Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 15
S í M A B L A Ð I Ð 15 hátt og nú hefir verið gert, — með því að leita til annarar opinberrar stofnunar um lán eSa eftirgjöf á starfsmönnum. Því fremur viröist þessa þörf, þar sem sami maður hefir mikil áhrif um kjör þeirra starfsmannahópa innan Landssím- ans og Útvarpsins, þar sem mestrar óánægju hefir gætt undanfariö. Sá maður, sem landssíminn hefir lánað útvarpinu — er Einar Pálsson, verkstjóri á Radioverkstæði Landssímans. Skal þess getið, að vegna málaleitana forráðamanna Útvarpsins mun hann hafa talið, að Út- varpið hefði ekki í þjónustu sinni mann, senr taka gæti eða vildi að sér starf stöðvar- stjórans við útvarpsstöðina. Hitt var hon- urn einnig kunnugt, að Sveinbjörn Egilsson var kominn vel á veg með að stofnsetja viðgerðarstofu ásamt Magnúsi Jónssyni svo að telja mátti víst, að uppsögn þeirra yrði ekki breytt. Hitt hafði honum láðst að kynna sér, hvort uppsögn þeirra var fram komin vegna óánægju eða ósamkomulags, — eða hvort þar var þá stuðst við frambærileg rök. Mun þar hafa um ráðið, hve fljótt hann lét tilleiðast að taka þetta starf að sér, að hann var húsnæðislaus, — en hér var í boði gott húsnæði. En það kernur okkur, sem kunnugir er- um, nokkuð spanskt fyrir, að Landssím- inn skuli nú geta tekið Einar frá Radio- verkstæðinu, — og sett yfir það mann, sem allt fram til þessa hefur ekki þótt hafa nægilega þekkingu til að bera, til þess, að gerlegt þætti að láta hann hafa lítilsháttar launahækkun. En um hin „tekn- isku“ völundanhús Landssímans og út- varpsins rata líka fáir. Allra sízt um leyni- göngin milli þeirra. A. G. Þ. Tvær úrsagnir. Tveir meðlimir FÍS á Siglufirði, þau Al- freð Lilliendahl simritari og ungfrú Harða Guðmundsdóttir talsímakona, hafa sagt sig úr félaginu. Um ástæðuna fyrir þessari á- kvörðun er Símablaðinu ekki kunnugt. Hef- ir stjórn félagsins ekki fengið svar við íyr- irspurn um hana. En heyrt hefir blaðið það, að ástæðan sé hækkun félagsgjaldanna fyr- ir árið 1943. En eins og skýrt hefir verið frá, var samþykkt á aðalfundi félagsins í vetur að hækka félagsgjöldin árið 1943, í því augnamiði, að efla styrktarstjóðinn verulega. Næsti aðalfundur tekur svo ákvörðun um það, hvort félagsgjöldin skuli vera jafn há árið 1944, og í sama augnamiði, eða hvort þau verða lækkuð aftur. En það mun svo að segja vera óskift skoðun meðal félagsmanna, að styrktarsjóð- urinn sé lang þýðingarmesta starfsgrein fé- lagsins. Hefir hann nú þegar, — og þó af vanefnum, — veitt mörgum mikla hjálp, en mun í framtíðinni veita hana enn meiri. Enginn þeirra, sem notið hafa styrks í veikindum sínum, er þeir hafa misSt J4 eða öll laun sín, —- munu sjá eftir þeim litla skerf, er þeir hafa lagt fram til að efla þenna sjóð. Enginn, sem skilur nauð- syn þess, að tryggja sig eftir föngum gegn fjárhagslegum vandræðum, mun telja eftir sér að verja nokkrum krónum meir en áður í því peningaflóði, sem nú er, til þess. Ann- að vseri ófyrirgefanleg óforsjálni. Vitanlega eru þeir til, sem ekkert tíma að leggja af mörkum, en heimta allt af öðrum. En dálítið er það einkennilegur hugsana- gangur, að segja sig af slíkum ástæðum úr stéttarfélagi, sem fyrir skömmu hefir fært þeim launahækkun, sem nemur þúsund- BRUNA- TRYGGINGAR Margir símamenn og konur liafa þegar brunatryggt eigur sínar hjá TROLLE & ROTHE h.f. Þið, sem ekki haf'ið gert það, skuluð sem fyrst feta í fótspor stéttarsystkina ykkar. Gleymið því ekki.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.