Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1953, Síða 36

Freyr - 01.05.1953, Síða 36
184 FRE YR Vatnsgler. \ atnsgler — hvað er nú það? Það er efni, sem um langa stund hefir verið notað erlendis til ýmissa þarfa og hér á landi nokkuð, en minna en skyldi, fyrst og fremst vegna þess, að á þvt hefir naumast verið völ nema við okurverði. Nú er hafin framleiðsla á efni þesstt hér innan lands og er það auglýst á öðrum stað í þessu hefti Freys. Vatnsgter er blandað með vatni í misjöfnum mæli eftir því til hvers nota skal. Til eggjageymslu er blandað 9 hlutum vatns móti einum af vatnsgleri og eggtn látin liggja í upplaúsn þessari. Þegar vatnsgler er notaö í steypu er það sett í steypu- vatnið og flýtir þá fyrir hörðnun steypunnar og gerir hana þéttari. T'il herzln steinsteyptra gólfa er upplausnin gerð af S eða 4 hlutum vatns móti einum af vatnsgleri. Eitt mikilvægasta notkunarsvið vatnsglers í þágu bænda getur orðið í viðhaldi á votheyshlöðum. Þar er þynnt með 4 hlutum vatns móti einum af vatnsgleri, þess gætl að véggirnir dragi sem mest í sig af upp- lausninná þcgar borið er á þá með kúst, og árlega skal smyrja veggi votheyshlöðunnar innan með þessu efni til þess að tryggja éndingu hennar — verja hana gcgn áhrifum þeim, sem sýrurnar annars vinna til meins. Vatnsgler fæst í dósum, I eða 10 kg, og í tunnum, er innihalda 250 kg af vatnsgleri. Um gulrófur. I 6.-7. blaði Freys, hls. 104, stendur, að þegar róf- ur eru ræktaðar í sandjarðvegi megi e.t.v. auka kalí- skamnuinn um 200 kg. Þar skyldi standa, að í santl- jarðvegi mætti auka saltpétursskammtinn um 200 kg. Annað er óhreytt. Bóndi á Árskógsströnd skrifar: Samanbtirður á búskap og smáútgerð er hér tilloiu- lega auðveldur og svnir Ijóslega, að auðveldara er að stofna heimili við sjóinn og að „trillu'-bátaútgerðin krefst minna fjármagns í upphafi, en búskapurinn. Fólksstraumurinn liggur því að sjónum. Þó eru hér sæmilegir landkostir og góðar samgöngur, ef ekki hamla snjcafög, og nokkrar jarðir svo stórar, að þeim mætti skipta-í margbýli, ef ræktun væri aukin. Margt ungt félk hefir áluiga fyrir búskap og spyr eftir jarð- næði, en forðast stofnun nýbýla sökum kostnaðar. Er hér mikið verk að vinna að auðvelda ungu fólki stofn- un heimila í sveit. Sr. Eiríkur Brynjólfsson, fyrrverándi prestur á Utskálum, er nú sem kunnugt er prestur vestur í \'ancouver, í Ameríku. Hann hefir nýskeð sent I-'REY kveðju sfna og segir þar meðal ann- ars: „Ég hafði gaman af landbúnaði þegar ég bjó á Útskálum. Hér er víða afburða góður búskapur og skemmtilegt að skoða búgarðana, sem eru margir til fyrirmyndar. Eg bið FREY að bera kveðju mína og innilegar óskir urn gæfu og gengi til handa hinni is- lenzku bændastétt. Gleðilegt sumarl“ Með þakklæti fyrir hinar góðu óskir sr. Eiríks flyt- ur Freyr þær hérmeð áleiðis til réttra aðila. En sr. Eiríkur hafði fleira að segja. Hann sendi Frey einnig úrklippur úr amerískum blöðum. X þeirn úrklippum stendur m. a.: Metkýr. Topsy liessie Flood er 8 ára gömul. Hún er metkýr. A 365 dögum gaf hún 30.150 pund mjólkur með 3,77% fitu, og fitumagnið var þannig 1160. pund yfir árið. Fyrstu 100 daga mjólkurskeiðsins var nyt henn- ar að meðaltali 100 pund á dag. Lulu Island er afburðagóð kvíga að fyrsta kálfi. Hún er af Jersey kyni. A fyrsta mjólkurtímabili var hún mjöltuð þrisvar á dag og var samanlögð nyt hennar 14.706 pund um árið og var í því mjólkur- magni 900 pund af mjörfitu. Freyr- BÚNAÐARBLAÐ Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar Olafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritsljóri: Gísli Kristjánsson. — Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Revkjavik. Pósth. 1023. Sími 1957. Áskriftarverð FREYS er kr. 50,00 argangurinn. — Prentsmiðjan Edda hi.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.