Freyr - 01.05.1953, Qupperneq 35
FRE YR
183
framúr. Heyfengur því sæmilegur að magni
og gæðum er svo vel nýttist. Kartöflur
munu víða hafa smáar verið — eða lélegur
vöxtur, þótt frá því væri undantekningar,
og má telja að langt væri undir meðallagi;
mun frostnótt í ágúst þar hafa mestu vald-
ið. Hinn nýi sauðfjárstofn, er við fengum
hér sunnan heiðar í fyrra, sýnist ætla vel að
gefast. Lömb voru í haust sérlega væn, víða.
Mun það eigi einsdæmi, að dilkar, einstakl-
ingar, hafi lagt sig með 20 kg kjöt, og þar
yfir raunar, — og þótti slíkt afbragð hjá
hinu fyrra fé, þó fullorðnar ær væri. Nokk-
ur nýbreytni var hér í haust á skipan rétta
og gangna; og eru nú þrjár lögréttir í stað
einnar áður, og voru hinar þá skilaréttir.
Endurbyggð var ein þessara rétta — Reyn-
isrétt við Akrafjall — nú flutt að Gröf í
Skilmannahreppi og þar byggð úr timbri.
Skurðgrafa hefir unnið í Leirár- og Mela-
sveit í sumar, og mun ætlað að grafa sú
vinni í Skilmannahreppi næsta sumar.
Annars má segja, að mjög víða sé þessa
verkfæris — skurðgröfunnar — mjög þörf
hér, því þó nokkrir séu, er nóg land hafa,
sem þegar er ræst — og raunar til meira af
ræstu landi en ræktað verður á næstunni,
— þá er svo um all marga, að land vantar
til nýræktar sökum þess að framræslu er
vant. Þrátt fyrir þetta mun eigi ræktun
hafa orðið minni á næstliðnu sumri en oft
áður. Menn eru hér eigi óvíða nokkuð farnir
að hjálpa sér við jarðvinnslu, þeir, sem
jeppa eiga eða dráttarvél, og er það auðvit-
að mest við herfingu á landi, sem hálfunnið
er, en við erfiðari störf þarf aflmeiri vélar.
Að byggingum hefir nokkuð verið unnið í
héraðinu, og er það af öllum tegundum húsa
þeirra, er í sveit er þörf. íbúðarhús og fjós
er til að byggð hafi verið.
Telja má, að fénaður hafi kvillalítill ver-
ið í vetur, og má máske þakka þar að nokkru
hinu einstæða og ágæta tíðarfari, sem svo
gott hefir verið, að jafnvel elztu menn
muna eigi slíkt; varla sézt snjór og frost
engin eða mjög væg, úrkomulaust mjög
og svo lygnt dag eftir dag — stundum —
að varla hefir blaktað hár á höfði að segja
má og enn má telja að tíðarfar sé hér hið
sama nú í miðjum janúar.
Austan af Síðu er skrifað í síðustu vetrar-
viku:
Með einmánaðarkomu brá hér til mikilla
kulda og ótíðar, sem haldist hefir síðan. Er
nú með öllu horfinn gróður sá, er votta sást
fyrir í góulokin. Allur fénaður er nú á gjöf og
eyðist mikið fóður, bæði hey og mjöl, því að
nóg er til af hvorutveggja, enda vita nú
allir hve afaráríðandi það er að gera vel við
ærnar á þessum árstíma. Bæði stendur það
nú í handbókinni og svo hafa bændur þá
reynslu — og fara eftir henni, — að ekkert
fóður borgar sig betur en það, sem gefið er
síðast á gjafatímanum og hafa hann þaö
langan, að hann nái fram í nægan sauð-
gróður. — Þrátt fyrir þennan snjólétta
blíðuvetur, sem nú er að kveðja, kann því
svo að fara, að talsvert eyðist af heyjum í
fénaðinn, ef allir fóðra vel og skynsam-
lega, gefa nógu lengi.
í fyrra drápust nokkrar kindur hér
eystra, sérstaklega á einum bæ. Þótt aldrei
muni hafa sannazt af hverju þessi fjár-
dauði stafaði, var hann settur í samband
við inngjöf ormalyfs (Dungals). Hafa nú
allmargir horfið frá notkun þess og í
staðinn farið að gefa phentothiazin-
duftið. Þykir það ekki eins vandmeðfarið
þar sem ekki þarf að svelta féð neitt fyrir
inngjöfina og gefa má það á hvaða tíma
sem er. Má því búast við að það verði al-
mennt tekið upp, gefi það jafngóða raun og
lyfið, sem hingað til hefir verið notað.
Tvær nýjar rafstöðvar hafa verið teknar
í notkun hér í nágrenninu nú í vetur. Eru
þær báðar frekar litlar, en vonir standa til
að þær komi til með að nægja smáheim-
ilum til brýnustu nota a. m. k. þegar sæmi-
lega viðrar. Með þessum stöðvum og þeim
virkjunum, sem nú eru í undirbúningi má
heita að næstum hver bær hér í sveitun-
um austan Eldhrauns hafi rafmagn frá
vatnsaflsstöðvum. Er hér með því marki
náð, sem nú er stefnt að í öllum sveitum
landsins.
FREYR
óskar öllum lesendum sínum
gleðilegs og góðs sumars.