Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 32
180
FRE YR
Hænsnakrókur
í Vasahandbók bænda 1952 er minnzt á
sitt af hverju viðvíkjandi hænsnum og þar
á meðal er sagt, að enginn skyldi án
hænsnakróks vera.
Þetta, um hænsnakrókinn, hefir gefið
nokkrum einstaklingum tilefni til að spyrja
um hann nánar, en fyrir þorra íslendinga
er hann að mestu óþekkt áhald.
Einmitt af því að hænsnakrókur er lítt
þekktur hlutur hér á landi, er ástæða tii
að greina frekar frá hvað hér er um að
ræða. Hugsið ykkur að hvorki væri til hey-
nál (heykrókur) eða heyhnífur, svo að reyta
yrði allt hey úr stabbanum með fingrunum.
Það er alveg hliðstætt því að ná hænu með
berum höndum.
Hcensnakrókurinn er einmitt áhald til
þess að ná hænunum með, þegar þær skal
flytja, þeim skal slátra, eða til hvers ann-
ars sem þörf krefur að þær séu handsam-
aðar — og þá ekki sízt til þess að skoða
hæfileika þeirra sem varphæna. Hænsna-
krókur er eitt sjálfsagðasta áhaldið í
hænsnahúsinu. Hann er gerður úr sverum
stálvír. í hann þarf vírbút, sem er um 160
cm að lengd. Neðri endinn er beygður eins
og myndin sýnir, en á efri enda er hann
einnig beygður og þar myndað handfang,
sem treyst er með því að vefja endanum
um vírteininn. Allur er krókurinn hæfilega
langur þegar hann er um 120 cm að lengd.
Þegar taka skal fugl með krók er haldið
á honum í hægri hendi og með hægð geng-
ið inn til hænsnanna (aldrei skyldi ganga
ógætilega um hænsnahús), krókurinn
hreyfður nærri gólfi og snögglega brugðið
á fót þeirrar hænu, sem handsama skal.
Krókurinn þarf að vera það sambeygður, að
hann stöðvist ofan við tær fuglsins og er
þá auðvelt að ná fuglinum þegar þetta
handhæga áhald er notað. Að sjálfsögðu
ber að gæta þess, að taka fuglana ekki með
miklu valdi, þannig að afli sé beitt til að
draga þá til sín með króknum, heldur skal
fara að öllu með hægð og gætni, eins eftir
að krókurinn er kominn um fótinn og þegar
verið er að smeygja honum fram fyrir löpp-
ina og um hana.
★
Það er sitt af hverju, sem til þæginda
getur verið í hverju starfi og sérstök tæki
eru jafnan hentust og eðlilegust til hvers
starfs. í hænsnahúsinu er til dæmis algengt
að sjá opin stór vatnstrog sem hænurnar
sulla í og dreifa rakanum um allt gólfið. í
litlum hænsnahúsum ætti alltaf að nota
vatnsturn sem brynningarílát. Þá er algengt
að sjá opin fóðurtrog, sem hænurnar sópa
fóðri úr og vaða í. Til þess að fyrirbyggja
slíka sóun fóðurs, er nauðsynlegt að gera
viðeigandi gagnráðstafanir. Yfir trogi endi-
löngu sé t. d. prik, sem leikur laust í báða
enda og snýst ef hænan vill standa á því, en
prikið hindrar að hænurnar vaði í troginu.
Ymiss þarfaþing þurfa að vera á hverju
hænsnabúi og er hænsnakrókurinn eitt á
meðal þeirra. Hann er gerður úr sver-
um stálvír með handfang á öðrum enda
en krók á hinum. Krókurinn þarf að
vera hæfilega langur, ekki oddhvass og
bilið í króknum hæfilegt til að grípa um
legg hænunnar, en ekki svo vítt, að
tærnar sleppi í gegn. Nota skal krókinn
með gætni og ekki með afli eða gusti.