Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 5
XLVIII. ARGANGUR NR. 10-11
REYKJAVIK, MAÍ 1953.
Frá Búnaðarþingi
Búnaðarþing ársins hófst í Reykjavík
föstudaginn þ. 20. febrúar. Á þinginu mættu
í þetta sinn 23 aðalfulltrúar og 2 varafull-
trúar, en þeir voru: Sigurgrímur Jónsson,
Holti, í stað Bjarna Bjarnasonar, skóla-
stjóra, Laugarvatni og Sigurður Snorrason,
Gilsbakka, í stað Jóns Hannessonar, Deild-
artungu, en aðalfulltrúar eru hinir sömu
og að undanförnu samkvæmt nafnalista í
Prey nr. 11 1951.
Á þinginu voru 50 mál til meðferðar og
hlutu 49 þeirra afgreiðslu. Búnaðarþings-
tíðindi munu greina frá þeim öllum, en hér
skulu aðeins birtar niðurstöður eða sam-
þykktir í nokkrum þeirra:
Frce og frœrœkt.
Prá búnaðarsamböndum höfðu borizt er-
indi og kvartanir yfir göllum grasfræs þess,
er til landsins hefir verið flutt. í máli þessu
var eftirfarandi samþykkt gerð:
i.
Búnaðarþing telur það miður farið, að nú á þessu
ári verður að flytja meginliluta þess grasfræs, er við
notum, frá Ameríku, vegna þess að innflutningur gras-
fræs frá Norðurlöndum er bannaður af ótta við gin-
og klaufaveikina.
Hins vcgar viðurkennir það nauðsyn þess, að allrar
varúðar sé gætt til þess að verjast þeim vágesti, en
væntir þess, að eigi verði lagðar hömlur á innflutning
lengur en nauðsyn krefur.
Vill Búnaðarþing lýsa ánægju sinni yfir því, að tek-
izt hefir að ná í háliðagras frá Finnlandi, er ætla má,
að Sé sæmileg vara, og telur, að eftir þeim upplýsing-
um, er fyrir liggja, hafi verið reynt að útvega eins
gott grasfræ frá Ameríku og unnt er, með þeirri tak-
mörkuðu reynslu og þekkingu, sem við höfum á fræ-
stofnum þeim, er þar er völ á.
II.
Búnaðarþing telur nauðsynlegt, að scm kappsam-
legast sé unnið að ]rví að rannsaka nothæfni mismun-
andi stofna þeirra grastegunda, sem hér eru mest not-
aðir, einkum af amerískum uppruna, ef vera kynni,