Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 21

Símablaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 21
S 1 M A B L A Ð 1 Ð 21 Daníel Jónasson, bókari á aöalskrifstofu Landssimans,. hefir fengið 2ja ára frt til náms í Ameríku. Fór hann vestur í ágúst- mánufti. Þrír nýir starfsmenn, meS stúdentsmennt- un, hafa verið ráðnir á skrifstofur simans í Reykjavík á s.l. sumri. Eru þaS þau Gestur Jónsson, viöskiptafræSingur, ungfrú Krist- ín Þorbjarnardóttir og frú ÞuríSur Stefáns- dóttir Gabríelsson. LokiS er nú viö aS steypa kjallara og fyrstu hæö hinnar miklu byggingar fyrir efnisvörzlu Landssímans viS Sölvhólsgötu. Úr bréfum. Fer æsku símans aftur? Á árunum 1920—1930 var þaö títt, aS símafólkiS i Rvik færi í skemmtiferSir um helgar, — til Þingvalla, austur um sveitir. eSa upp í B'orgarfjörS. Var þá oft fariS i mörgum stórum bílum. Þá var unga fólkiS ungt og kunni aS skemmta sér saman. ÞaS var sofiö í tjöldum og hlöSum, og ekki fengist um þaS, þó koddinn væri steinn eSa þúfa. GengiS var á fjöll sumar og vet- ur. Á hverju hausti var fariS á berjamó í stórum hópum. Á vetrum voru fjölsóttir skemmtifundir einu sinni á mánuSi — og ekki má gleyma árshátíSinni, sem um lang- an tíma var einn eftirsóttasti dansleiku r hér i Rvík. Engu þessu er nú til aS dreifa. — En hvaS veldur því ? Er æska simans hætt aS vera ung-? Er hún hætt aS kunna aS skemmta sér á sama hátt og áSur? Þetta er aS minnsta kosti mikil afturför, og í sambandi viS þaS er mér spurn: Ríkir nú eins mikil eining í félaginu og fyrr, meSan fólkiS kunni aS skemmta sér saman? Og ef ekki: Er þetta þá ekki ein veiga- mesta ástæöan? Æskumaður á efri árum. SlMABLAÐIÐ er málgagn Félags ísl. símamanna. Af því koma út 6 tölublöð á ári. Ritstjóri: Andrés G. Þormar. Aðstoöarritstjóri: Guðm. Pétursson. Ritnefnd: Stjórn félagsins. Utanáskrift til blaðsins er: Símablaðið, Pósthólf 575. Reykjavík. Prentað í Félagsprentsmiðjunni En meðal annara orða: Hvenær fáum viS aftur borSstofu? Hvaö líSur símasafninu? Er unniö aS „Gráskinnu" símans? L. Gáfnapróf. GetiS þér upplýst í hverju gáfnaprófið liggur ? Er ekki hægt aS prófa nýtt starfsfólk á stóru stöSvunum utan Reykjavíkur? Ef launin eiga aS miSast við þetta próf, myndu nýliöar á fleiri stöSvum vilja ganga undir þaö. S. Starfsmannaskipti. Á starfsmannaskipti hefir nokkrum sinnum veriö minnst í SímablaSinu. Er málinu fylgt eftir? Eg veit aö þaS leikur mörgum hugur á því, aS þaö sofni ekki. Vill ekki stjórn FIS beita sér af alefli fyrir því. Eg held aS frá félagslegu sjónarmiði hafi máliS mikla þýðingu. H. Þessar fyrirspurnir mun Síamablaöið taka til athugunar mjög bráSlega. Ritstj.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.