Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 10

Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 10
158 FREYR Svona var útsýnin yfir sundin og Gufunesið um \>að bil sein framkvcemdir hófust við byggingu Aburðarverksmiðjunnar. Vinnuskálarnir hafa verið rcistir en landsvœðið er annars að mestu órótað. Hús bújarðarinnar i Gufunesi sjást við enda vegarins; við tangann til hœgri er bryggju verksmiðj- unnar œtlaður staður. Laugarnesið ber yfir Gufunesbccinn en Viðey til hcegri hinumegin við sundið. Ljósm.: V. S. skorar Búnaðarþing á stjórn Búnaðartclags íslands að vinna að því að kvikmynda vel rckinn búskap, eins og hann er nú hjá okkur, og jafnframt verði unnið að kvikmyndun þeirra þátta úr atvinnulífi bænda og sveitafólks, sem nú eru að hverfa eða eru horfnir úr þjóðlífi okkar. Vill Búnaðarþing sérstaklega fela stjórn fclagsins að leita um þetta náinnar samvinnu við átthagaféiög og aðra aðila, er að þessu vilja vinna. Erindi menntamálaráðuneytisins. Út af erindi menntamálaráðuneytisins varðandi búnaðarfræðslu í héraðsskólum var samþykkt eftirfarandi: Búnaðarþing lýsir ánægju sinni yfir því, að hafin er upplýsingastarfsemi um landbúnað í héraðsskólun- um. Telur Búnaðarþingið, að ekki sé ástæða til að starf- semi þessi verði felld í fast form, fyrr en fengin er nokkur reynsla af því, hvaða áhrif þetta hefir á að- sókn að bænda- og húsmæðraskólunum. Þingið lítur svo á, að þessi fræðsla eigi fyrst og fremst að orka til hvatningar æskunni til að helga krafta sína höfuð- atvinnuvegum þjóðarinnar og að sækja sérskóla þeirra, en ekki vera kerfisbundin sérfræðikennsla. í þessu sambandi vill Búnaðarþingið endurtaka og undirstrika þær samþykktir, er það gerði á síðasta Búnaðarþingi, og bendir sérstaklega á II. kafla þeirrar samþykktar. Verkleg mennt. Fyrir þinginu lágu erindi um nauðsyn þess, að tekin yrði upp kennsla í búfjár- hirðingu, og var í því efni samþykkt eftir- farandi ályktun:

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.