Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.09.1938, Page 13

Símablaðið - 01.09.1938, Page 13
,S’ I M A B L A Ð I Ð 45 svo straumurinn á liaiulrafalnum verð- ur of veikur og mun þá oft varla fella liringifallloku. Verður þá að skifta um segula og setja nýja í staðinn. Myndin sýnir handrafalsgerð, sem mikið er notuð hér á landi. Pólskórnir A eru heil járnstykki, en ekki gerðir úr beygðum járnplötum eins og eldri gerð- ir. Akkerið B er úr þungum, deygum járnplötum, og verður það skýrt nánar síðar. Báðir endar akkerisvafsins eru settir i samhand við (hægri og vinstri) enda akkerisöxulsins með einangruðum stiftum E. 2 hlaðfjaðrir F, sem festar eru við ldiðarstykkin I, en einangraðar frá þeim með ebonit- eða glimmerlagi, eru látnar strjúkast við þessi stifti. Á sveifarásnum er komið fyrir sterkum gormi G, sem þrýstir á stopp- hringinn H, sem festur er við öxulinn með stiftskrúfu, en á hina hliðina þrýst- ir hann á vinstra hliðarstvkkið I. Með þessu ýtir gormurinn ásnum til liægri, þegar handrafallinn er í hvíldarstöðu. Á hægra hliðarstykkinu I, er komið fyrir tveimur messingsívalningum K, og á þá eru festar 4 blaðfjaðrir L. M. N og 0. Allar fjaðrirnar eru einangraðar hver frá annari með ebonit- eða glimm- erlagi. Fjöðrin 0 hefir ekkert rafmagns- samband og er ekki eins og liinar búin út með tengiskrúfum fyrir neinar að- leiðslur. Að ofan liggur hún upp að messinghringnum P, sem komið ei fvrir á sveifarásnum, og er undir hon- um búin út með lítinn ebonitsívalning Q. í hvíldarstöðu handrafalsins liggur fjöðrin M upp við fjöðrina N. Sé aftur á móti sveifarásnum snúið, ýtist hann að venju til vinslri, og fylgist þá fjöðrin 0 með, svo að sívalningurinn Q þrýstir fjöðrinni M til vinstri og kemur henni i samband við L. Þetta samband slitnar strax og hætt er að snúa sveifarásnum.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.