Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 10
10 SÍMABLAÐIÐ indi, er hann veitti, og þá mikiu þýðingu, er hann hefSi fyrir þá félaga, er misstu laun vegna veikinda. Taldi hann Styrktarsjóðinn eitt merkilegasta og þýöingarmesta viö- fangsefni félagsins. Þaö myndi sýna sig seinna, að þaS heföi veriö mjög heppilegt af stjórn félagsins, aö gangast fyrir mikilli hækkun á félagsgjöldum yfirstandandi árs, í þeim tilgangi, aö efla StyrktarsjóSinn svo um munaSi. AnnaS m,ál á dagskrá var starfsmanna- reglurnar. Frummælandi GuSmundur Pét- ursson. Ræddi hann um framkvæmd þeirra og þýöingu þeirra fyrir stéttina. AS loknum umræSum um starfsmannareglurnar kom fram og var samþykkt svohljóSandi tillaga frá Karli Ásgeirssyni, GuSm. Péturssyni og SigríSi DavíSsdóttur: „Fundur haklinn í Akureyrardeild FÍS á hvítasunnudag 13. júní 1943, beinir þeirri v áskorun til hlutaSeigenda, aS viS endur- skoSun launalaga verSi fullt tillit tekiS til þess, aS vinnutími þess starfsfóks, sem vinn- ur erfiSa vinnu og á óreglulegum tímum, ýmist í nætur eSa helgidagavinnu, verSi styttur frá því, sem nú er.“ ÞriSja mál á dagskrá var: Frumvarp til laga um LífeyrissjóS embættismanna. Frum- mælandi Ágúst Sæmundsson. Rakti hann aS- dragandann aS satnningu frumvarpsins, er Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gekkst fyrir, og skýrSi fyrir fundarmönnum þær réttar- og kjarabætur, sem í frumvarpinu fælust. FjórSa mál á dagskrá var launamáliS. Frummælandi Andrés G. Þormar'. í fram- söguræSunni rakti hann nokkuS ýmsa þætti félagsmála í nútíS og fortíö. Þá rakti hann hina erfiSu, en markvissu, baráttu félagsins í launamálum símamannastéttarinnar. Þá gat hann þess, aS nú stæSi fyrir dyrum end- urskoSun launalaganna, og vegna aögerSa Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ætti launþegar nú í fyrsta sinn fulltrúa í milli- þinganefnd í þeim málum, og gæfi þaS meiri vonir um heppilega lausn málsins. Um öll þessi mál urSu umræSur. Á fundinum gengu eftirtaldar símastúlkur á Akureyri í félagiS: Anna FriSriksdóttir, Anna Árnadóttir, Hanna Rafnar, GuSrún Sveinsdóttir, GuSrún Þórhallsdóttir, Anna Björnsdóttir, Hjördís Óladóttir og Gullveig Valtýsson. Er hér var komiö fundi, var liSiö aö miö- nætti, og var fundi þá frestaS til næsta dags. Mánudaginn 14. júni var fundur settur aö nýju á sama staö kl. 21.40. Inntökubeiönir höföu borizt frá eftirtöld- um símastúlkum á Akureyri: Olafíu Þor- valdsdóttur og GuSrúnu Aspar. Voru þær samþykktar meS lófataki. Þá voru teknar fyrir og samþykktar eftirfarandi tillögur: 1. Frá Sig'ríSi DaviSsdóttur, Steindóri Björnssyni og Karli Ásgeirssyni: „Fundur í FÍS haldinn á Akureyri annan í hvítasunnu 1943, skorar á stjórn félagsins aS vinna aö því, aS sumarfrí þeirra starfs- manna, sem: gegnt hafa störfum 20 ár eöa lengur, verSi lengt frá því sem nú er í 28 daga sumarfrí, eöa 21 dags sumarfrí og 14 daga vetrarfrí.“ 2. Frá Steindóri Björnssyni, GuSm. Pét- urssyni og Ingibjörgu Ögmundsdóttur: „Fundur í FÍS, haldinn á Akureyri 14. júní 1943, skorar á stjórn Landssímans aö hafa samvinnu viö stjórn FIS um tillögur í launamálum til væntanlegrar milliþinga- nefndar." Var dagskrá fundairns þar meS lokiö. Fundarstjóri haföi veriS Gunnar Magn- ússon. Settust fundarmenn nú aö sameiginlegri kaffidrykkju. Var þar mætt flest allt starfs- fólk Landssímans á Akureyri. Undir boröum voru haldnar margar ræS- ur og skiftst ,á hnútum í bundnu og ó- bundnu máli. AS kaffidrykkju lokinni skemmti fólk sér viö dans fram á nótt. Var kvöldiö hiö á- nægjulegasta, svo og báöir fundirnir, og munu áhrif þeirra auka mjög á samheldni og góöa samvinnu milli félagsdeildanna.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.