 1400 (3 línur). Símnefni: Cggert.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.