Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 28

Freyr - 01.05.1953, Blaðsíða 28
176 FRE YR EINAR EYFELLS, ráðunautur: Ég ætla að tala hér nokkuð á víð og dreif um traktora, varahlutabirgðir, innflutning, nýjar gerðir og notkunartíma. Fyrst vil ég þá fara nokkrum orðum um varahlutabirgðir traktora. Á Búnaðar- þingi í fyrra var samþykkt tillaga um að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að láta fara fram athugun á varahlutabirgðum í landbúnaðarvélar í landinu og hvernig ein- stök vélaumboð stæðu sig í þessum efnum. Samkvæmt þessu var leitað eftir umsögn- um formanna ræktunarsambandanna um afgreiðslu varahluta til beltavélanna og verkfæra þeim tilheyrandi. Allmargir svöruðu fyrirspurnunum, og samkvæmt þeim upplýsingum kom fram, eins og raunar vitað var, að töluverður mis- brestur hefir verið undanfarin ár á útveg- un og afgreiðslu varahluta hjá einstökum vélaumboðum. Um hjólatraktorana og aðr- ar landbúnaðarvélar og verkfæri er líka sögu að segja. Hins vegar hefir ástandið í varahluta- málunum batnað mikið á s.l. ári og mun það vera að þakka auknum skilningi inn- flytjenda á nauðsyn varahlutabirgða, á- samt aukinni reynslu og þekkingu á, hvað helzt þurfi að panta, svo og hinum frjálsa innflutningi. Að fengnum þessum upplýsingum hefir Búnaðarþing gert ályktun um málið, sem ég ætla að leyfa mér að flytja hér. landbúnaðarvélar Útvarpserindi flutt á Bœndavikunni í marz 1953. Nokkuð stytt. „Við athugun, sem gerð hefir verið samkvæmt ályktun síðasta Búnaðar- þings um innflutning á varahlutum í landbúnaðarvélar, hefir komið í ljós, að mjög mikil breyting hefir orðið til batn- aðar í þessu efni og talsverðar birgðir varahluta eru nú til í landinu í margar vélategundir. Búnaðarþing vill láta í ljós ánægju sína með þessa breytingu. Jafnframt beinir Búnaðarþingið því til bænda, að þeir hlutist til um það við kaupfélögin, að þau leitist við að hafa jafnan til sölu nauðsynlegustu hluti í al- gengustu vélategundirnar — um leið og það varar bændur alvarlega við að kaupa nýjar vélategundir, sem engir varahlut- ir eru til í.“ Menn eru varaðir við að kaupa fleiri gerð- ir og tegundir traktora, en fyrir eru í land- inu. Um þetta atriði er viðeigandi að segja nokkur orð Tegundafjöldinn, sem inn hefir verið fluttur er, eins og allir vita og oft hefir verið rætt um, stórkostlegt vand- ræðamál. í árslok 1951 voru í landinu 1564 hjólatraktorar af mörgum gerðum og teg- undum og á síðastliðnu ári voru fluttir inn 501 stk. og bættust þá í hópinn sex nýjar tegundir traktora. Nánar tiltekið var innflutningurinn sem hér segir:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.