Freyr - 01.05.1953, Síða 15
FREYR
163
artilraun í sama skiptið og betri en venju-
legast fæst með notkun ófrysts sæðis. Þetta
sæði hafði reyndar verið þynnt minna en
venjulega eða 1 hluti af sæði notaður móti
3 af geymsluefninu. Síðari tilraunir benda
þó til þess, að þynning 1:40 á frystu sæði
dragi ekki úr frj óvgunarhæfileika þess.
Sökum þess, hve stutt er síðan tilraunir
þessar hófust, er enn ekki komin reynsla
á það, hve lengi megi geyma sæði fryst án
þess, að það missi frjóvgunarhæfileikann.
Bráðabirgðaniðurstöður benda þó til þess,
að 20 vikna geymsla hafi engin áhrif á
hann. Hanasæði hefir haldið frjóvgunar-
hæfileikanum eftir 9 mánaða geymslu í
frysti.
Sú uppgötvun, að hægt sé að frysta og
þíða lifandi dýrafrumur án þess, að þær
deyi, er í sjálfu sér mjög athyglisverð og
mikilvæg frá fræðilegu sjónarmiði. Glyc-
erol, sem notað hefir verið sem geymslu-
efni í þessum tilraunum, eins og áður er
getið, virðist draga úr kristalmynduninni,
meðan á frystingu stendur, þannig að
frumurnar verða fyrir sem minnstu
hnjaski af völdum hennar. Þá bendir sú til-
raun, sem skýrt var frá hér að framan, til
þess, að glycerol hafi bætandi áhrif á
frjóvgunarhæfileika sæðisfrumanna sem
geymsluefni, enda þótt sæðið sé ekki fryst.
Hitt atriðið, að hægt er að geyma sæði
frjótt í langan tíma, hlýtur að eiga eftir að
verða mikilvægt á sviði tæknifrjóvgunar
búfjár. Þannig ætti að verða hægt að nota
til hins ýtrasta sæði úr bolum, sem reynsla
hefir fengizt á, að eru úrvals kynbótagripir,
en mikið af því fer oft til spillis. Þá viröast
vera minni líkur til þess, að sjúkdómar ber-
ist með frystu sæði, og því auðveldara með
flutning á því landa á milli. Þegar ráðstefn-
an var haldin, var vitað um einn kálf, sem
fæðzt hafði út af frystu sæði, og nokkra
kálfa út af sæði, sem blandað hafði verið
með glycerol, en ekki fryst. Kálfarnir voru
allir rétt skapaðir.
Staðsetning sœðisins í kynfœrum kúa
við tœknifrjóvgun.
Þegar kúm er haldið, verður mestur hluti
sæðisins eftir í skeiðinni, en nokkuð fer þó
inn í legmunnann (os uteri) að jafnaði. Á
fyrstu árum tæknifrjóvgunar var algengt
að nota skeiðarsjá (vaginascope) eða glenni
(speculum) til að víkka út skeiðina á kúnni,
sem frjódæla átti. Síðan var frjódælingar-
pípan færð gegnum þessi áhöld og sæðinu
dælt inn í legmunnann og ytri hluta leg-
hálsins (cervix). Önnur aðferð, sem gefið
hefir enn betri árangur, hefir rutt sér til
rúms síðari árin. Sá, sem frjódælinguna
framkvæmir, fer þá með aðra höndina inn
í endaþarm kýrinnar, þreifar fyrir legháls-
inum gegnum þarmavegginn og nær taki á
hcnum. Með hinni hendinni færir hann
frjódælingarpípuna inn eftir skeiðinni og
stýrir henni gegnum leghálsinn og inn í
legið, þar sem sæðið er skilið eftir í leginu,
venjulegast þar, sem það klofnar í leg-
hornin.
Víðtæk athugun hefir nýiega verið gerð
á því, hvar æksilegast sé að setja sæðið, til
þess að frjóvgunarhæfileikinn verði sem
mestur. Athugunin, sem framkvæmd var af
31 manni á 7536 kúm, leiddi í ljós, að kýrn-
ar festu álíka vel fang, hvort sem sæðið var
sett í miðjan leghálsinn, legið sjálft eða
leghornin.
Nú vill svo til, að um 3—4% af kúm halda
áfram að sýna yxniseinkenni, þótt þær hafi
fest fang. Kemur það því ekki ósjaldan fyr-
ir, að menn eru beðnir að frjódæla kýr, sem
haldið hafa. Nú er sýkingarhætta í leginu
mikil, þegar svo er ástatt. Verði fóstursins
ekki vart, áður en kýr, sem svo er ástatt
um, eru frjódældar, er allmikil hætta á, að
þær láti fóstri, ef farið er með frjódælingar-
pípuna inn í legið. Væri pípunni hins vegar
beint inn í miðjan leghálsinn, en ekki
lengra, væri ekki nein veruleg hætta á, að
særindi eða sýklar yllu fósturláti. Bendir
þetta til þess að dæla ætti sæðinu aðeins
inn í miðjan leghálsinn, a. m. k. þegar um
uppbeiðsli er að ræða, þar sem árangurinn
er eins góður. Erfitt er þó fyrir æfða menn
að skipta um tækni og eins er erfitt að
kenna nýliðum að finna miðju leghálsins,
nema þeir hafi áður fengið æfingu í að
koma pípunni alla leið inn í legið.