Freyr - 01.05.1953, Side 24
172
FRE YR
færri sleppiseiði en kviðpokaseiði, og stend-
ur hlutfallið þar á milli í sambandi við
stærð sleppiseiðanna, þegar þau eru sett út.
Þá ætti það að vera hagkvæm notkun á
sleppiseiðum, að setja þau út í árnar í byrj-
un göngutíma, þegar þau hafa verið alin
upp í stærð gönguseiða. Við það ávinnst,
að þau nota lítið af þeirri fæðu, sem í ánum
er, og geta þær því framleitt þann laxa-
fjölda, sem fóðurmagn þeirra leyfir, og
sleppiseiðin verða þannig næstum hrein
viðbót við eðlilega seiðaframleiðslu ánna.
í þessu sambandi skal greint frá merki-
legri tilraun með sleppiseiði, sem reyna
mætti við eldistöðvar hér á landi, sem skil-
yrði hefði til þess. Tilraun þessi var gerð
við tilraunaeldistöð fiskifræðideildar Was-
hingtonháskóla í Seattle í Bandaríkjunum
undir stjórn prófessors L. R. Donaldson nú
fyrir skemmstu og var á þá leið, að sleppi-
seiðum af göngustærð var opnuð leið úr
eldistjörnum beint út í stöðuvatn á göngu-
tímanum. Laxasleppiseiðin gengu um stöðu-
vatnið og afrennsli þess til sjávar og skiluðu
sér svo aftur í eldistjarnirnar sem fullorðn-
ir laxar. Kostirnir við að fá laxinn upp í
eldistjarnirnar eru þeir, að eldisstöðinni eru
spöruð útgjöld vegna hinna kostnaðarsömu
öflunar stofnfiskjar í ánum á haustin, og
að meira öryggi fæst í útvegun stofnfiskjar
frá því sem nú er, en það kemur eigi ósjald-
an fyrir að enginn stofnlax fáist, þótt til
þess sé reynt.
Hér að framan hefir verið gerð grein fyrir
hinu mjög takmarkaða gildi þess sem fiski-
ræktaraðgerðar, að sleppa kviðpokaseiðum,
og rætt um yfirburði sleppiseiða yfir kvið-
pokaseiði. Það kemur einnig fram, að
sleppiseiðin hafa nokkuð takmarkað gildi,
og er þessvegna nauðsynlegt að komast að
í hverju þær takmarkanir eru fólgnar. Þetta
verður að telja óreynt hér á landi, og væri
því æskilegt og raunar nauðsynlegt að hefja
hið bráðasta nákvæmar tilraunir á þessu
sviði, þótt í smáum stíl væri í fyrstu. Standa
vonir til, að notkun sleppiseiða verði nota-
drjúg leið til að auka veiðina í landinu í
framtíðinni.
Fóðurefni til fitunar
Á hverju hausti er haldin tveggja daga
ráðstefna í Kaupmannahöfn á vegum bú-
fjárræktar-tilraunastofnunar ríkisins. Eru
þar tilkynntar niðurstöður frá tilraunum
þeim, sem gerðar voru næsta vetur á und-
an, en mikið þykir við liggja að fá sem allra
fyrst, þó ekki sé nema bráðabirga niður-
stöður frá tilraunum þeim, sem gerðar eru,
en bændur bíða þeirra með óþreyju.
Á ráðstefnu þessari mæta ráðunautar og
aðrir, sem áhuga hafa fyrir málefnunum.
Á síðasta hausti var meðal annars greint
frá tilraunum, sem gerðar hafa verið með
fitunarefnin Thyron, Thyron-Syecial og
Vevoron. Þessi efni, ásamt fleirum, hafa
verið auglýst mjög síðustu árin og talin
ágæt til notkunar þegar gripir eru fitaðir
fyrir slátrun, sökum þess að þeir fitni mjög
fljótt ef umræddum efnum er blandað í
fóðrið.
Á nefndri ráðstefnu varð allsnörp um-
ræða um efni þessi og árangur af notkun
þeirra. Efnin hafa verið prófuð á nokkrum
stöðum undir ströngu eftirliti og samtímis
á rannsóknarstofu. Töldu nokkrir af þeim,
sem að tilraununum vinna, að ágætur ár-
angur hafi fengizt við notkun nefndra efna,
en aðrir, og þar á meðal prófessor Möll-
gárd, telja að víst þyngist skepnurnar meira
en annars þegar þær fá þessi efni, en þyngd-
araukinn stafi af því að í vefi líkamans
safnist vatn og það sé enginn vinningur
að safna þar vatni.
Tilraunir á tilraunastöðinni Trollesminde
sýndu, að tilraunahópur kúa, sem fengu
100 grömm á kú daglega, í fimm vikur fyr-
ir slátrun, þýngdist 78,3 kg, en kýr þær, sem
ekki fengu Thyron, þyngdust aðeins 41,5 kg
á sama tíma. Á tilraunastöðinni Favrholm
þyngdust kýrnar, sem ekki fengu fitunar-
efni, aðeins 6,2 kg á fimm vikum, en hinar,
sem gefið var 50 g Thyron á dag, þyngdust
um 45,4 kg. Tilraunir með fitun uxa sýndu
svipaðan árangur.
Þessi þyngdarauki er all álitlegur, séð frá
sjónarhól kjötframleiðenda, þó því aðeins,
að fitunarefnin séu ekki verðmeiri en
þyngdaraukinn.