Freyr - 01.05.1953, Síða 31
FRE YR
179
Húsmæðra-
þáttur
FÁLKI
Það eru tilmæli Freys, að húsmæðurnar í sveitum landsins láti til sín
heyra við og við svo að halda ntegi uppi húsmæðraþætti í Frey fyrir þeirra
tilstilli. Þær hugsanir og þau orð, sem runnin eru beint frá hug eða
hjarta húsmæðranna sjálfra, eiga eflaust breiðari og hreinni hljómgrunn
á meðal lesenda en það, sem einhver og einhver kann af mörkum að láta
til þessa þáttar. — Hérmeð f}dgir þáttur frá konu í sveit. Það er eins-
konar minni horfins vinar. Mundu ekki minni um skepnur eða hluti vera
mörg til í sveitum og frásagnarverð? Munu eigi atvik og ástæður ým-
issar þess virði, að getið sé á prenti? Það er að minnsta kosti svo margt,
sem færa þarf til betri vegar á vettvangi húsmóðurinnar í sveitinni, að
þar er af nógu að taka. Og orðin eru til alls fyrst. — Húsmæður! Sendið
Frey línu í húsmæðraþáttinn.
Sá, sem hræðist fjallið
og einlægt aftur snýr,
veit aldrei meðan lifir
hvað hinumegin býr.
Mér datt þessi vísa í hug þegar ég afréð
að skrifa Frey eftirfarandi línur. Og mér
datt í hug að biðja Frey að birta myndina
af Fálka og þessi fátæklegu orð, ef þau geta
talizt birtingarhæf.
Margrét og Fdlki.
Það er þungbúinn októberdagur. Dálítill
snjór er kominn og líklega ætlar nú að
snjóa meir. Ég stend við gluggann og svip-
ast um. Jú, þarna fram úr þokunni kemur
maður með tvo til reiðar. Mér er dálítið
órótt innanbrjósts, en það er ekki fjúkið,
sem því veldur, þó að það sé að aukazt. At-
hygli mín beinist að hestinum, sem nú er
verið að teyma í hlað. Þá er bezt að ganga
út til að heilsa-----og kveðja.
Kæri gamli vinur — Fálki minn! Stund-
um hefir það verið mér meiri gleði að sjá
þig teymdan í hlað en nú. Sem betur fer
skilur þú ekki hinar döpru hugsanir mín-
ar meðan ég strýk reistan makkann þinn.
Þú horfir aðeins fögrum augum þínum á
eitthvað langt — langt í burtu. En fram í
huga mér koma nú margar myndir frá
liðnum árum. Fyrst, er ég sá þíg fjögurra
vetra gamlan, þá varð ég hrifin af hinum
fagurskapaða líkama þínum, leiftrinu í
brúnu augunum þínum, léttum og snögg-
um hreyfingum, er gáfu fyrirheit um það,
er síðar rættist, er ég sat á baki þínu, sefj-
uð af hrynjandanum í hófaslætti þínum,
þegar þú þuldir götuna á tilþrifamiklu
brokktölti.
Svo eru aðrar myndir þegar þú þóttir erf-
iður í notkun, sérstaklega undir heybandi.
Þá hafðir þú það til að setja upp aftur-
endann og henda þessum óþarfa böggum
af baki þínu — — og stundum varstu mjög
styggur við fullorðna.
En börnin — — við þau varstu alltaf
gæfur og ljúfur, eins þó að þau sætu á baki
þínu.
Margt er það fleira en hér er talið, sem
í hug mér kemur og ég mun lengi minnast
frá tilverustundum þínum. En bezt er að
láta staðar numið.
Vertu að lokum sæll, vinur minn! Hafðu
þökk fyrir allt. Á morgun verður minning
þín ein. Margrét.