Freyr - 01.05.1953, Síða 23
FRE YR
171
það. Hagnaðurinn af að setja sleppiseiði út
i ár og vötn er því auðsœr þar, sem fœða er
á annað borð nægjanleg til að taka á móti
fleiri seiðum en fyrirfinnast í náttúrunni.
Það er reyndar ekki svo að skilja, að engin
afföll verði á sleppiseiðunum meðan þau
eru í eldinu, en þau eru miklu minni heldur
en á seiðunum í náttúrunni. Til skýringar
þessu atriði má nefna, að rannsókn í Cultus-
vatni sýndi fram á, að 65,4% af seiðum fór-
ust eitt árið á fyrstu 2 i/2 mánuðunum, sem
þau voru í vatninu. Nokkrir fiskifræðingar
hafa birt töflur um gildi laxaseiða af ýms-
um stærðum. Ein slík tafla er birt í gögnum
um Cultusvatnsrannsóknirnar, og er þar
sýnt fram á, að ef ætlunin er að fá 100
gönguseiði (þ. e. seiði á göngu til sjávar),
þarf að setja út 914 kviðpokaseiði, og er
gengið út frá, að seiðin séu 11,5 mánuði í
vatninu. Ef seiðum er sleppt eftir 2(4 mán-
aða eldi, þarf ekki að láta út nema 405
sleppiseiði til að fá 100 gönguseiði og sama
hátt 242 eftir 5i/2 mánuð, 173 eftir 8V2 mán-
uð og 145 eftir 10i/2 mánuð. Annað dæmi
skal nefnt frá Svíþjóð. Þar er gengið út frá
að eitt gönguseiði af laxi komist upp af
hverjum 40 kviðpokaseiðum og er það mun
minna heldur en í Cultusvatni, enda er það
skiljanlegt, því laxinn í Cultusvatni er eitt
ár í fersku vatni áður en hann gengur til
sjávar, á móti 2 eða 3 árum í Svíþjóð.
Eins og áður getur deyr mikill fjöldi seið-
anna í sjónum og koma jafnaðarlega aðeins
um 2% af gönguseiðunum fram sem full-
orðnir laxar í veiðunum, eins og vitað er frá
merkingum á gönguseiðum í mörgum lönd-
um í Evrópu. Hér á landi hafa slíkar göngu-
seiðamerkingar farið fram í Úlfarsá og hafa
komið 8,5% fram í veiðunum eitt árið og
annað árið 1,8%. í fyrrnefndu tilfelli kom
alveg óvenjulega mikið fram af gönguseið-
unum, sem fullorðinn lax, og telst það vafa-
laust til undantekninga.
Vegna hins mikla dauða á laxi eftir að
hann kemur í sjó sem gönguseiði og þar til
hann gengur aftur í árnar sem fullorðinn
lax, er það Ijóst, að verð sleppiseiða verður
að vera neðan við visst hámark, ef það á
að borga sig að nota þau. Þetta atriði veld-
ur því, að kostnaði við framleiðslu sleppi-
seiða verður að vera stillt í hóf, því að ann-
ars á framleiðslan ekki rétt á sér.
Eins og kemur fram hér á undan, er notk-
un sleppiseiða til fiskiræktar ýmsum tak-
mörkum háð og er nauðsynlegt að afla ná-
kvæmrar vitneskju um þær til þess að
sleppiseiði, sem framleidd kunna að verða
í framtíðinni, komi að sem beztum notum.
Það þarf því að skapa aðstöðu til að gera
tilraunir með eldi sleppiseiða og fylgjast
með, hvernig þeim reiðir af í náttúrunni.
Það mun áreiðanlega borga sig að gefa
þessu máli gaum, þegar frá upphafi, til þess
að koma í veg fyrir, að fé verði í framtíð-
inni sóað að nauðsynjalausu í fánýtar að-
gerðir.
Það er vitað, að laxasleppiseiði koma að
góðu gagni, ef þau eru sett út í ár undir
sömu kringumstæðum og heppilegt er að
sleppa kviðpokaseiðum, sem sé, á staði, þar
sem lax er ekki fyrir, þar sem laxastofnarn-
ir hafa rýrnað óeðlilega mikið eða þar sem
hrygningarskilyrði hafa verið eyðilögð. Að
sjálfsögðu kemur fyrr fram árangur, ef sett
eru út sleppiseiði en kviðpokaseiði, því að
þau fyrrnefndu eru oftast skemur í fersku
vatni. Þá þarf einnig, sem fyrr var nefnt,