Freyr - 01.05.1953, Page 30
178
FRE YR
vinnslu, og íslenzki bóndinn getur ekki
haft næga vinnu fyrir traktorinn sinn,nema
hann noti hann í jarövinnslu.
í landinu eru nú yfir tvö þúsund hjóla-
traktorar, en um sex þúsund býli, þ. e. að
meðaltali einn traktor á hver þrjú býli.
Samanlögð orka og afkastageta allra
þessara traktora, ef þeir væru full nýttir,
er feiknamikil og gæti vafalaust fullnægt
þörfum allrar bændastéttarinnar marg-
faldlega, að minsta kosti í bili, meðan býlin
eru að stækka, ræktunin að aukazt, svo og
gripafjöldi og afurðaframleiðslan.
í þessu sambandi er eðlilegt að vitna í
ræðu landbúnaðarráðherra á sumardaginn
fyrsta í fyrra. Honum fórust svo orð:
„Nú er verið að kaupa til landsins 400
heimilisdráttarvélar (sem reyndar urðu
500) væntanlega með tilheyrandi tækj-
um. Til viðbótar við þær vélar, sem við
nú ráðum yfir, skapar þetta mikla mögu-
leika, en það er ekki vandalaust með
þetta að fara. Það getur mikið farið í
súginn, ef ekki er gætilega með farið.
Hver slík vél er eins og hópur manna.
Hún vinnur á við marga, en iðjuleysi
hennar, fötlun eða klaufaleg notkun, er
á við iðjuleysi, fötlun eða óverklægni
margra manna. Þjóðinni má því sízt nú
gleymazt það, — í eldmóði og sóknarhug
framfara og véltækni — að vélin, sem
miklu afkastar, margfaldar og hættuna
á sóun fjármuna. Vélin veitir því ekki
bætta lífsafkomu, nema eðliskostir
mannsins tryggi rétta notkun hennar.“
Þannig fórust landbúnaðarráðherra orð.
í þessu erindi mínu hefi ég aðeins komið
inn á þá sóun fjármuna, sem á sér stað
vegna iðjuleysis traktoranna. Fötlun vél-
anna, eða bilanir og meðferð þeirra, sem í
mörgum tilfellum er náið samhengi á milli,
hefir oft verið um rætt og vinnst ekki tími
til að koma inn á það hér. Þó langar mig
að mega minna ykkur bændur á, að ekki er
seinna vænna en nú að standsetja vélar
ykkar og verkfæri fyrir vorið. Ef þið ekki
hafið verkfærageymslu þá takið verkfærin
inn í einhverja hlöðuna, sem er farið að
rýmast í og hreinsið upp, látið gera við eða
pantið varastykki, sem kunna að vanta og
standsetjið þánnig allar ykkar vélar og
verkfæri.
Hér hefi ég ekkert minnst á
hestinn í sambandi við dráttar-
aflsþörf íslenzkra bænda. Gunn-
ar Bjarnason gerði því máli skil í
erindi sínu í útvarpinu á bændavikunni.
Vissulega á að nota hestana á þeim stöð-
um og við þau störf, sem þeim henta, og
þeir eru hagkvæmir við. Hesturinn á vafa-
laust langa og þýðingarmikla framtíð í
ýmsum landshlutum hér á landi og ber að
nota hann eingöngu á sumum býlum og
samhliða traktorunum á öðrum.
Það er samt skoðun mín, að bændur vilji
ekki, og þeir megi ekki sleppa þeim þægind-
um og afkastamöguleikum, sem notkun
heimilistraktoranna hefir í för með sér, ef
kröfum þjóðarinnar um lífsþægindi og af-
komu á að vera hægt að fullnægja í fram-
tíðinni.
Afköst og framleiðsla einstakra bænda
og landbúnaðarins í heild verður að stór-
aukazt, það er aðeins hægt að gera með
aukinni vélanotkun, og er framkvæman-
legt án nokkurrar verulegrar aukningar á
stofnkostnaði við véla- og verkfærakaup
landsmanna — aðeins betri nýtingu.
Eftirskrift.
Síðan framanskráð erindi Einars Eyfells
var flutt, en um það bil, sem þetta hefti
FREYs var í prentun, ákváðu gjaldeyris-
yfirvöldin að til landsins mætti flytja á
þessu ári 100 dráttarvélar.
Dráttarvélar eru á frílista svo sem kunn-
ugt er, en þar eð takmarkaður gjaldeyrir er
til umráða, hefir hámarkstalan verið sett
sem þegar er greint.
En það kemur spánskt fyrir sjónir, að
innflutningur er frjáls en þó ákveða ein-
hverjir aðilar (bankinn eða hver?) að 70 af
þessum 100 vélum skuli vera Ferguson og
Farmall en 30 af öðrum tegundum. Ekki er
vitað til þess að kannað hafi verið hve
margir bændur hafa beðið um hverja teg-
und dráttarvéla þeirra, sem völ hefir verið á
eða hægt er að kaupa hér á landi. Eða er
hér verið að stofna til nýrra valdboða um
hvað kaupa skuli?