Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 19

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 19
S / M A B L A Ð I Ð 19 grasið vi8 heiðarbýlin í köldum vorum, en allt seiglast í áttina. Einu sinni stóð til aS flytja alla íslenzka bændur suður á Jótlandsheiðar, en sportmenn þeirra tíma seigluðust við búskapinn á sínurn lélegu kotum og björguðu með því íslenzkri tungu og menningu. Getur nú hver og einn þakkaS eða vanþakkað sportmönn- um þeirra tíma, hver eftir sínu eðli og innræti. ÁFRAM VEGINN. Um morguninn birtist farartæki okkar, komiS alla leið sunnan úr Kjós, og' er haldiS á heiðina aS loknu morgunkaffi. I húsinu á þessari bifreiS eru sætin í kring meS öllum veggjum, svo nú erum viS í einum hóp eins og góS fjölskylda, og bráS- lega varS eg þátttakandi þeirrar glaS- værSar, sem eg missti daginn áður. Á heiS- inni er nú sól og fannir til beggja handa og Tröllakirkja hvít af snjó. ViS höfum Vasasöngbókina meSferSis, og hvert lag- iS af öSru er sungiS, enda erum viS öll í ÞjóSkórnum og höfum hlotiS menntun okkar hjá Páli Isólfssyni! Á Blönduósi var snæddur miSdegis- verSur, þó nokkuS væri komiS fram yfir þann tima og tekiS vel til matar því nú átti ekki aS staldra víSar viS fyrr en aS Bakkaseli. En söngurinn er ferSamanninum ekki nógur einsamall. Þegar kom í Austur- Húnavatnssýslu komust atriSi eins og landafræSi, ættfræSi og saga á dagskrá. Ekki man eg eftir aS menn væru sammála nema um eitt atriSi, og þaS er: aS helztu merkismenn þjóSarinnar séu ekki allir ættaSir úr Svartárdalnum, en Andrés Þorrnar hélt þessu fram, máske m, a. af því aS ættir hans mun rnega rekja þangaS. Áfram er ekiS um hinar blómlegu byggð- ir SkagafjarSar, sem í sögu landsins eru einna mest laugaSar blóSi og tárum. Hér voru háSar hinar mestu fólkorustur hér á íandi á Sturlungaöld, og hér fékk sjálfstæSi landsins sitt þyngsta högg er feðgarnir frá Hólurn voru til Skálholts leiddir til aítöku. HRAUN I ÖXNADAL. Og loks náum viS til EyjafjarSarsýslu. Eftir stutta viSdvöl í Bakkaseli höldum viS niSur Öxnadalinn. — ,ÞaS má eflaust lengi um þaS deila, hvaSa staSur sé merk- astur eSa fegurstur hér á landi, en ég hefi fyrir löngu tekiS eftir því, aS þaS er eins og komiS sé í helgidóm íslenzkrar alþýSu, þegar komiS er framhjá Hrauni í Öxna- dal. Ekkert af íslenzkum skáldum virSist eiga jafnmarga aSdáendur og þessi íslenzki bóndasonur. Stundum finnst mér eins og ferSafólkiS sé aS gæta aS ástarstjörnu yfir Hraundröngum, þegar þaS fer framhjá, enda hefir skáldiS gert sum örnefni dals- ins ódauSleg meS kvæSum sínum. Hér fer eins og áSur er aS vikiS, aS stærstu and- legu verSmætin, sem þjóSin á í fórum sín- B öfum ávallt úrval af smekklegum ísaumsvörum. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Verzlun Augustu Svendsen Símamenn og meyjar! Munið, að beztu kvöldskemmtunina fáið þið í Nýjja Bló Sími 1544.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.