Freyr - 01.05.1953, Síða 17
FREYR
165
ÞÓR GUÐJÓNSSON:
Klak og seiðaeldi
Á þessu ári er öld liðin síðan fyrsta meiri-
háttar klakstöðin í heiminum hóf starfsemi
sína. Þetta var rúmlega hundrað árum eftir
að Þjóðverjanum Ludwig Jacobi heppnaðist
fyrstum manna að frjóvga silungshrogn.
Uppfinning Jacobis var fáum kunn framan
af, og var það ekki fyrr en á 19. öld, að veru-
legur áhugi vaknaði fyrir fiskaklaki, enda
fór þá fyrst að bera á ofveiði í ám og vötn-
um. Tilraunir voru gerðar með klak í mörg-
um löndum, en þær voru í smáum stíl og oft-
ast handahófskenndar, enda stóðu þær ekki
lengi yfir á hverjum stað. Það var fyrst í
Frakklandi að klakreksturinn komst á fast-
an grundvöll með stofnun klakstöðvarinnar
í Huningue, nálægt Basel. Tók hún til starfa
í ágúst 1852.
Franska stjórnin lét reisa klakstöðina í
Huningue og bar allan kostnaðinn af rekstri
hennar. Framan af var hrognum klakið í
klakhúsinu í 2—3 vikur og þau síðan send
út til manna ókeypis. Móttakendur hrogn-
anna komu þeim síðan fyrir í ám og vötn-
um. Það var ekki fyrr en 1859 að farið var
að reyna að halda kviðpokaseiðum til að
sleppa, en það þótti dýrt að hafa mikið af
slíkum seiðum í stöðinni í einu. Klakstöðin
var stækkuð mjög þegar á fyrstu starfsárum
hennar, og má glöggt sjá, að myndarlega
var að verið, á því, að árið 1861 komu 19,5
milljónir hrogna í klakstöðina úr 7 mismun-
andi tegundum vatnafiska frá Frakklandi
og nágrannalöndunum. 16,2 milljónir
hrogna voru send frá stöðinni að klaktím-
anum loknum á um 240 staði í Frakklandi
og 11 löndum öðrum.
Klakrekstur Huningue-stöðvarinnar vakti
stórkostlega athygli í Evrópu og Ameríku,
og á næstu árum reis upp fjöldi klakstöðva
í mörgum löndum. Víða veittu stjórnarvöld
ríflega styrki til klakstarfsemi, eða tóku
jafnvel forustuna í klakmálunum. Gekk svo
fram næstu áratugi, að alltaf fjölgaði
stöðvunum og framleiðsla hrogna, og þó
einkum kviðpokaseiða, jókst og þá hvað
mest vestan hafs. Á árunum 1880—1900 var
t. d. sleppt að meðaltali 128 milljónum kvið-
pokaseiða vatnafiska á ári í Kanada, og
mest 300 milljónum seiða á einu ári á
nefndu tímabili. Á fyrstu þremur áratugum
þessarar aldar jókst seiðaframleiðslan enn.
1915 var t. d. sleppt 570 milljónum kviðpoka-
seiða á vesturströnd Bandaríkjanna og
Kanada eingöngu.
Eins og gefur að skilja, hefur allur klak-
reksturinn kostað geysilegar fjárfúlgur, svo
að húsklakið (klakhúsklakið) hlaut að hafa
einhverja kosti fram yfir náttúruklakið í
augum manna. Og hverjir voru svo þessir
miklu kostir húsklaksins? Álitið var, að
frjóvgun hrogna í náttúrunni væri mjög
ábótavant, þar sem aðeins fáein hrogn af
hverju hundraði frjóvguðust. Hinsvegar
frjóvguðust nær öll hrogn, sem strokin voru
til klaks, með þurru frjóvgunar-aðferðinni.
Á þessu virtist því stórkostlegur munur. Þá
var klakinu talið það til ágætis, að hrognin
og kviðpokaseiðin í klakstöðvunum væru
varin fyrir hættum, sem hrognum í náttúr-
unni stafaði af óvinum, ísruðningum, þurrk-
um, flóðum og frosti. Kostir húsklaksins og
kviðpokaseiðahalds virtust miklir og var því
ekki að furða, þó að klakið næði verulegri
útbreiðslu víða um lönd.
Þrátt fyrir hina miklu kosti, sem klakið
var talið hafa, voru margir, sem báru brigð-
ur á, að það væri eins megnugt og helztu
stuðningsmenn þess héldu fram. í kringum
1880 var mikil gagnrýnisalda á klakið, því
að þá vgr víða komin veruleg reynsla á klak-
rekstur. Rekstur klakstöðvanna gekk mis-
jafnlega og margar voru lagðar niður eftir
stuttan tíma vegna margskonar erfiðleika í
rekstrinum, og aðrar vegna þess, að árane-