Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 7
FREYR
155
5. Að stjórn Búnaðarfélags íslands láti fram fara at-
hugun á, hvaða tegund rafmótora væri heppileg-
ust tii afnota í sveitum og að þeirri athugun lok-
inni, að ná í söluumboð og fá eitthvert sölufyrir-
tæki til að annast um innflutning og dreifingu vél-
anna fyrir hæfilega þóknun.
G. Að stjórn Búnaðarfélags Islands beiti sér fyrir
því við ríkisstjórn og Alþingi, að innflutningur
slíkra véla sé gefinn tollfrjáls.
Skógrœkt.
Búnaðarþing hafði til meðferðar frum-
varp til skógræktarlaga, er skógræktarstjóri
hefir samið. Gerði þingið við það ýmissar
athugasemdir og fylgdi eftirfylgjandi
greinargerð frá nefnd þeirri, er um málið
fjallaði.
Greinargerð:
Jarðræktarnefndin hefir athugað nokkuð frumvarp
þetta og orðið sammála um að mæla með því, að
frumvarpið verði að lögum; þó leggur hún áherzlu
á, að breytingartillögur hennar verði teknar til greina
og samþykktar. I. og II. kafli frumvatpsins er því nær
samhljóða gildandi lögum. Orðalag þessara kafla er
í sumum atriðum nokkuð óbilgjarnt í garð landeig-
enda, en nefndin telur samt ekki rétt að fara að
vekja deilur um málið, þar sem fulls hófs mun hafa
verið gætt í framkvæmd þessara kafla, eftir því sem
nefndinni er kunnugt, og cinnig vegna þess, að ákvæð-
in eiga að koma í veg fyrir eyðing skóga og graslendis.
Skógræktin gerir þá kröfu, að búfé sé réttdræpt, ef
það fer tvisvar inn í löggirðingu um skógrækt. Af því
leiðir, að það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa fén-
aðareigenda, að nefndar girðingar séu nokkuð örugg
varzla.
Út frá þessu sjónarmiði hlýtur Búnaðarþing að
krefjast þess, að girðingarnar séu betri varzla en hér
cr gert ráð fyrir.
Leggur nefndin því til, að hæð girðingar sé minnst
120 cm, eins og samþykkt var á síðasta Búnaðarþingi,
og gerðin sé eins og lagt er til í breytingartillögum.
Ennfremur er rétt til áherzlu að ákveða, að gaddavírs-
girðing sé ekki lögleg, nema vír sé vel strengdur. í 17.
gr. er gert ráð fyrir, að fjáreigendur þurfi að smala
búfé í skógargirðingum, og gefur slíkt fyllilega í skyn,
að ekki sé ætlazt til, að allar skógargirðingar verði lög-
girðingar, enda er það lítt httgsandi. Slíkar girðingar
veita þá skógra’ktinni ekki rétt til að láta farga fénu,
sem inn I þær fer.
19. gr. Grein þessi er mjög í samræmi við ályktun
síðasta Búnaðarþings; þó er brugðið út af í tveim
atriðum, sem nefndin telur miður fara. I fyrsta lagi
er fellt niður ákvæði um, hvernig skuli fara með fén-
að, er í fyrsta sinn fer inn í löggirðingtt, og af ein-
hverjum ástæðum cr ekki hirtur af eiganda, en ekki
er heimilt að farga. Nefndin leggur nú til eins og
fyrr, að hreppstjóri ákveði, hvar honttm skuli sleppt.
I öðru lagi er dregið úr aðstöðu fénaðareiganda til
að knýja girðingareiganda til að lagfæra löggirðingar,
ef aðfenni gerir girðinguna óvirka. Nefndin leggur til,
að notað verði sama orðalag og síðasta Búnaðarþing
lagði til um Jretta atriði.
Svofelld dagskrártillaga var og samþykkt
í máli þessu:
Með því að frumvarp það til laga um skógrækt,
sent nú liggur fyrir Búnaðarjzingi, virðist að ýmsu
leyti óaðgcngilegt bændum landsins í núverandi formi,
en að öðru leyti er hér um mikilsvert framtíðarmál að
ræða, sem vel þarf að vanda, áður en fullnaðarstakkur
er skorinn, ályktar Búnaðarþing því að kjósa tveggja
manna milliþinganefnd til að athuga frumvarpið, og
verði leitað samkonntlags við yfirstjórn skógræktar-
málanna um að hún taki þátt í athugun þessa máls
með því að leggja til fulltrúa í nefndina. Skal nefndin
leggja fram álit sitt fyrir næsta Búnaðarþing.
Steinefnavinnsla og steinefnaþörf.
A. Sem úrræði til öflunar steinefna
handa búfé var samþykkt eftirfarandi á-
lyktun með greinargerð:
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að
láta fara frant á þessu ári rannsókn á því, hvernig nýta
megi sem mest af húsdýrabeinum í landinu til fóðurs,
og leggja niðurstöður þeirrar rannsóknar fyrir næsta
Búnaðarþing.
Greinargerð:
Eitt af okkar mörgu óleystu verkefnum varðandi ís-
lenzkan landbúnað er nýting húsdýrabeina.
Landbúnaður okkar er svo að segja einvörðungu
húsdýrarækt; er því um mikið hráefni að ræða, er til
fellur árlega í öllum beinum í landinu. Hér er því
um mikil verðmæti að ræða, sem látin eru ónýtt á ári
hverju. En þótt áreiðanlega sé hér um að ræða mikil
fjárhagsleg verðmæti, þá rnunu þó hin óbeinu verð-
mæti ennþá þýðingarmeiri og verðmætari fyrir land-