Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1953, Side 19

Freyr - 01.05.1953, Side 19
FRE YR 167 rýni þess efnis, að klakið gæti ekki haldið við laxastofnum, hvað þá aukið þá, því að þrátt fyrir sívaxandi klak fóru fiskstofnarn- ir rýrnandi. Samanburður á veiðimagni ein- stakra ára og seiðamagninu, sem sleppt var í árnar nokkrum árum áður, sýndi, að ekki var beint samband þar á milli. Upp úr þess- um athugunum ákváðu Kanadamenn að gera samanburð á gildi húsklaksins og náttúruklaksins með vísindalegum aðferð- um og þá einnig að rannsaka klakaðferðirn- ar, lífsskilyrði fyrir lax í fersku vatni, áhrif óvina laxins á stofninn o. s. frv. Velja þurfti heppilegt vatnasvæði til að framkvæma rannsóknirnar á, og varð Cultusvatn í Brezku Kolumbíu, ásamt aðrennsli þess og frárennsli, fyrir valinu. Frárennsli Cultus- vatns heitir Sweltzerá og rennur út í Ved- derá, er fellur í Frazerána, en Frazeráin er ein frægasta laxá í heimi. Aðalfisktegund- in, sem aðsettur hefir á rannsóknarsvæð- inu, er Kyrrahafslaxtegundin sockeyelax, sem hrygnir í ám, sem í vötn falla, og sum- staðar í vötnum. Seiðin ganga niður í vötn- in, þegar þau hafa notað upp kviðpokann, og dveljast þar oftast í eitt ár, áður en þau ganga til sjávar. Auk sockeyelaxins eru tvær aðrar laxategundir á vatnasvæðinu, og nokkrar tegundir silunga og annarra vatnafiska. í Sweltzerá var gerð stífla, sem lokaði ánni. Við stífluna voru gildrur til að veiða í seiði og fullorðinn fisk, og voru allir fiskar taldir úr gildrunum áður en þeim var hleypt leiðar sinnar. Var það gert á ár- unum 1925—36. Til að fá samanburð á hús- klaki og náttúruklaki var sockeyelaxinn all- ur ýmist látinn hrygna í náttúrunni eða hann var allur strokinn í klak. Á árunum 1925, 1927 og 1930 var hann látinn hrygna, en árin 1926, 1928—29 og 1932—33 var hann strokinn í klak. Árin 1926, 1929 og 1932 var kviðpokaseiðum sleppt, og árin 1928 og 1933 voru augnhrogn grafin niður í mölina á hrygningarstöðvunum. Niðurstöður þessara einstæðu rannsókna voru þær, að húsklalc- ið hafði ekki neina verulega yfirhurði fram yfir náttúruklakið. Þessi merkilega niður- staða vakti að vonum mikla athygli, enda var hér í fyrsta skiptið, a óyggjandi hátt, sýnt fram á hina takmörkuðu þýðingu þess að grafa augnhrogn á hryggningarstöðvum og sleppa kviðpokaseiðum á vatnasvæði þar, sem hrygning er eðlileg. Skömmu eftir að niðurstöður Cultus- vatnsrannsóknanna voru birtar, kom út rit- gerð eftir Ný-Sjálendinginn D. F. Hobbs, þar sem skýrt er frá eftirtektarverðum rannsóknum á frjóvgun hrogna laxfiskanna í náttúrunni. Hann sýndi fram á, að nær öll hrogn, sem gotin eru, frjóvgast, og hafa fiskifræðingar í mörgum löndum komizt að sömu niðurstöðu síðan. Þessi sannindi, sem gera niðurstöður Cultusvatnsrannsóknanna flestum auðskiljanlegri, kipptu fótunum undan kenningunni um, að aðeins lítill hundraðshluti hrognanna, sem gotin voru í náttúrunni, frjóvguðust, en hún hafði ver- ið veigamesta röksemdin fyrir yfirburðum húsklaksins yfir náttúruklakið. Víða hafa menn verið seinir til að skipta um skoðun á gagnsemi klaksins, þó að nið- urstöður af rannsóknunum á gildi þess hafi sýnt glögglega, að það er miklum tak- mörkunum háð. Er það að mörgu leyti skiljanlegt, þar sem klakrekstur er orð- inn fastur liður í daglegu lífi fjölda manna, og almenningi hefir verið kennt að trúa á það. Vestan hafs var fyrst hætt að sleppa kviðpokaseiðum að mestu, en þess í stað voru þau alin um lengri eða skemmri tíma, áður en þeim var sleppt. Á Norður- löndum, og þá einkum á íslandi, á klakið enn marga formælendur. Algengustu rökin, sem færð hafa verið fyrir gildi klaksins, eru þau, að með því að sleppa kviðpokaseiðum hafi verið komið upp fiskstofnum á vatnasvæðum, þar sem viðkomandi fisktegundir voru ekki fyrir, og er innleiðing lax- og silungategunda til Nýja Sjálands stórkostlegasta dæmið um það. Sannanir fyrir gagnsemi klaksins eru óyggjandi, hvað þetta snertir, en sömu rök- in eru einnig notuð til að sanna, að fisk- stofninn aukist þegar kviðpokaseiðum er sleppt í ár og vötn, þar sem fiskur sömu teg- undar hrygnir með eðlilegu móti, og er það rangt. Niðurstöðurnar af Cultusvatnsrann- sóknunum sýna þetta ljóslega. Þegar það er svo athugað, hvernig kviðpokaseiðafram- leiðslan í heiminum hefir verið notuð, kem-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.