Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 21

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 21
FREYR 169 um laxi kosta kr. 26—30. Ef færri laxar komast upp af hverju þúsundi kviSpoka- seiða heldur en einn, eins og hér hefir ver- ið gert ráð fyrir, verða þeir þeim mun dýr- ar.. Þegar hugleidd er sú aðferð, sem oft, ef ekki oftast, hefir verið notuð hér á landi við að sleppa seiðum, sem sé að hella fleiri þúsund og jafnvel tugþúsundum seiða úr seiðaflutningaílátum á fáeina staði í án- um, í stað þess að dreifa þeim vandlega um stór ársvæði, þá má draga mjög í efa, að jafnvel, y2 seiði að meðaltali hafi komizt upp af hverju þúsundi kviðpokaseiða. Af því, sem að framan segir, er það Ijóst, að það getur aðeins borgað sig að sleppa kviðpökaseiðum af laxi í ár, þar sem hann er ekki fyrir eða þar, sem stofnarnir hafa dregist óeðlilega mikið saman vegna utan- aðkomandi áhrifa, svo sem vegna rafvirkj- unarframkvæmda o. fl. Þá getur verið nauðsynlegt að reka klak á stöðum, þar sem hrygningarskilyrði hafa verið eyðilögð að mestu eða öllu leyti. Einnig er klakrekstur nauðsynlegur til öflunar seiða, sem ala á upp í eldisstöðvum. Klakið hefir brugðist vonum manna sem alhliða fiskiræktarráðstöfun, en hefir hins- vegar haft mikla þýðingu síðustu 70—80 árin í sambandi við lausn á ýmsum vanda- málum, sem snerta veiði í fersku vatni. Það var með klakinu, sem almennt var farið að gefa veiðimálunum gaum af hálfu opin- berra aðila víða um lönd, en það leiddi aftur til þess, að ríkisstjórnir flestra landa settu á stofn veiðimálastjórnir til að fara með veiðimálin, til margvíslegs gagns fyrir eigendur og nýtendur veiðihlunninda og fyrir fiskiræktarstofnanir. Hér á landi hef- ir klakið átt ríkan þátt í því að sameina menn um að rækta ár og vötn. Þó að lítið hafi munað um kviðpokaseiðin, sem sleppt hefir verið, þá hafa árnar oft jafnframt verið friðaðar að meira eða minna leyti, og hefir það komið fiskstofnunum að góðu gagni, en árangurinn af slíkum friðunum hefir jafnaðarlega verið þakkaður klak- inu. Áður en niðurstöður Cultusvatnsrann- sóknanna tóku af allan efa um gildi klaks- ins, var mönnum víða orðið ljóst, að seiði, sem alin væru um tíma, myndu eiga auð- veldara með að bjarga sér heldur en kvið- pokaseiði, þegar þeim hefði verið sleppt í ár og vötn. Var eldi seiða hafið í smáum stíl við sumar klakstöðvar þegar fyrir 70—80 árum. Með árunum fjölgaði klakstöðvunum, sem tóku upp eldi, en verulegur skriður komst samt ekki á eldið fyrr en óánægjan með að sleppa kviðpokaseiðum fór alvarlega að gera vart við sig á öðrum tug aldarinn- ar. Síöan fór lax- og silungseldið hraðvax- andi og þó mest eftir að vitað var um nið- urstöður Cultusvatnsrannsóknanna. Er nú svo komið, að eldisstöðvar eru í flestum löndum þar sem laxfiskar fyrirfinnast, og eru sleppiseiði1) nú nær eingöngu flutt í ár og vötn í stað kviðpokaseiðanna áður. Fiskihald2) almennt er miklu eldra en 1) Seiði (á norsku „settefisk"), sem alin eru um lengri cða skemmri tíma eða látin ganga sjálfala í tjörnum, x þeim tilgangi að sleppa þeim síðan í ár og vötn í fiski- ræktarskyni. Aliseiði og alifisk má hinsvegar kalla seiði og fiska, sem eru alin upp í tjörnum til að nota til matar. 2) Það er þegar fiskum er haldið í tjörnum um lengri eða skemmri tíma og þeir eru annaðhvort aldir eða látnir ganga sjálfala og síðan fluttir í ár og vötn eða notaðir til matar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.