Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 34

Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 34
182 FRE YR Steinþór bóndi á Hala, í Suður-Sveit, skrifar 15. marz: Árið sem leið var búskapnum fremur hagstætt í þessari sveit. Að vísu gerði meira stórveður hér hinn 27. maí, en núlifandi menn muna. Hér á Breiðabólsstað, og eink- um á Hala, varð þá mikið tjón á húsum, en ástæðulaust er að rekja sögu eigin skaða. Heyfengur í fyrra var sæmilegur — nýt- ing góð, kartöfluuppskera fremur góð en rófur gáfu lítið í aðra hönd. Vænleiki dilka var í meðallagi. Framræsla með skurðgröfu, á vegum ræktunarsambands Mýra- og Borgarhafn- arhrepps, hefir nú staðið yfir mikinn hluta úr tveimur sumrum. Er nú framræslunni lokið fyrst um sinn, og þá framræst land hjá öllum bændum, er ekki höfðu aðstöðu til að rækta án henn- ar. Mun á flestum býlum nú þurrkað það mikið lánd, að sennilega verður það nóg til ræktunár nokkur ár, jafnvel 10 ár hjá sum- um. Til þess að létta bændum fyrir fæti fjárhagslega með þessa framkvæmd, tók ræktunarsambandið sjálft 190 þúsund króna lán í Búnaðarbankanum með sýslu ábyrgð, og svo lánar það aftur bændum. Til grundvallar skiptingu lánsins var lagt magn skurða hjá hverjum bónda, en þó jafnframt tekið tillit til greiðslumöguleika af eigin ramleik. Þó að þetta lán eitt nægði ekki bændum til framræslunnar varð það stórfelld hjálp og kosturinn er, að það hefir ekki bundið fasteignir bænda þar eð sýslan hefir ábyrgst, en fasteignirnar standa þá lausar til veðs til lántöku vegna annarra framkvæmda. Skortur á heyi hefir alltaf staðið í vegi fyrir afkomu megin þorra bænda á þessu svæði. Heyin hafa takmarkað bústofninn og lítill bústofn takmarkað afkomuskilyrði. Við þá ræktun, sem nú er að hefjast og kemur í kjölfar framræslunnar, standa vonir til þess að breyting geti á orðið og breyting til hins betra, að búin muni stækka og öryggi allt aukazt, og þá nálg- umst við líka það mark, sem ég og margir fleiri hafa prédikað, og stefna skyldi að. Haustið var hér einmuna gott, og stillur með stjörnubjörtum kvöldum. Og veturinn, það sem af er, með þeim allra beztu. Að vísu hefir með köflum verið nokkuð umhleyp- ingasamt og rigningar öðru hvoru. Beit hefir verið nokkuð notuð, þó reyndar sé bú- ið að gefa talsvert af heyi, enda er fóður- bætisgjöf með minnsta móti og á sumum bæjum engin. Á votheysverkun var nokkuð almennt byrjað hér árið 1951 en stöðvaðist á síðasta ári, enda var tíðin svo hagstæð til þurrk- unar heys. En nytin í kúnum segir til þar, sem votheyið vantar og ekki er gefinn fóð- urbætir. Guðmundur á Klafastöðum skrifar í janúar: Síðastiiðið sumar mun almennt hafa fengizt taða í meðallagi af fyrra slætti, — enda í seinna lagi sláttur hafinn, — en há- arslægja var víða lítil, léleg spretta — þó nokkuð væri slegið. Þrjár fyrstu vikur á- gústmánaðar var ágætistíð, nær ávallt þurrkur, og má raunar telja sumar gott

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.